Vonbrigði að Samherjamálið hafi verið dregið að ósynju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2018 10:41 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með bankaráði vegna málsins í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að það séu sér vonbrigði að bankaráð Seðlabankans hafi farið fram á frest til að svara erindi forsætisráðherra vegna hins svokallaða Samherjamáls. Í bréfi til bankaráðsins er Þorsteinn Már harðorður í garð bankaráðsins og segir stjórnsýslu hans minna á „Kúbu norðursins“.Þetta skrifar Þorsteinn Már í bréfi til bankaráðsinssem birt er á vef Samherja.Ínóvember ógilti Hæstiréttur ákvörðun Seðlabankans um að sekta Samherja um fimmtán milljónir króna vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál.Forsætisráðherra óskaði í kjölfarið eftir eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. Óskað var eftir því að greinargerðin bærist forsætisráðuneytinueigi síðar en 7. desember síðastliðinn. Bankaráðið hefur hins vegar farið fram á frest til þess að skila greinargerðinni og á vef Seðlabankans segir að vonir standi til að hægt verði aðskila henni í upphafi nýs árs.Við þetta er Þorsteinn Már ósáttur og segist hann hafa vonað að eftir fund hans með bankaráði í síðasta mánuði sæi fyrir endann á málinu.„Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót. Nú virðist formaður bankaráðs ætla að stýra málinu í þann farveg að bíða eftir hugsanlegu áliti umboðsmanns Alþingis í máli sem varðar ekki lyktir málsins á hendur Samherja, til þess að komast hjá því að taka sjálfur afstöðu til og afgreiða málið sjálfur,“ skrifar Þorsteinn Már.Segir hann Gylfa Magnússon, formann bankaráðsins, draga málið að ósynju.„Er það nema von að manni detti í hug Kúba norðursins þegar hugsað er um stjórnsýslu seðlabankans í þessu máli, nú sem endra nær.“Þorsteinn Már hefur sagt að Már Guðmundsson seðlabankastjóriþurfi að axla ábyrgð á þætti sínum í málinu.Már segir hins vegar að Seðlabankanum hafi verið skylt aðkæra Samherja vegna málsins. Dómsmál Tengdar fréttir Þorsteinn Már boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur verið boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans klukkan tvö í dag. 27. nóvember 2018 13:10 Sættist ekki eftir uppspuna með klækjum Forstjóri Samherja telur að það hafi aldrei hvarflað að seðlabankastjóra að leita sátta við fyrirtækið enda hafi sakirnar verið búnar til með klækjum. 26. nóvember 2018 12:22 Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að það séu sér vonbrigði að bankaráð Seðlabankans hafi farið fram á frest til að svara erindi forsætisráðherra vegna hins svokallaða Samherjamáls. Í bréfi til bankaráðsins er Þorsteinn Már harðorður í garð bankaráðsins og segir stjórnsýslu hans minna á „Kúbu norðursins“.Þetta skrifar Þorsteinn Már í bréfi til bankaráðsinssem birt er á vef Samherja.Ínóvember ógilti Hæstiréttur ákvörðun Seðlabankans um að sekta Samherja um fimmtán milljónir króna vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál.Forsætisráðherra óskaði í kjölfarið eftir eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. Óskað var eftir því að greinargerðin bærist forsætisráðuneytinueigi síðar en 7. desember síðastliðinn. Bankaráðið hefur hins vegar farið fram á frest til þess að skila greinargerðinni og á vef Seðlabankans segir að vonir standi til að hægt verði aðskila henni í upphafi nýs árs.Við þetta er Þorsteinn Már ósáttur og segist hann hafa vonað að eftir fund hans með bankaráði í síðasta mánuði sæi fyrir endann á málinu.„Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót. Nú virðist formaður bankaráðs ætla að stýra málinu í þann farveg að bíða eftir hugsanlegu áliti umboðsmanns Alþingis í máli sem varðar ekki lyktir málsins á hendur Samherja, til þess að komast hjá því að taka sjálfur afstöðu til og afgreiða málið sjálfur,“ skrifar Þorsteinn Már.Segir hann Gylfa Magnússon, formann bankaráðsins, draga málið að ósynju.„Er það nema von að manni detti í hug Kúba norðursins þegar hugsað er um stjórnsýslu seðlabankans í þessu máli, nú sem endra nær.“Þorsteinn Már hefur sagt að Már Guðmundsson seðlabankastjóriþurfi að axla ábyrgð á þætti sínum í málinu.Már segir hins vegar að Seðlabankanum hafi verið skylt aðkæra Samherja vegna málsins.
Dómsmál Tengdar fréttir Þorsteinn Már boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur verið boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans klukkan tvö í dag. 27. nóvember 2018 13:10 Sættist ekki eftir uppspuna með klækjum Forstjóri Samherja telur að það hafi aldrei hvarflað að seðlabankastjóra að leita sátta við fyrirtækið enda hafi sakirnar verið búnar til með klækjum. 26. nóvember 2018 12:22 Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Þorsteinn Már boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur verið boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans klukkan tvö í dag. 27. nóvember 2018 13:10
Sættist ekki eftir uppspuna með klækjum Forstjóri Samherja telur að það hafi aldrei hvarflað að seðlabankastjóra að leita sátta við fyrirtækið enda hafi sakirnar verið búnar til með klækjum. 26. nóvember 2018 12:22
Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45