„Aldrei hef ég orðið vitni að annarri eins umræðu og birtist okkur hjá sexmenningunum í Miðflokknum og Flokki fólksins um daginn. Það sem mér fannst sínu verra er hvernig þeir hinir sömu stunda nú yfirklór sitt.“
Gunnar beinir kastljósinu að orðræðu Sigmundar og þykir honum ekki mikið til hennar koma.
„Jú það er hroki af öðrum að gagnrýna þá þar sem aðrir eru jafnvel miklu verri segir Sigmundur Davíð. Hverjir eru það spyr þá hver heilvita maður, geri ég ráð fyrir.“
Gunnar segir að það sé eins og Sigmundur sé á sérsamningi hjá fréttamönnum og dagskrárgerðarmönnum á Bylgjunni og Stöð 2.
„Hann er þannig að þeir muni ekki ganga of nærri honum með spurningar sem gætu komið honum í vandræði.“
Gunnar segist skilja skilaboð Sigmundar á þá leið að nú liggi allir aðrir núverandi og fyrrverandi þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúa undir grun.
Að fullu þátttakandi í soranum
„Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að og segir mér bara eitt, þessir einstaklingar geta ekki setið á Alþingi eftir það sem þeir hafa orðið uppvísir að bæði í orðræðunni sjálfir á barnum og yfirklórinu á eftir.“Gunnar segir þá einnig að þótt viðkomandi taki ekki beinan þátt í umræðunum en sitji samt sem fastast án þess að mótmæla sé hann „að fullu þátttakandi í soranum“
„Mér finnst virðing Alþingis vera í húfi og ekki var mikið eftir af henni ef marka má skoðanakannanir,“ segir Gunnar.