Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2018 08:15 Ákveðið var að vísa Ólafi og Karli Gauta úr Flokki fólksins. Fréttablaðið/Stefán Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. Bergþór Ólason fer sömu leið. Tveir þingmenn Flokks fólksins reknir úr flokknum.Alþingi Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, eru farnir í leyfi um óákveðinn tíma og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafa verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar þess að hljóðupptaka af samtali þeirra við drykkju á barnum Klaustri rataði til fjölmiðla. Tveir þingmenn eru því eftir í þingflokki Flokks fólksins eftir vendingar gærdagsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tjáði flokksfólki sínu þá niðurstöðu í gær að Gunnar Bragi og Bergþór ætluðu sér að stíga til hliðar. Ekki er í bréfi Sigmundar tiltekið hversu lengi þeir félagar ætla að sitja í launalausu leyfi. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir Gunnar Braga og Bergþór geta líkast til átt afturkvæmt. „Ég myndi alveg halda að þeir gætu átt afturkvæmt í stjórnmál. Það skiptir hins vegar máli hvaða vinna á að fara fram á meðan þeir eru í leyfi. Ef það er bara þannig að þeir eru sendir í leyfi og ekkert gerist þá gætu þeir átt erfitt,“ segir Eva Heiða. „Mögulega mun forsætisnefnd taka málið fyrir og vega og meta hvort siðareglur hafi verið brotnar. Svo þarf að vinna með þá niðurstöðu. Ef það ferli fer af stað gætu þingmennirnir sagt að búið sé að gera upp málin og þeir ættu því afturkvæmt.“ Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eru ekki lengur í Flokki fólksins og óskað verður eftir því að þeir hætti í þingflokknum sömuleiðis. Þó eftir standi aðeins tveir einstaklingar í Flokki fólksins getur sá þingflokkur starfað sem slíkur. Hins vegar geta Ólafur og Karl Gauti ekki stofnað nýjan þingflokk og þurfa þá að sitja utan þingflokks eða fara inn í annan. Eva Heiða segir að á einhvern hátt séu Ólafur og Karl Gauti dæmdir til áhrifaleysis í þeirri stöðu sem þeir eru í núna. „Þeir náttúrulega verða ekki í neinni stöðu til að koma málum í gegn og eru búnir að missa þennan samtakamátt. Í þeirra dæmi snýst þetta fyrst og fremst um traust milli þingmanna. Ólafs og Karls Gauta annars vegar og svo hinna þingmannanna.“ Þeir kumpánar Ólafur og Karl Gauti eiga rétt á setu í þingnefnd en ekki er vitað í hvaða nefndum það verður. Líklegt þykir að nokkur kapall fari af stað í næstu viku við að raða niður í fastanefndir þingsins. Hvorki náðist í Karl Gauta Hjaltason né Ólaf Ísleifsson við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist heldur í Gunnar Braga Sveinsson eða Bergþór Ólason. Af þeim þingmönnum Miðflokksins sem voru á upptökunum sem fjallað hefur verið um síðustu daga hefur aðeins Anna Kolbrún Árnadóttir sagst velta sinni stöðu fyrir sér. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. Bergþór Ólason fer sömu leið. Tveir þingmenn Flokks fólksins reknir úr flokknum.Alþingi Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, eru farnir í leyfi um óákveðinn tíma og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafa verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar þess að hljóðupptaka af samtali þeirra við drykkju á barnum Klaustri rataði til fjölmiðla. Tveir þingmenn eru því eftir í þingflokki Flokks fólksins eftir vendingar gærdagsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tjáði flokksfólki sínu þá niðurstöðu í gær að Gunnar Bragi og Bergþór ætluðu sér að stíga til hliðar. Ekki er í bréfi Sigmundar tiltekið hversu lengi þeir félagar ætla að sitja í launalausu leyfi. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir Gunnar Braga og Bergþór geta líkast til átt afturkvæmt. „Ég myndi alveg halda að þeir gætu átt afturkvæmt í stjórnmál. Það skiptir hins vegar máli hvaða vinna á að fara fram á meðan þeir eru í leyfi. Ef það er bara þannig að þeir eru sendir í leyfi og ekkert gerist þá gætu þeir átt erfitt,“ segir Eva Heiða. „Mögulega mun forsætisnefnd taka málið fyrir og vega og meta hvort siðareglur hafi verið brotnar. Svo þarf að vinna með þá niðurstöðu. Ef það ferli fer af stað gætu þingmennirnir sagt að búið sé að gera upp málin og þeir ættu því afturkvæmt.“ Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eru ekki lengur í Flokki fólksins og óskað verður eftir því að þeir hætti í þingflokknum sömuleiðis. Þó eftir standi aðeins tveir einstaklingar í Flokki fólksins getur sá þingflokkur starfað sem slíkur. Hins vegar geta Ólafur og Karl Gauti ekki stofnað nýjan þingflokk og þurfa þá að sitja utan þingflokks eða fara inn í annan. Eva Heiða segir að á einhvern hátt séu Ólafur og Karl Gauti dæmdir til áhrifaleysis í þeirri stöðu sem þeir eru í núna. „Þeir náttúrulega verða ekki í neinni stöðu til að koma málum í gegn og eru búnir að missa þennan samtakamátt. Í þeirra dæmi snýst þetta fyrst og fremst um traust milli þingmanna. Ólafs og Karls Gauta annars vegar og svo hinna þingmannanna.“ Þeir kumpánar Ólafur og Karl Gauti eiga rétt á setu í þingnefnd en ekki er vitað í hvaða nefndum það verður. Líklegt þykir að nokkur kapall fari af stað í næstu viku við að raða niður í fastanefndir þingsins. Hvorki náðist í Karl Gauta Hjaltason né Ólaf Ísleifsson við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist heldur í Gunnar Braga Sveinsson eða Bergþór Ólason. Af þeim þingmönnum Miðflokksins sem voru á upptökunum sem fjallað hefur verið um síðustu daga hefur aðeins Anna Kolbrún Árnadóttir sagst velta sinni stöðu fyrir sér.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira