BHM gagnrýnir Ásmund fyrir stöðuveitingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. desember 2018 11:57 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Bandalag háskólamanna, BHM, hvetur stjórnvöld til að fara að auglýsingaskyldu þegar ráðið er í störf hjá hinu opinbera. Þó svo að ráðherra hafi heimild til að flytja fólk á milli embætta sé það ekki í takt við þá „vönduðu stjórnsýsluhætti“ sem bandalagið vill sjá í ráðningamálum stjórnvalda. Tilefni ákalls BHM eru nýlegar stöðuveitingar félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar. Skammt er síðan hann skipaði í tvö embætti innan væntanlegs nýs félagsmálaráðuneytis, auk þess að skipa í embætti forstjóra Vinnueftirlits ríkisins. BHM bendir í tilkynningu sinni á að ekkert þessara embætta hafði verið auglýst laust til umsóknar. Þess í stað hafi ráðherra nýtt sér heimild í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins - „þar sem segir að stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, geti flutt hann í annað embætti sem undir stjórnvaldið heyrir og þurfi þá ekki að auglýsa það,“ eins og það er orðað í tilkynningu BHM. „Af þessu tilefni bendir BHM á að auglýsingaskylda er meginregla við ráðningar í störf hjá ríkinu. Auglýsingaskyldan er í samræmi við þá skyldu sem hvílir almennt á stjórnvöldum að gæta jafnræðis milli borgaranna og stuðla að því að ríkið hafi ávallt á að skipa sem hæfustu starfsfólki. Enda þótt tilteknar undantekningar frá auglýsingaskyldu geti átt rétt á sér í sérstökum tilvikum telur BHM að of langt hafi verið gengið í því að lögfesta slíkar undantekningar á síðustu árum á kostnað gagnsærrar stjórnsýslu.“ Að þessu sögðu geri BHM kröfu til stjórnvalda um „vandaða stjórnsýsluhætti“ við ráðningar í störf. Þrátt fyrir að lög heimili annað þá séu það vandaðir stjórnsýsluhættir að mati bandalagsins að auglýsa þegar til stendur að „ráðstafa takmörkuðum gæðum,“ eins og BHM orðar það. „Með auglýsingu er öllum sem áhuga hafa og uppfylla skilyrði gefið tækifæri á að sækja um. Að mati bandalagsins brjóta rúmar undantekningarheimildir við auglýsingar á lausum störfum hjá hinu opinbera í bága við jafnræðisreglur stjórnsýsluréttar ásamt því að draga úr gagnsæi í stjórnsýslunni.“ Kjaramál Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Bandalag háskólamanna, BHM, hvetur stjórnvöld til að fara að auglýsingaskyldu þegar ráðið er í störf hjá hinu opinbera. Þó svo að ráðherra hafi heimild til að flytja fólk á milli embætta sé það ekki í takt við þá „vönduðu stjórnsýsluhætti“ sem bandalagið vill sjá í ráðningamálum stjórnvalda. Tilefni ákalls BHM eru nýlegar stöðuveitingar félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar. Skammt er síðan hann skipaði í tvö embætti innan væntanlegs nýs félagsmálaráðuneytis, auk þess að skipa í embætti forstjóra Vinnueftirlits ríkisins. BHM bendir í tilkynningu sinni á að ekkert þessara embætta hafði verið auglýst laust til umsóknar. Þess í stað hafi ráðherra nýtt sér heimild í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins - „þar sem segir að stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, geti flutt hann í annað embætti sem undir stjórnvaldið heyrir og þurfi þá ekki að auglýsa það,“ eins og það er orðað í tilkynningu BHM. „Af þessu tilefni bendir BHM á að auglýsingaskylda er meginregla við ráðningar í störf hjá ríkinu. Auglýsingaskyldan er í samræmi við þá skyldu sem hvílir almennt á stjórnvöldum að gæta jafnræðis milli borgaranna og stuðla að því að ríkið hafi ávallt á að skipa sem hæfustu starfsfólki. Enda þótt tilteknar undantekningar frá auglýsingaskyldu geti átt rétt á sér í sérstökum tilvikum telur BHM að of langt hafi verið gengið í því að lögfesta slíkar undantekningar á síðustu árum á kostnað gagnsærrar stjórnsýslu.“ Að þessu sögðu geri BHM kröfu til stjórnvalda um „vandaða stjórnsýsluhætti“ við ráðningar í störf. Þrátt fyrir að lög heimili annað þá séu það vandaðir stjórnsýsluhættir að mati bandalagsins að auglýsa þegar til stendur að „ráðstafa takmörkuðum gæðum,“ eins og BHM orðar það. „Með auglýsingu er öllum sem áhuga hafa og uppfylla skilyrði gefið tækifæri á að sækja um. Að mati bandalagsins brjóta rúmar undantekningarheimildir við auglýsingar á lausum störfum hjá hinu opinbera í bága við jafnræðisreglur stjórnsýsluréttar ásamt því að draga úr gagnsæi í stjórnsýslunni.“
Kjaramál Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48