Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2018 10:48 Frá vettvangi í grennd við Imlil í Atlasfjöllunum. Vísir/AP Norrænu konurnar sem voru myrtar á bakpokaferðalagi í Atlasfjallgarðinum í Marokkó í gær hétu Maren Ueland og Louisa Vesterager Jespersen. Ueland var 28 ára og frá bænum Bryne í suðurhluta Noregs. Jespersen var 24 ára frá Danmörku. Einn hefur verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá.Sjá einnig: Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Lík Marenar og Louisu fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakech. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar greina frá því að þær hafi verið myrtar á hrottalegan hátt.Talaði síðast við Maren 9. desember Irene Ueland, móðir Marenar, lýsir því í samtali við NRK að dóttir sín hafi verið hlýleg og opin. Hún segir vinkonurnar hafa gætt fyllsta öryggis í hvívetna á ferðalögum sínum. Irene segist hafa heyrt síðast í dóttur sinni sunnudaginn 9. desember þegar þær voru nýkomnar til Marokkó. Maren sagði móður sinni að hún og Louisa hefðu það gott en gerði ráð fyrir stopulu símasambandi næstu daga. Þá staðfesti Irene andlát dóttur sinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Ég brotnaði niður og hágrét“ Helle Jespersen, móðir Louisu, ræðir harmleikinn í samtali við danska dagblaðið BT. Hún segir að norskur vinur Louisu hafi sent henni skilaboð í gærkvöldi þar sem hann spurði hvort hún hefði heyrt í Louisu. Hann lýsti yfir áhyggjum vegna frétta af morði á tveimur norrænum konum í Marokkó en Helle hafði ekkert heyrt – og í augnablik var fjölskyldunni létt. Tíu mínútum síðar bönkuðu lögreglumenn á dyr og fluttu fjölskyldunni sorgarfréttir. „Ég vissi hvað hafði gerst. Ég brotnaði niður og hágrét.“ Helle segir dóttur sína hafa verið lífsglaða og jákvæða. Hún minnist dóttur sinnar einnig á Facebook-síðu sinni og segir hátíðarnar sem framundan eru nú þrungnar sorg. Einn handtekinn og tveggja leitað Á vef NRK er jafnframt greint frá því að karlmaður hafi verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu á Maren og Louisu. Maðurinn var handtekinn í Marrakesh, að því er AFP-fréttaveitan hefur eftir marokkóska innanríkisráðuneytinu. Samkvæmt fréttatilkynningu verður maðurinn nú yfirheyrður. Þá hefur VG eftir heimildarmönnum sínum að lögregla leiti tveggja til viðbótar í tengslum við morðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins sáust þrír menn yfirgefa svæðið um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags, nóttina áður en Maren og Louisa fundust myrtar. Yfirvöld staðfestu einnig í dag að norskur lögreglumaður sem starfar í Rabat, höfuðborg Marokkó, væri á leið á vettvang í þeim tilgangi að aðstoða marokkósk lögregluyfirvöld við rannsókn málsins. Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Sjá meira
Norrænu konurnar sem voru myrtar á bakpokaferðalagi í Atlasfjallgarðinum í Marokkó í gær hétu Maren Ueland og Louisa Vesterager Jespersen. Ueland var 28 ára og frá bænum Bryne í suðurhluta Noregs. Jespersen var 24 ára frá Danmörku. Einn hefur verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá.Sjá einnig: Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Lík Marenar og Louisu fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakech. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar greina frá því að þær hafi verið myrtar á hrottalegan hátt.Talaði síðast við Maren 9. desember Irene Ueland, móðir Marenar, lýsir því í samtali við NRK að dóttir sín hafi verið hlýleg og opin. Hún segir vinkonurnar hafa gætt fyllsta öryggis í hvívetna á ferðalögum sínum. Irene segist hafa heyrt síðast í dóttur sinni sunnudaginn 9. desember þegar þær voru nýkomnar til Marokkó. Maren sagði móður sinni að hún og Louisa hefðu það gott en gerði ráð fyrir stopulu símasambandi næstu daga. Þá staðfesti Irene andlát dóttur sinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Ég brotnaði niður og hágrét“ Helle Jespersen, móðir Louisu, ræðir harmleikinn í samtali við danska dagblaðið BT. Hún segir að norskur vinur Louisu hafi sent henni skilaboð í gærkvöldi þar sem hann spurði hvort hún hefði heyrt í Louisu. Hann lýsti yfir áhyggjum vegna frétta af morði á tveimur norrænum konum í Marokkó en Helle hafði ekkert heyrt – og í augnablik var fjölskyldunni létt. Tíu mínútum síðar bönkuðu lögreglumenn á dyr og fluttu fjölskyldunni sorgarfréttir. „Ég vissi hvað hafði gerst. Ég brotnaði niður og hágrét.“ Helle segir dóttur sína hafa verið lífsglaða og jákvæða. Hún minnist dóttur sinnar einnig á Facebook-síðu sinni og segir hátíðarnar sem framundan eru nú þrungnar sorg. Einn handtekinn og tveggja leitað Á vef NRK er jafnframt greint frá því að karlmaður hafi verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu á Maren og Louisu. Maðurinn var handtekinn í Marrakesh, að því er AFP-fréttaveitan hefur eftir marokkóska innanríkisráðuneytinu. Samkvæmt fréttatilkynningu verður maðurinn nú yfirheyrður. Þá hefur VG eftir heimildarmönnum sínum að lögregla leiti tveggja til viðbótar í tengslum við morðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins sáust þrír menn yfirgefa svæðið um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags, nóttina áður en Maren og Louisa fundust myrtar. Yfirvöld staðfestu einnig í dag að norskur lögreglumaður sem starfar í Rabat, höfuðborg Marokkó, væri á leið á vettvang í þeim tilgangi að aðstoða marokkósk lögregluyfirvöld við rannsókn málsins.
Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Sjá meira
Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40