Tileinkar Bjarka Má bókina Íslensk knattspyrna 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 16:30 Bjarki og Ástrós með dóttur sína. Skjámynd/S2 Víðir Sigurðsson kemur að venju með bókina Íslensk knattspyrna út fyrir jólin en þetta er 38. bókin í þessum bókarflokki. Fyrsta bókin kom út árið 1981. Víðir hélt útgáfuhóf fyrir bókina sína í gær og meðal gesta var Bjarki Már Sigvaldason. Víðir kallaði hann upp í hófinu en í fyrsta sinn í sögu bókarflokksins þá tileinkar Víðir einhverjum bók sína. Víðir ákvað að tileinka Bjarka bókina Íslensk knatttspyrna 2018. Eftir sex ára baráttu segja læknar að ekkert sé við ráðið og að Bjarki Már eigi nú stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki talaði um veikindin í áhrifamiklu viðtali í Ísland í dag á Stöð 2 á dögunum. Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Bjarki Már Sigvaldason mætti í útgáfuhóf Víðis í gær og fékk þá þessa sögulega bók í hendurnar en Víðir talaði þá um að þetta sé í fyrsta sinn sem hann ákveður að tileinka einhverjum bókina sína sem hann hefur nú skrifað á hverju ári í að verða fjóra áratugi.Hér fyrir neðan má sjá tileinkun Víðis í bókinni: „Þessa bók tileinka ég annars Bjarka Má Sigvaldasyni, 31 árs gömlum knattspyrnuáhugamanni sem ég hef þekkt og fylgst með nánast frá því hann fæddist. Bjarki var sjálfur einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og lykilmaður í drengjalandsliði Íslands á sínum tíma en meiðsli settu stórt strik í hans feril,“ skrifar Víðir og hélt áfram. „Undanfarin sex ár hefur hann síðan glímt við krabbamein og hefur á þeim tíma látið mikið til sín taka í umræðu og baráttu við slík veikindi á opinskáan hátt, þannig að þjóðin hefur tekið eftir, ásamt eiginkonu sinni og nú nýfæddri dóttur,“ skrifar Víðir í formála bókarinnar. Þar kemur einnig fram að Bjarki Már er einn af fjölmörgum ljósmyndurum í bókinni Íslensk knattspyrna í ár. „Bjarki er sjálfur á meðal þeirra sem eiga ljósmyndir í þessari bók en hann var í búningsklefa síns félags, HK, eftir að það tryggði sér úrvalsdeildarsæti í haust og tók þare skemmtilega mynd sem er á forsíðu kaflans um Inkasso-deild karl,“ skrifar Víðir en myndina má sjá hér fyrir neðan.ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2018 Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2018 eftir Víði Sigurðsson íþróttafréttamann en þetta er 38. bókin í þessum flokki sem hóf göngu sína árið 1981. Bókin er 272 blaðsíður, prýdd rúmlega 370 myndum, og í henni er að finna allt sem gerðist í íslenskum fótbolta á árinu 2018. Þar er umfjöllun um Íslandsmótið í öllum deildum karla og kvenna, alla landsleiki Íslands í öllum aldursflokkum og sérstaklega um þátttöku Íslands í lokakeppni HM í Rússlandi. Bikarkeppnin, Evrópuleikirnir, allt um atvinnumennina erlendis, allir yngri flokkarnir, úrslit og stöður. Mjög ítarleg tölfræði um leikmenn og lið í öllum deildum, deildaleiki og landsleiki, ásamt ferilskrá atvinnumannanna okkar. Viðtöl í bókinni eru við Heimi Hallgrímsson, Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Birki Má Sævarsson og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hörður Magnússon skrifar pistil um Pepsi-deild karla, Edda Garðarsdóttir um Pepsi-deild kvenna og Helena Ólafsdóttir um Inkasso-deild kvenna og þá segir Wentzel Steinarr Kamban fyrirliði Aftureldingar frá keppninni í 2. deild karla. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Víðir Sigurðsson kemur að venju með bókina Íslensk knattspyrna út fyrir jólin en þetta er 38. bókin í þessum bókarflokki. Fyrsta bókin kom út árið 1981. Víðir hélt útgáfuhóf fyrir bókina sína í gær og meðal gesta var Bjarki Már Sigvaldason. Víðir kallaði hann upp í hófinu en í fyrsta sinn í sögu bókarflokksins þá tileinkar Víðir einhverjum bók sína. Víðir ákvað að tileinka Bjarka bókina Íslensk knatttspyrna 2018. Eftir sex ára baráttu segja læknar að ekkert sé við ráðið og að Bjarki Már eigi nú stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki talaði um veikindin í áhrifamiklu viðtali í Ísland í dag á Stöð 2 á dögunum. Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Bjarki Már Sigvaldason mætti í útgáfuhóf Víðis í gær og fékk þá þessa sögulega bók í hendurnar en Víðir talaði þá um að þetta sé í fyrsta sinn sem hann ákveður að tileinka einhverjum bókina sína sem hann hefur nú skrifað á hverju ári í að verða fjóra áratugi.Hér fyrir neðan má sjá tileinkun Víðis í bókinni: „Þessa bók tileinka ég annars Bjarka Má Sigvaldasyni, 31 árs gömlum knattspyrnuáhugamanni sem ég hef þekkt og fylgst með nánast frá því hann fæddist. Bjarki var sjálfur einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og lykilmaður í drengjalandsliði Íslands á sínum tíma en meiðsli settu stórt strik í hans feril,“ skrifar Víðir og hélt áfram. „Undanfarin sex ár hefur hann síðan glímt við krabbamein og hefur á þeim tíma látið mikið til sín taka í umræðu og baráttu við slík veikindi á opinskáan hátt, þannig að þjóðin hefur tekið eftir, ásamt eiginkonu sinni og nú nýfæddri dóttur,“ skrifar Víðir í formála bókarinnar. Þar kemur einnig fram að Bjarki Már er einn af fjölmörgum ljósmyndurum í bókinni Íslensk knattspyrna í ár. „Bjarki er sjálfur á meðal þeirra sem eiga ljósmyndir í þessari bók en hann var í búningsklefa síns félags, HK, eftir að það tryggði sér úrvalsdeildarsæti í haust og tók þare skemmtilega mynd sem er á forsíðu kaflans um Inkasso-deild karl,“ skrifar Víðir en myndina má sjá hér fyrir neðan.ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2018 Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2018 eftir Víði Sigurðsson íþróttafréttamann en þetta er 38. bókin í þessum flokki sem hóf göngu sína árið 1981. Bókin er 272 blaðsíður, prýdd rúmlega 370 myndum, og í henni er að finna allt sem gerðist í íslenskum fótbolta á árinu 2018. Þar er umfjöllun um Íslandsmótið í öllum deildum karla og kvenna, alla landsleiki Íslands í öllum aldursflokkum og sérstaklega um þátttöku Íslands í lokakeppni HM í Rússlandi. Bikarkeppnin, Evrópuleikirnir, allt um atvinnumennina erlendis, allir yngri flokkarnir, úrslit og stöður. Mjög ítarleg tölfræði um leikmenn og lið í öllum deildum, deildaleiki og landsleiki, ásamt ferilskrá atvinnumannanna okkar. Viðtöl í bókinni eru við Heimi Hallgrímsson, Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Birki Má Sævarsson og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hörður Magnússon skrifar pistil um Pepsi-deild karla, Edda Garðarsdóttir um Pepsi-deild kvenna og Helena Ólafsdóttir um Inkasso-deild kvenna og þá segir Wentzel Steinarr Kamban fyrirliði Aftureldingar frá keppninni í 2. deild karla.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti