Vonbrigði að Samherjamálið hafi verið dregið að ósynju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2018 10:41 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með bankaráði vegna málsins í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að það séu sér vonbrigði að bankaráð Seðlabankans hafi farið fram á frest til að svara erindi forsætisráðherra vegna hins svokallaða Samherjamáls. Í bréfi til bankaráðsins er Þorsteinn Már harðorður í garð bankaráðsins og segir stjórnsýslu hans minna á „Kúbu norðursins“.Þetta skrifar Þorsteinn Már í bréfi til bankaráðsinssem birt er á vef Samherja.Ínóvember ógilti Hæstiréttur ákvörðun Seðlabankans um að sekta Samherja um fimmtán milljónir króna vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál.Forsætisráðherra óskaði í kjölfarið eftir eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. Óskað var eftir því að greinargerðin bærist forsætisráðuneytinueigi síðar en 7. desember síðastliðinn. Bankaráðið hefur hins vegar farið fram á frest til þess að skila greinargerðinni og á vef Seðlabankans segir að vonir standi til að hægt verði aðskila henni í upphafi nýs árs.Við þetta er Þorsteinn Már ósáttur og segist hann hafa vonað að eftir fund hans með bankaráði í síðasta mánuði sæi fyrir endann á málinu.„Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót. Nú virðist formaður bankaráðs ætla að stýra málinu í þann farveg að bíða eftir hugsanlegu áliti umboðsmanns Alþingis í máli sem varðar ekki lyktir málsins á hendur Samherja, til þess að komast hjá því að taka sjálfur afstöðu til og afgreiða málið sjálfur,“ skrifar Þorsteinn Már.Segir hann Gylfa Magnússon, formann bankaráðsins, draga málið að ósynju.„Er það nema von að manni detti í hug Kúba norðursins þegar hugsað er um stjórnsýslu seðlabankans í þessu máli, nú sem endra nær.“Þorsteinn Már hefur sagt að Már Guðmundsson seðlabankastjóriþurfi að axla ábyrgð á þætti sínum í málinu.Már segir hins vegar að Seðlabankanum hafi verið skylt aðkæra Samherja vegna málsins. Dómsmál Tengdar fréttir Þorsteinn Már boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur verið boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans klukkan tvö í dag. 27. nóvember 2018 13:10 Sættist ekki eftir uppspuna með klækjum Forstjóri Samherja telur að það hafi aldrei hvarflað að seðlabankastjóra að leita sátta við fyrirtækið enda hafi sakirnar verið búnar til með klækjum. 26. nóvember 2018 12:22 Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að það séu sér vonbrigði að bankaráð Seðlabankans hafi farið fram á frest til að svara erindi forsætisráðherra vegna hins svokallaða Samherjamáls. Í bréfi til bankaráðsins er Þorsteinn Már harðorður í garð bankaráðsins og segir stjórnsýslu hans minna á „Kúbu norðursins“.Þetta skrifar Þorsteinn Már í bréfi til bankaráðsinssem birt er á vef Samherja.Ínóvember ógilti Hæstiréttur ákvörðun Seðlabankans um að sekta Samherja um fimmtán milljónir króna vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál.Forsætisráðherra óskaði í kjölfarið eftir eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. Óskað var eftir því að greinargerðin bærist forsætisráðuneytinueigi síðar en 7. desember síðastliðinn. Bankaráðið hefur hins vegar farið fram á frest til þess að skila greinargerðinni og á vef Seðlabankans segir að vonir standi til að hægt verði aðskila henni í upphafi nýs árs.Við þetta er Þorsteinn Már ósáttur og segist hann hafa vonað að eftir fund hans með bankaráði í síðasta mánuði sæi fyrir endann á málinu.„Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót. Nú virðist formaður bankaráðs ætla að stýra málinu í þann farveg að bíða eftir hugsanlegu áliti umboðsmanns Alþingis í máli sem varðar ekki lyktir málsins á hendur Samherja, til þess að komast hjá því að taka sjálfur afstöðu til og afgreiða málið sjálfur,“ skrifar Þorsteinn Már.Segir hann Gylfa Magnússon, formann bankaráðsins, draga málið að ósynju.„Er það nema von að manni detti í hug Kúba norðursins þegar hugsað er um stjórnsýslu seðlabankans í þessu máli, nú sem endra nær.“Þorsteinn Már hefur sagt að Már Guðmundsson seðlabankastjóriþurfi að axla ábyrgð á þætti sínum í málinu.Már segir hins vegar að Seðlabankanum hafi verið skylt aðkæra Samherja vegna málsins.
Dómsmál Tengdar fréttir Þorsteinn Már boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur verið boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans klukkan tvö í dag. 27. nóvember 2018 13:10 Sættist ekki eftir uppspuna með klækjum Forstjóri Samherja telur að það hafi aldrei hvarflað að seðlabankastjóra að leita sátta við fyrirtækið enda hafi sakirnar verið búnar til með klækjum. 26. nóvember 2018 12:22 Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Þorsteinn Már boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur verið boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans klukkan tvö í dag. 27. nóvember 2018 13:10
Sættist ekki eftir uppspuna með klækjum Forstjóri Samherja telur að það hafi aldrei hvarflað að seðlabankastjóra að leita sátta við fyrirtækið enda hafi sakirnar verið búnar til með klækjum. 26. nóvember 2018 12:22
Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45