Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2018 11:42 Júlíus Vífill Ingvarsson hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur skömmu fyrir hádegi. Þetta staðfestir Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá niðurstöðunni á vef RÚV. Er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Saksóknari fór fram á að Júlíus Vífill yrði dæmdur í átta til tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi en hann var ákærður fyrir að hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem var talinn vera ávinningur af meintum skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug. Í ákærunni yfir Júlíusi kom fram að hann hefði, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá UBS banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Við aðalmeðferð málsins sagði Júlíus Vífill að þeir fjármunir sem hefðu verið geymdir á bankareikningum hans erlendis hefði hann fengið sem þóknunargreiðslur og umboðslaun vegna starfa sinna hjá Ingvari Helgasyni, hvar hann hóf störf árið 1982 og starfaði í 22 ár. Júlíus neitaði sök í málinu þegar ákæran var þingfest í haust. Júlíus viðurkenndi hins vegar að hann hefði geymt umræddar upphæðir á bankareikningi sínum í UBS banka á Jersey og að árið 2014 hefði hann fært féð inn á reikning hjá Julius Bär í Sviss sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation. Rétthafar vörslusjóðsins voru Júlíus, eiginkona hans og börn. Aðspurður um hvers vegna hann hefði farið þá leið að leggja féð inn á vörslusjóð sagði Júlíus að hann hefði talið það ágætis leið til að geyma og vernda þessa fjármuni og að ýmsir kostir hefðu fylgt því. Júlíus lýsti því fyrir dómi að á áttunda áratugnum hafi það tíðkast að nota umboðsgreiðslur í viðskiptum vegna óðaverðbólgu sem var á Íslandi. Júlíus sagðist fyrir dómi ekki hafa talið fjármunina fram sem tekjur þegar hann fékk þær greiddar. Júlíus Vífill mætti ekki við dómsuppkvaðninguna í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill telur að skrif og stjórnmálaþátttaka rannsakandans hafi litað rannsókn á meintu peningaþvætti Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru um peningaþvætti. Hann telur að stjórnmálaskoðanir og skrif stjórnanda lögreglurannsóknarinnar á máli hans kunni að hafa litað rannsóknina og útgáfu ákærunnar. 13. nóvember 2018 12:30 Saksóknari telur að Júlíus Vífill hafi gerst sekur um skipulagt peningaþvætti Verjandi Júlíusar Vífils telur að fjölmiðlaumfjöllun um mál Júlíusar hafi verið gagnrýnislaust byggð á rakalausum ósannindum. 3. desember 2018 15:30 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur skömmu fyrir hádegi. Þetta staðfestir Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá niðurstöðunni á vef RÚV. Er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Saksóknari fór fram á að Júlíus Vífill yrði dæmdur í átta til tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi en hann var ákærður fyrir að hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem var talinn vera ávinningur af meintum skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug. Í ákærunni yfir Júlíusi kom fram að hann hefði, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá UBS banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Við aðalmeðferð málsins sagði Júlíus Vífill að þeir fjármunir sem hefðu verið geymdir á bankareikningum hans erlendis hefði hann fengið sem þóknunargreiðslur og umboðslaun vegna starfa sinna hjá Ingvari Helgasyni, hvar hann hóf störf árið 1982 og starfaði í 22 ár. Júlíus neitaði sök í málinu þegar ákæran var þingfest í haust. Júlíus viðurkenndi hins vegar að hann hefði geymt umræddar upphæðir á bankareikningi sínum í UBS banka á Jersey og að árið 2014 hefði hann fært féð inn á reikning hjá Julius Bär í Sviss sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation. Rétthafar vörslusjóðsins voru Júlíus, eiginkona hans og börn. Aðspurður um hvers vegna hann hefði farið þá leið að leggja féð inn á vörslusjóð sagði Júlíus að hann hefði talið það ágætis leið til að geyma og vernda þessa fjármuni og að ýmsir kostir hefðu fylgt því. Júlíus lýsti því fyrir dómi að á áttunda áratugnum hafi það tíðkast að nota umboðsgreiðslur í viðskiptum vegna óðaverðbólgu sem var á Íslandi. Júlíus sagðist fyrir dómi ekki hafa talið fjármunina fram sem tekjur þegar hann fékk þær greiddar. Júlíus Vífill mætti ekki við dómsuppkvaðninguna í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill telur að skrif og stjórnmálaþátttaka rannsakandans hafi litað rannsókn á meintu peningaþvætti Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru um peningaþvætti. Hann telur að stjórnmálaskoðanir og skrif stjórnanda lögreglurannsóknarinnar á máli hans kunni að hafa litað rannsóknina og útgáfu ákærunnar. 13. nóvember 2018 12:30 Saksóknari telur að Júlíus Vífill hafi gerst sekur um skipulagt peningaþvætti Verjandi Júlíusar Vífils telur að fjölmiðlaumfjöllun um mál Júlíusar hafi verið gagnrýnislaust byggð á rakalausum ósannindum. 3. desember 2018 15:30 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Júlíus Vífill telur að skrif og stjórnmálaþátttaka rannsakandans hafi litað rannsókn á meintu peningaþvætti Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru um peningaþvætti. Hann telur að stjórnmálaskoðanir og skrif stjórnanda lögreglurannsóknarinnar á máli hans kunni að hafa litað rannsóknina og útgáfu ákærunnar. 13. nóvember 2018 12:30
Saksóknari telur að Júlíus Vífill hafi gerst sekur um skipulagt peningaþvætti Verjandi Júlíusar Vífils telur að fjölmiðlaumfjöllun um mál Júlíusar hafi verið gagnrýnislaust byggð á rakalausum ósannindum. 3. desember 2018 15:30