Skattablæti Samfylkingarinnar Einar Freyr Bergsson skrifar 1. desember 2018 11:39 Í Hafnarfirði er gott að búa, þótt það hafi ekki alltaf verið svo. Þá vísa ég til þess að Samfylkingin fór með stjórn bæjarins, ein eða í samstarfi við vinstri græn, allt frá árinu 2002. Stjórn þessar flokka tókst ekki betur en svo að frá árinu 2012 var bærinn okkar undir sérstöku eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaganna, en það tók okkur fimm ár að komast úr þeirri stöðu sem fyrri meirihluti kom bænum í. Ég held að mikilvægt sé að gleyma þessu ekki. Ég er því ánægður með að sitjandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra ætlar að halda álagningarprósentu útsvars bæjarins óbreyttri þótt mér sem frjálshyggjumanni hefði þótt betra að sjá hana lækka. Vonandi gerist það á komandi árum undir stjórn núverandi meirihluta. Stefán Már Gunnlaugsson hélt jómfrúrræðu sína á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn miðvikudag og óska ég honum til hamingju með það þann áfanga. Ég er honum hins vegar algerlega ósammála um mikilvægi þess að hækka álagsprósentuna og að án slíkrar hækkunar muni misskipting samfélagsins aukast. Flokksbróðir hans, Friðþjófur Helgi Karlsson, tók undir með honum og sagði að mikilvægt væri að koma til móts við þá sem minna mega sín í samfélaginu. Ég get verið sammála honum um að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum, en þó ekki jöfnuði. Þeir tala báðir um að með því að hækka útsvar upp í hæstu mögulegu prósentu myndu þeir ná aukalega 200 krónum af meðallaunamanni á mánuði. Út af fyrir sig eru 200 krónur ekki mikill peningur og nægir eflaust ekki fyrir kaffibolla, en margt smátt gerir eitt stórt. Í ljósi þess að Hafnarfjörður stendur sig vel fjárhagslega er engin raunveruleg ástæða til þess að hækka útsvar. En helsta áhugamál Samfylkingarinnar virðist vera að hækka skatta og aðrar álögur sem mest, ólíkt því sem núverandi meirihluti gerir. Skattar á einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki hér í bænum eru nú þegar of háir og ber okkur að lækka þá eins og kostur er. Væri ekki frekar áhugaverðara að einkavæða grunn og leikskóla bæjarins, en það gæti skapað fjölbreyttara og betra skólakerfi og um leið minnkað útgjöld bæjarfélagsins. Finnst mér því þessi ummæli Stefáns og Friðþjófs undarleg, talandi um að hjálpa fólki sem illa er statt fjárhagslega með því að kreista úr því jafnvel þann pening sem kæmi sér vel í lok mánaðar. Höfundur er ungur Sjálfstæðismaður í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í Hafnarfirði er gott að búa, þótt það hafi ekki alltaf verið svo. Þá vísa ég til þess að Samfylkingin fór með stjórn bæjarins, ein eða í samstarfi við vinstri græn, allt frá árinu 2002. Stjórn þessar flokka tókst ekki betur en svo að frá árinu 2012 var bærinn okkar undir sérstöku eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaganna, en það tók okkur fimm ár að komast úr þeirri stöðu sem fyrri meirihluti kom bænum í. Ég held að mikilvægt sé að gleyma þessu ekki. Ég er því ánægður með að sitjandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra ætlar að halda álagningarprósentu útsvars bæjarins óbreyttri þótt mér sem frjálshyggjumanni hefði þótt betra að sjá hana lækka. Vonandi gerist það á komandi árum undir stjórn núverandi meirihluta. Stefán Már Gunnlaugsson hélt jómfrúrræðu sína á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn miðvikudag og óska ég honum til hamingju með það þann áfanga. Ég er honum hins vegar algerlega ósammála um mikilvægi þess að hækka álagsprósentuna og að án slíkrar hækkunar muni misskipting samfélagsins aukast. Flokksbróðir hans, Friðþjófur Helgi Karlsson, tók undir með honum og sagði að mikilvægt væri að koma til móts við þá sem minna mega sín í samfélaginu. Ég get verið sammála honum um að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum, en þó ekki jöfnuði. Þeir tala báðir um að með því að hækka útsvar upp í hæstu mögulegu prósentu myndu þeir ná aukalega 200 krónum af meðallaunamanni á mánuði. Út af fyrir sig eru 200 krónur ekki mikill peningur og nægir eflaust ekki fyrir kaffibolla, en margt smátt gerir eitt stórt. Í ljósi þess að Hafnarfjörður stendur sig vel fjárhagslega er engin raunveruleg ástæða til þess að hækka útsvar. En helsta áhugamál Samfylkingarinnar virðist vera að hækka skatta og aðrar álögur sem mest, ólíkt því sem núverandi meirihluti gerir. Skattar á einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki hér í bænum eru nú þegar of háir og ber okkur að lækka þá eins og kostur er. Væri ekki frekar áhugaverðara að einkavæða grunn og leikskóla bæjarins, en það gæti skapað fjölbreyttara og betra skólakerfi og um leið minnkað útgjöld bæjarfélagsins. Finnst mér því þessi ummæli Stefáns og Friðþjófs undarleg, talandi um að hjálpa fólki sem illa er statt fjárhagslega með því að kreista úr því jafnvel þann pening sem kæmi sér vel í lok mánaðar. Höfundur er ungur Sjálfstæðismaður í Hafnarfirði
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar