Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2018 11:00 Göngin eru hönnuð til að rúma strandferjur Hurtigruten. Nú hefur félagið gefið út að skip þess muni ekki nota göngin. Grafík/Stad Skipstunnel Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir fjórum árum þegar Norðmenn tilkynntu að þeir áformuðu að grafa jarðgöng fyrir skipaumferð, þau fyrstu í heiminum, við Stað í Vestur-Noregi. Til að kanna hvernig yrði að sigla í gegn var smíðaður sérstakur siglingahermir til að gefa skipstjórum færi á að reyna sig við göngin. Skipagöngin eiga að verða 1,7 kílómetra löng, 37 metrar á hæð yfir sjávarmáli, en 12 metrar undir sjávarmáli, og 36 metrar á breidd.Mynd/Stad SkipstunnelÞau eiga að gefa skipsstjórnarmönnum færi á að sleppa við einhverja hættulegustu siglingaleið heims en þar er bæði veðravíti og óvenju svæsin röst. Þau eiga að verða 1700 metra löng og nægilega víð til að strandferðaskip Hurtigruten komist þar í gegn. En í sumar kom babb í bátinn, skýrsla sem sögð var slátra þessu 38 milljarða króna verkefni, en þar var fullyrt að göngin yrðu fjárhagslegur baggi á norska ríkinu, sem þyrfti að borga með hverju skipi sem sigldi í gegn andvirði 370 þúsund íslenskra króna næstu 40 ár. Annað áfall bættist svo við í haust þegar ráðamenn Hurtigruten lýstu því yfir að ferjur þeirra myndu ekki nota göngin. Stórum hluta, eða um 85%, þeirra skipa sem sigla venjulega við strendur Noregs er ætlað að geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Þegar fjárlagafrumvarp norsku ríkisstjórnarinnar birtist svo í haust var búið að skrúfa fyrir frekari fjárveitingar. En þá kom Kristilegi þjóðarflokkurinn til bjargar. Hann hefur nú sett það sem eitt af skilyrðum fyrir stuðningi við hægristjórn Ernu Solberg að skipagöngin verði ekki slegin af. Niðurstaðan er að göngin fá 300 milljóna framlag á næsta ári til áframhaldandi undirbúnings en án loforðs um framkvæmdir. Jafnframt fylgir sú krafa að reynt verði að lækka kostnað við göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Norðurlönd Noregur Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir fjórum árum þegar Norðmenn tilkynntu að þeir áformuðu að grafa jarðgöng fyrir skipaumferð, þau fyrstu í heiminum, við Stað í Vestur-Noregi. Til að kanna hvernig yrði að sigla í gegn var smíðaður sérstakur siglingahermir til að gefa skipstjórum færi á að reyna sig við göngin. Skipagöngin eiga að verða 1,7 kílómetra löng, 37 metrar á hæð yfir sjávarmáli, en 12 metrar undir sjávarmáli, og 36 metrar á breidd.Mynd/Stad SkipstunnelÞau eiga að gefa skipsstjórnarmönnum færi á að sleppa við einhverja hættulegustu siglingaleið heims en þar er bæði veðravíti og óvenju svæsin röst. Þau eiga að verða 1700 metra löng og nægilega víð til að strandferðaskip Hurtigruten komist þar í gegn. En í sumar kom babb í bátinn, skýrsla sem sögð var slátra þessu 38 milljarða króna verkefni, en þar var fullyrt að göngin yrðu fjárhagslegur baggi á norska ríkinu, sem þyrfti að borga með hverju skipi sem sigldi í gegn andvirði 370 þúsund íslenskra króna næstu 40 ár. Annað áfall bættist svo við í haust þegar ráðamenn Hurtigruten lýstu því yfir að ferjur þeirra myndu ekki nota göngin. Stórum hluta, eða um 85%, þeirra skipa sem sigla venjulega við strendur Noregs er ætlað að geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Þegar fjárlagafrumvarp norsku ríkisstjórnarinnar birtist svo í haust var búið að skrúfa fyrir frekari fjárveitingar. En þá kom Kristilegi þjóðarflokkurinn til bjargar. Hann hefur nú sett það sem eitt af skilyrðum fyrir stuðningi við hægristjórn Ernu Solberg að skipagöngin verði ekki slegin af. Niðurstaðan er að göngin fá 300 milljóna framlag á næsta ári til áframhaldandi undirbúnings en án loforðs um framkvæmdir. Jafnframt fylgir sú krafa að reynt verði að lækka kostnað við göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Norðurlönd Noregur Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30
Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent