Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2018 10:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði að sum ummæli þingmannanna sex, sem náðust á upptöku á barnum Klaustri á síðustu viku, hafi ekki komið sér á óvart. Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru gestir þjóðmálaþáttarins Sprengisands á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þau eins árs afmæli ríkisstjórnarinnar og Klaustursmálið, sem skekið hefur fjölmiðla frá því að upptökur á samtali sex þingmanna úr Miðflokki og Flokki fólksins voru birtar á miðvikudag.Aldrei upplifað aðra eins kvenfyrirlitningu Sigurður Ingi sagði málið blauta tusku í andlit Alþingis og samfélagsins, sérstaklega í ljósi þess að gengið hafi vel að uppræta slík viðhorf á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar. Hann sagðist á sama máli og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Páll Magnússon, og lagði áherslu á að ábyrgðin á ummælunum sem féllu á Klaustri lægi hjá þeim sem áttu í hlut. „Ég er á sama stað og Páll að þrátt fyrir að vissulega þurfi þingið og við öll að takast á við þetta þá bera þeir sem þarna voru alla ábyrgð á þessari umræðu,“ sagði Sigurður Ingi. Fjórir þingmannanna á Klaustri eru úr Miðflokknum, sem klofnaði upp úr flokki Sigurðar Inga, Framsóknarflokknum. Því var um að ræða fólk sem ráðherrann hefur starfað náið með, líkt og í tilfelli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar. Sigurður var því inntur eftir því hvort Klaustursupptökurnar hafi varpað ljósi á þeirra innri mann. „Ég veit ekki hvað ég á að fara langt út í það, Kristján, en sumt kom mér ekki á óvart. En hversu orðræðan var ljót, verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei upplifað að menn geti setið saman í þrjá klukkutíma og verið kerfisbundið að fara með þessa mannfyrirlitningu, kvenfyrirlitningu, sem þarna fór fram. Ég ætla bara að segja það.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/vilhelmLágkúran á ábyrgð þingmannanna sex Þorgerður Katrín mótmælti því að ríkisstjórnin hafi náð verulegum árangri í jafnréttismálum. „Það er kannski dæmi um það að samráðsleysi, eða samráð ríkisstjórnarinnar er á hennar forsendum. En ekki á forsendum þingsins.“ Hún tók þó undir orð Sigurðar Inga að þingmennirnir á Klaustri bæru ábyrgð á orðum sínum, en áréttaði að þingið þyrfti einnig að bregðast við. Mikilvægt sé að konur fái að búa við örugga vinnustaðamenningu, og það hafi konur á Alþingi ekki endilega búið við. „Ég get alveg tekið undir það að þeirra er ábyrgðin. Þessi lágkúra sem birtist okkur á klausturbarnum er algjörlega á þeirra ábyrgð,“ sagði Þorgerður Katrín. „Er ekki ástæða fyrir þingið að skoða hvort alþingiskonur séu líka varðar með jafnréttislögum, eins og aðrar konur í samfélaginu eiga að vera?“ Þá vildi Þorgerður Katrín að siðanefnd Alþingis kæmi saman og undir það tók Sigurður Ingi. Hann ítrekaði að sér fyndist líklegt að forsætisnefndin vísi málinu til siðanefndar og sagði það óhjákvæmilegt að upptökurnar hafi afleiðingar en ekki væri hægt að segja til um það hver lendingin yrði. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22 „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði að sum ummæli þingmannanna sex, sem náðust á upptöku á barnum Klaustri á síðustu viku, hafi ekki komið sér á óvart. Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru gestir þjóðmálaþáttarins Sprengisands á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þau eins árs afmæli ríkisstjórnarinnar og Klaustursmálið, sem skekið hefur fjölmiðla frá því að upptökur á samtali sex þingmanna úr Miðflokki og Flokki fólksins voru birtar á miðvikudag.Aldrei upplifað aðra eins kvenfyrirlitningu Sigurður Ingi sagði málið blauta tusku í andlit Alþingis og samfélagsins, sérstaklega í ljósi þess að gengið hafi vel að uppræta slík viðhorf á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar. Hann sagðist á sama máli og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Páll Magnússon, og lagði áherslu á að ábyrgðin á ummælunum sem féllu á Klaustri lægi hjá þeim sem áttu í hlut. „Ég er á sama stað og Páll að þrátt fyrir að vissulega þurfi þingið og við öll að takast á við þetta þá bera þeir sem þarna voru alla ábyrgð á þessari umræðu,“ sagði Sigurður Ingi. Fjórir þingmannanna á Klaustri eru úr Miðflokknum, sem klofnaði upp úr flokki Sigurðar Inga, Framsóknarflokknum. Því var um að ræða fólk sem ráðherrann hefur starfað náið með, líkt og í tilfelli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar. Sigurður var því inntur eftir því hvort Klaustursupptökurnar hafi varpað ljósi á þeirra innri mann. „Ég veit ekki hvað ég á að fara langt út í það, Kristján, en sumt kom mér ekki á óvart. En hversu orðræðan var ljót, verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei upplifað að menn geti setið saman í þrjá klukkutíma og verið kerfisbundið að fara með þessa mannfyrirlitningu, kvenfyrirlitningu, sem þarna fór fram. Ég ætla bara að segja það.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/vilhelmLágkúran á ábyrgð þingmannanna sex Þorgerður Katrín mótmælti því að ríkisstjórnin hafi náð verulegum árangri í jafnréttismálum. „Það er kannski dæmi um það að samráðsleysi, eða samráð ríkisstjórnarinnar er á hennar forsendum. En ekki á forsendum þingsins.“ Hún tók þó undir orð Sigurðar Inga að þingmennirnir á Klaustri bæru ábyrgð á orðum sínum, en áréttaði að þingið þyrfti einnig að bregðast við. Mikilvægt sé að konur fái að búa við örugga vinnustaðamenningu, og það hafi konur á Alþingi ekki endilega búið við. „Ég get alveg tekið undir það að þeirra er ábyrgðin. Þessi lágkúra sem birtist okkur á klausturbarnum er algjörlega á þeirra ábyrgð,“ sagði Þorgerður Katrín. „Er ekki ástæða fyrir þingið að skoða hvort alþingiskonur séu líka varðar með jafnréttislögum, eins og aðrar konur í samfélaginu eiga að vera?“ Þá vildi Þorgerður Katrín að siðanefnd Alþingis kæmi saman og undir það tók Sigurður Ingi. Hann ítrekaði að sér fyndist líklegt að forsætisnefndin vísi málinu til siðanefndar og sagði það óhjákvæmilegt að upptökurnar hafi afleiðingar en ekki væri hægt að segja til um það hver lendingin yrði.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22 „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22
„Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50
„Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11