Fyrsti desember Ragnar Þór Pétursson skrifar 1. desember 2018 09:45 Síðasti fjórðungur nítjándu aldar var eitthvert hið mesta gróskutímabil í sögu Íslands. Andi sjálfræðis hafði borist til Íslands og sjálfstæðisbaráttan hafði náð fullum þunga. Íslendingar gerðu sér glögga grein fyrir því að þeir væru á ýmsan hátt illa búnir undir sjálfstæðið. Mörg verkefni, sem áður höfðu verið á könnu Dana eða hafði hreinlega ekki verið sinnt, þurfti hin verðandi þjóð nú að taka upp á sína arma. Eitt af því sem gera þurfti var að auka mjög við inntak menntunar. Í Jólasögu Dickens sýnir Andi ókominna jóla herra Skröggi tvö skítug, hvæsandi smábörn, dreng og stúlku. Drengurinn hét Fáfræði og stúlkan Skortur. Af þeim tveimur var drengurinn skeinuhættari því í gegnum hann lá leið til glötunar. Barátta samfélags fyrir sjálfu sér er barátta við fáfræði og skort. Í hefðbundinni pólitík (að ég tali ekki um verkalýðspólitík) er áherslan gjarnan á skortinn. Það getur verið hættulegt því fáfræðin getur teymt jafnvel ríkar þjóðir á glapstigu. Á fullveldishátíðinni 1918 gerði þjóðin sér fulla grein fyrir því að hún ætti mikið verk fyrir höndum ætti hún í raun að verða fullvalda. Hún var fyrst og fremst að fagna þeim ásetningi sínum að verða þjóð meðal þjóða. Á hátíðinni nú er okkur sárlega ljóst að enn er býsna langt í land. Árið 1910 skrifaði íslenskur kennari þessi orð: Börnin læra af þeim fullorðnu, og drekka að jafnaði inn í sig skoðanir þeirra, er þau fara að stálpast. Sjá nú ekki allir menn, hvílíkur voði er búinn allri réttsýni í landinu, þegar börnin venjast á þessa daufu yfirborðsskynjun? Það er blátt áfram grátlegt, þegar börnin venjast á að tala um það með köldu blóði og með miklum dómarasvip, sem þau hafa enga verulega þekkingu á. Sama er um það að segja, þegar börnin venjast á að finna að því, sem þau sjálf botna ekkert í, og það er látið óvítt. — Hvorttveggja þetta er mjög hættu- legt; það elur upp kæruleysi og sjálfbyrgingsskap hjá börn- unum; skoðanamál verður hjá þeim tilfinningamál, ofstopi kemur í stað athugunar, stóryrði í stað röksemda, heimsku- hlátrar í stað grundaðrar aðfinslu. Í greininni er kennarinn að ræða um mikilvægi þess að ræða í fullri alvöru og af djúpri virðingu við börn. Það þarf að kenna þeim að bera næga virðingu fyrir sjálfum sér til að vanda skoðanamyndun sína. Í dag er fullvalda, íslensk þjóð eitt hundrað ára. Í sögulegu samhengi er hún enn barn. Henni hefur gengið ágætlega í að berjast við skortinn. Verr hefur gengið að glíma við fáfræðina. Skoðanamál eru í miklum mæli tilfinningamál. Ofstopi og heimskuhlátrar eiga greiðari leið upp á pallborðið en röksemdir og ígrunduð aðfinnsla. Réttsýnin á erfitt uppdráttar gagnvart yfirborðsmennskunni. Það má einu gilda hve auðug íslenska þjóðin verður, hve mörg frystiskip sigla um miðin, hve margir rafmagnsbílar streyma um göturnar og hve margar leikjatölvur koma upp úr jólapökkunum, ef við vanrækjum baráttuna við fáfræðina verður sigurinn á skortinum innantómur. Hin hundrað ára saga fullvalda Íslands er saga stærsta gæfuspors þjóðarinnar. Eitt fátækasta land heims varð eitt það ríkasta. Ef við einsetjum okkur nú að taka fáfræðina sömu tökum og styðjum mynduglega við uppeldi og menntun, leggjum rækt við hið ört stækkandi þekkingarþjóðfélag og segjum yfirborðskenndri, tilfinningaknúinni skoðanamyndun stríð á hendur getum við leyst úr læðingi áður óþekkta hagsæld. Það er ástæða til að fagna innilega fyrsta desember. Það er viðeigandi að sá fögnuður fari fram í skugga. Tilgangur þessarar merkustu hátíðar íslenskrar þjóðar er að við séum meðvituð um skuggana og tökum okkur saman um það hvert við ætlum að beina ljósinu næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skoðun Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasti fjórðungur nítjándu aldar var eitthvert hið mesta gróskutímabil í sögu Íslands. Andi sjálfræðis hafði borist til Íslands og sjálfstæðisbaráttan hafði náð fullum þunga. Íslendingar gerðu sér glögga grein fyrir því að þeir væru á ýmsan hátt illa búnir undir sjálfstæðið. Mörg verkefni, sem áður höfðu verið á könnu Dana eða hafði hreinlega ekki verið sinnt, þurfti hin verðandi þjóð nú að taka upp á sína arma. Eitt af því sem gera þurfti var að auka mjög við inntak menntunar. Í Jólasögu Dickens sýnir Andi ókominna jóla herra Skröggi tvö skítug, hvæsandi smábörn, dreng og stúlku. Drengurinn hét Fáfræði og stúlkan Skortur. Af þeim tveimur var drengurinn skeinuhættari því í gegnum hann lá leið til glötunar. Barátta samfélags fyrir sjálfu sér er barátta við fáfræði og skort. Í hefðbundinni pólitík (að ég tali ekki um verkalýðspólitík) er áherslan gjarnan á skortinn. Það getur verið hættulegt því fáfræðin getur teymt jafnvel ríkar þjóðir á glapstigu. Á fullveldishátíðinni 1918 gerði þjóðin sér fulla grein fyrir því að hún ætti mikið verk fyrir höndum ætti hún í raun að verða fullvalda. Hún var fyrst og fremst að fagna þeim ásetningi sínum að verða þjóð meðal þjóða. Á hátíðinni nú er okkur sárlega ljóst að enn er býsna langt í land. Árið 1910 skrifaði íslenskur kennari þessi orð: Börnin læra af þeim fullorðnu, og drekka að jafnaði inn í sig skoðanir þeirra, er þau fara að stálpast. Sjá nú ekki allir menn, hvílíkur voði er búinn allri réttsýni í landinu, þegar börnin venjast á þessa daufu yfirborðsskynjun? Það er blátt áfram grátlegt, þegar börnin venjast á að tala um það með köldu blóði og með miklum dómarasvip, sem þau hafa enga verulega þekkingu á. Sama er um það að segja, þegar börnin venjast á að finna að því, sem þau sjálf botna ekkert í, og það er látið óvítt. — Hvorttveggja þetta er mjög hættu- legt; það elur upp kæruleysi og sjálfbyrgingsskap hjá börn- unum; skoðanamál verður hjá þeim tilfinningamál, ofstopi kemur í stað athugunar, stóryrði í stað röksemda, heimsku- hlátrar í stað grundaðrar aðfinslu. Í greininni er kennarinn að ræða um mikilvægi þess að ræða í fullri alvöru og af djúpri virðingu við börn. Það þarf að kenna þeim að bera næga virðingu fyrir sjálfum sér til að vanda skoðanamyndun sína. Í dag er fullvalda, íslensk þjóð eitt hundrað ára. Í sögulegu samhengi er hún enn barn. Henni hefur gengið ágætlega í að berjast við skortinn. Verr hefur gengið að glíma við fáfræðina. Skoðanamál eru í miklum mæli tilfinningamál. Ofstopi og heimskuhlátrar eiga greiðari leið upp á pallborðið en röksemdir og ígrunduð aðfinnsla. Réttsýnin á erfitt uppdráttar gagnvart yfirborðsmennskunni. Það má einu gilda hve auðug íslenska þjóðin verður, hve mörg frystiskip sigla um miðin, hve margir rafmagnsbílar streyma um göturnar og hve margar leikjatölvur koma upp úr jólapökkunum, ef við vanrækjum baráttuna við fáfræðina verður sigurinn á skortinum innantómur. Hin hundrað ára saga fullvalda Íslands er saga stærsta gæfuspors þjóðarinnar. Eitt fátækasta land heims varð eitt það ríkasta. Ef við einsetjum okkur nú að taka fáfræðina sömu tökum og styðjum mynduglega við uppeldi og menntun, leggjum rækt við hið ört stækkandi þekkingarþjóðfélag og segjum yfirborðskenndri, tilfinningaknúinni skoðanamyndun stríð á hendur getum við leyst úr læðingi áður óþekkta hagsæld. Það er ástæða til að fagna innilega fyrsta desember. Það er viðeigandi að sá fögnuður fari fram í skugga. Tilgangur þessarar merkustu hátíðar íslenskrar þjóðar er að við séum meðvituð um skuggana og tökum okkur saman um það hvert við ætlum að beina ljósinu næst.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun