Lyfjastofnun staðfesti í gær framleiðsluleyfi fyrir lyfjaverksmiðju Coripharma í Hafnarfirði og hófst lyfjaframleiðsla í verksmiðjunni í dag. Verksmiðjan er í sama húsnæði og Actavis var í áður. Starfsmenn eru 37 en langflestir þeirra eru fyrrverandi starfsmenn Actavis.
Coripharma var stofnað utan um kaup fyrrverandi starfsmanna Actavis og hóps fjárfesta á verksmiðjunni auk fasteigna við Reykjavíkurveg 76 af alþjóðlega lyfjarisanum Teva Pharmaceutical Industries í júní á þessu ári.
„Hér er búið að byggjast upp gríðarleg þekking á sviði lyfjaframleiðslu og það hefði verið mikil synd fyrir bæði Hafnarfjarðarbæ og Ísland ef hún hefði dáið drottni sínum. Það var samt ekki aðeins það að okkur rann blóðið til skyldunnar heldur var það einfaldlega virkilega gott viðskiptatækifæri að hefja þessa framleiðslu aftur,“ segir Bjarni K. Þorvarðarson forstjóri Coripharma og einn hluthafa.
Á meðal annarra hluthafa í Coripharma er vátryggingafélagið VÍS með tæplega 20 prósenta hlut, sjóðurinn tækifæri II á vegum Íslenskra verðbréfa, Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og eigandi IKEA á Íslandi auk starfsmanna Coripharma. Lyfjastofnun staðfesti framleiðsluleyfi verksmiðjunnar í gær og hófst framleiðsla í strax í dag með framleiðslu á útbreiddu sýklalyfi.
„Við réðum fyrsta starfsmanninn í maí og erum þrjátíu og sjö núna. Af þeim eru þrjátíu og fimm fyrrverandi starfsmenn Actavis. Mér finnst líklegt að við tvöföldum starfsmannafjöldann á næsta ári og tvöföldum hann aftur í lok árs 2020 ef allar okkar áætlanir ganga eftir,“ segir Bjarni.
Coripharma framleiðir eingöngu samheitalyf í verktöku fyrir aðra lyfjaframleiðendur. „Eftir því sem okkur vex ásmegin ætlum við að byrja að þróa okkar eigin samheitalyf, eins og hér var gert áður. Og þá skapast tækifæri til að framleiða lyf sem ekki hafa verið framleidd hér áður, ekki eingöngu í verktöku,“ segir Bjarni.
Lyfjaframleiðsla Coripharma í Hafnarfirði hófst í dag
Þorbjörn Þórðarson skrifar
Mest lesið

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent