Börn senda nektarmyndir á lokaða hópa á Snapchat Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. desember 2018 19:15 Undanfarið hefur kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið á borð til sín nokkur mál þar sem krakkar undir lögaldri hópa sig saman í hópa á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem þau eru í leik sem snýst um að mana hvert annað í að senda myndir. Vísir/Getty Dæmi eru um að börn allt niður í tólf ára taki þátt í leik þar sem þau eru mönuð til að senda af sér nektarmyndir á lokaða hópa á samskiptaforritinu Snapchat. Lögreglan hefur fengið nokkrar tilkynningar um málið og segir lögreglufulltrúi málin sérstaklega flókin vegna ungs aldurs gerenda og þolenda og víðtækrar dreifingar myndanna. Undanfarið hefur kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið á borð til sín nokkur mál þar sem krakkar undir lögaldri hópa sig saman í hópa á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem þau eru í leik sem snýst um að mana hvert annað í að senda myndir.Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi í kynferðisafbrotadeild.„Sem leiðir stundum til þess að ákveðnir einstaklingar þekki ekki mörkin fari yfir strikið og eru jafnvel beðin um að senda af sér nektarmynd og senda á grúppuna,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi. Hann segir dæmi um að börn allt niður í tólf ára taki þátt í leiknum. Ævar segist hafa áhyggjur af þessum málum. Þau séu alvarleg enda fari myndirnar í ansi víðtæka dreifingu. „Því miður, um leið og dreifingin á sér stað þá hefur brotið átt sér stað og það getur verið erfitt að stoppa dreifingu á þessu.“ Hann segir að málin séu tilkynnt til lögreglu í gegn um barnaverndaryfirvöld, skólayfirvöld og foreldra. Hann hvetur skólayfirvöld til að vera betur vakandi fyrir þessu. Best sé að grípa inn í sem fyrst. „Og ég hvet foreldra til að fylgjast með notkun barna sinna á snjalltækjum og sérstaklega á þessum miðlum eins og Snapchat og Instagram.“ Ævar segir umrædd vera mál flókin, ekki síst vegna ungs aldurs bæði þolenda og gerenda. „Við rannsökum málið eins og öll önnur mál en málið fer ekki lengri ef viðkomandi er ósakhæfur sökum aldurs. Og þessi mikla dreifing það er það sem einna helst flækir málið heldur,“ segir Ævar Pálmi. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Dæmi eru um að börn allt niður í tólf ára taki þátt í leik þar sem þau eru mönuð til að senda af sér nektarmyndir á lokaða hópa á samskiptaforritinu Snapchat. Lögreglan hefur fengið nokkrar tilkynningar um málið og segir lögreglufulltrúi málin sérstaklega flókin vegna ungs aldurs gerenda og þolenda og víðtækrar dreifingar myndanna. Undanfarið hefur kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið á borð til sín nokkur mál þar sem krakkar undir lögaldri hópa sig saman í hópa á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem þau eru í leik sem snýst um að mana hvert annað í að senda myndir.Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi í kynferðisafbrotadeild.„Sem leiðir stundum til þess að ákveðnir einstaklingar þekki ekki mörkin fari yfir strikið og eru jafnvel beðin um að senda af sér nektarmynd og senda á grúppuna,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi. Hann segir dæmi um að börn allt niður í tólf ára taki þátt í leiknum. Ævar segist hafa áhyggjur af þessum málum. Þau séu alvarleg enda fari myndirnar í ansi víðtæka dreifingu. „Því miður, um leið og dreifingin á sér stað þá hefur brotið átt sér stað og það getur verið erfitt að stoppa dreifingu á þessu.“ Hann segir að málin séu tilkynnt til lögreglu í gegn um barnaverndaryfirvöld, skólayfirvöld og foreldra. Hann hvetur skólayfirvöld til að vera betur vakandi fyrir þessu. Best sé að grípa inn í sem fyrst. „Og ég hvet foreldra til að fylgjast með notkun barna sinna á snjalltækjum og sérstaklega á þessum miðlum eins og Snapchat og Instagram.“ Ævar segir umrædd vera mál flókin, ekki síst vegna ungs aldurs bæði þolenda og gerenda. „Við rannsökum málið eins og öll önnur mál en málið fer ekki lengri ef viðkomandi er ósakhæfur sökum aldurs. Og þessi mikla dreifing það er það sem einna helst flækir málið heldur,“ segir Ævar Pálmi.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira