Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. desember 2018 06:30 Frá vettvangi í grennd við Imlil í Atlasfjöllunum. AP/Marrakechalaan Þrír voru handteknir í Marokkó í gær í tengslum við rannsókn lögreglu á morðum á tveimur norrænum háskólanemum, hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen. Ríkissjónvarpsstöðin 2M greindi frá seinni tveimur handtökunum. Áður hafði marokkóska innanríkisráðuneytið greint frá því að einn hefði verið handtekinn í Marrakech. Norska lögreglan var í gær á leið til Marokkó til þess að aðstoða kollega sína í ríkinu við rannsókn á málinu. Þær Ueland og Jespersen, 28 og 24 ára, voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þar lauk ferðalaginu en þær fundust látnar í hlíðum fjallsins á mánudaginn. Samkvæmt norskum miðlum voru þær einar á ferð og fundust með skurð á hálsi. Talið er nær fullvíst að um morð hafi verið að ræða. Samkvæmt umfjöllun Verdens Gang (VG) fer BCIJ, alríkislögreglan í Marokkó, með rannsókn málsins. Segir miðillinn að það bendi til þess að málið gæti tengst þjóðaröryggi, öfgasamtökum eða hryðjuverkum. Sjónarvottar hafa sagt lögreglu frá því að þeir hafi séð hina grunuðu yfirgefa vettvang glæpsins um klukkan þrjú þá nótt sem konurnar fundust. Heimildarmaður VG sagði að lögreglu grunaði fjóra menn, búsetta í nágrenni morðvettvangsins, um að hafa staðið að morðunum. Allir hinir grunuðu eru marokkóskir karlmenn. Sá sem var fyrst handtekinn er eins og áður segir frá Marrakech en hinir grunuðu eru frá hafnarborginni Safi. „Rannsóknin mun meðal annars leiða í ljós hvort skipulögð glæpasamtök hafi myrt þær og hvort morðið hafi verið skipulagt. Rannsakendur munu leitast við að útskýra ástæðu glæpsins og smáatriðin,“ var haft eftir heimildarmanninum. Hann vildi þó ekki segja hvort hinir handteknu hefðu áður komist í kast við lögin. Danska ríkisútvarpið, DR, greindi svo frá því að danska utanríkisráðuneytið varaði sérstaklega við því að ferðamenn væru einir á ferð í Marokkó. Afríka Birtist í Fréttablaðinu Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Þrír voru handteknir í Marokkó í gær í tengslum við rannsókn lögreglu á morðum á tveimur norrænum háskólanemum, hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen. Ríkissjónvarpsstöðin 2M greindi frá seinni tveimur handtökunum. Áður hafði marokkóska innanríkisráðuneytið greint frá því að einn hefði verið handtekinn í Marrakech. Norska lögreglan var í gær á leið til Marokkó til þess að aðstoða kollega sína í ríkinu við rannsókn á málinu. Þær Ueland og Jespersen, 28 og 24 ára, voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þar lauk ferðalaginu en þær fundust látnar í hlíðum fjallsins á mánudaginn. Samkvæmt norskum miðlum voru þær einar á ferð og fundust með skurð á hálsi. Talið er nær fullvíst að um morð hafi verið að ræða. Samkvæmt umfjöllun Verdens Gang (VG) fer BCIJ, alríkislögreglan í Marokkó, með rannsókn málsins. Segir miðillinn að það bendi til þess að málið gæti tengst þjóðaröryggi, öfgasamtökum eða hryðjuverkum. Sjónarvottar hafa sagt lögreglu frá því að þeir hafi séð hina grunuðu yfirgefa vettvang glæpsins um klukkan þrjú þá nótt sem konurnar fundust. Heimildarmaður VG sagði að lögreglu grunaði fjóra menn, búsetta í nágrenni morðvettvangsins, um að hafa staðið að morðunum. Allir hinir grunuðu eru marokkóskir karlmenn. Sá sem var fyrst handtekinn er eins og áður segir frá Marrakech en hinir grunuðu eru frá hafnarborginni Safi. „Rannsóknin mun meðal annars leiða í ljós hvort skipulögð glæpasamtök hafi myrt þær og hvort morðið hafi verið skipulagt. Rannsakendur munu leitast við að útskýra ástæðu glæpsins og smáatriðin,“ var haft eftir heimildarmanninum. Hann vildi þó ekki segja hvort hinir handteknu hefðu áður komist í kast við lögin. Danska ríkisútvarpið, DR, greindi svo frá því að danska utanríkisráðuneytið varaði sérstaklega við því að ferðamenn væru einir á ferð í Marokkó.
Afríka Birtist í Fréttablaðinu Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira