Norður-Kóreumenn segja afvopnun í hættu vegna refsiaðgerða Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 11:15 Herforingjar Norður- og Suður-Kóreu takast í hendur á hlutlausa svæðinu á milli ríkjanna tveggja. Þau byrjuðu að rífa niður varðstöðvar við landamærin í síðustu viku. Vísir/EPA Stjórnvöld í Pjongjang fordæmdu harðnandi refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og vöruðu við því að þær gætu leitt til þess að þau muni aldrei fallast á að afvopnast í gær. Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn þremur norðurkóreskum embættismönnum vegna mannréttindabrota í síðustu viku. Lítið hefur þokast í átt að afvopnun eða mýkri samskiptum á milli Norður-Kóreu og umheimsins eftir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í júní. Viðræðum sem áttu að fara fram á milli Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Yong Chol, háttsetts embættismanns í Pjongjang, í nóvember var aflýst í skyndi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu norðurkóreska utanríkisráðherrans í gær var Trump lofaður fyrir „vilja“ til að bæta samskiptin. Bandaríski utanríkisráðuneytið væri hins vegar harðákveðið í að færa samskiptin aftur í sama far og í fyrra þegar þau einkenndust af hótunum á víxl. Varaði utanríkisráðherrann við því að ef Bandaríkjastjórn teldi að með refsiaðgerðunum gætu þau neytt Norður-Kóreu til þess að láta af hendi kjarnavopna sín „teldist það stærsta reikningsskekkja hennar og það mun stöðva leiðina að afkjarnavopnun Kóreuskaga til eilífðar, niðurstaða sem enginn kærir sig um“. Asía Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. 5. nóvember 2018 10:54 Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. 3. nóvember 2018 10:37 Sagðir halda tilraunum sínum áfram í leynistöðvum Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. 13. nóvember 2018 14:36 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Stjórnvöld í Pjongjang fordæmdu harðnandi refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og vöruðu við því að þær gætu leitt til þess að þau muni aldrei fallast á að afvopnast í gær. Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn þremur norðurkóreskum embættismönnum vegna mannréttindabrota í síðustu viku. Lítið hefur þokast í átt að afvopnun eða mýkri samskiptum á milli Norður-Kóreu og umheimsins eftir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í júní. Viðræðum sem áttu að fara fram á milli Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Yong Chol, háttsetts embættismanns í Pjongjang, í nóvember var aflýst í skyndi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu norðurkóreska utanríkisráðherrans í gær var Trump lofaður fyrir „vilja“ til að bæta samskiptin. Bandaríski utanríkisráðuneytið væri hins vegar harðákveðið í að færa samskiptin aftur í sama far og í fyrra þegar þau einkenndust af hótunum á víxl. Varaði utanríkisráðherrann við því að ef Bandaríkjastjórn teldi að með refsiaðgerðunum gætu þau neytt Norður-Kóreu til þess að láta af hendi kjarnavopna sín „teldist það stærsta reikningsskekkja hennar og það mun stöðva leiðina að afkjarnavopnun Kóreuskaga til eilífðar, niðurstaða sem enginn kærir sig um“.
Asía Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. 5. nóvember 2018 10:54 Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. 3. nóvember 2018 10:37 Sagðir halda tilraunum sínum áfram í leynistöðvum Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. 13. nóvember 2018 14:36 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. 5. nóvember 2018 10:54
Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. 3. nóvember 2018 10:37
Sagðir halda tilraunum sínum áfram í leynistöðvum Þrátt fyrir óljóst samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í sumar hafa viðræður á milli ríkjanna verið erfiðar. 13. nóvember 2018 14:36