Að líta í eigin barm Guðmundur Steingrímsson skrifar 3. desember 2018 07:30 Ég held ég hafi verið átta ára þegar ég byrjaði að hlera stjórnmálamenn. Ég ólst upp á stjórnmálaheimili. Sífellt kom stjórnmálafólk í heimsókn. Heilu stjórnarmyndunarviðræðurnar áttu sér stað heima. Stundum kom fólk í veislur eða til að skrafa óformlega yfir einhverju glundri í glasi. Þá var talað hátt og hlegið hátt, langt fram á nótt. Hvellar hláturrokurnar í bland við tóbaksreyk gestanna eru hughrif sem líða mér seint úr minni. Ég átti mér hlerunarstað í stiganum milli hæðanna, þar sem fæstir gáfu litlum dreng í náttfötunum gaum. Þar gat ég hlustað á allt sem fram fór, á báðum hæðum. Þar heyrði ég bæði glaðhlakkalegar og oft glannalegar yfirlýsingarnar innan úr stofu þegar svo bar undir, en líka greindi ég orðaskil í varfærnislegri samtölum sem áttu sér stað inni á kontor. Stundum var fólk ekki sammála. Stundum var greinilegt að einhver var ósáttur við einhvern. Straumar og stefnur rákust á. Persónur glímdu. Hugsjónir voru ósamrýmanlegar. Það var ýmislegt látið flakka. Alls konar stór orð heyrði ég hrynja af vörum valdamanna, stundum þvoglumæltum. Alls konar grín heyrði ég. Alls konar yfirlýsingar þutu um húsakynnin. Alls konar óvarleg orð. Alls konar misgáfulegt geðshræringartal í hita augnabliksins fékk ég að heyra. Alls konar brigslyrði. Alls konar bull og vitleysu. Ég man hins vegar ekki eftir því að ég hafi nokkurn tímann, í öll þessi ár, heyrt einhvern tala um konu sem kuntu.Pólitík og tíkur Svo fetaði ég mig sjálfur inn í stjórnmálin. Ég var starfsmaður framboða, í ráðgjafahlutverki ýmiss konar og síðar þingmaður. Í stjórnmálum kynnist maður alls konar fólki og lendir í hinum fjölbreytilegustu kringumstæðum. Yfirleitt var fólk að vinna vinnuna sína, eftir bestu getu og sannfæringu. Edrú. Stundum var þó dottið í það. Það kom fyrir að ég og aðrir fórum heldur óvarlega í eitrið. Gleðskapur stóð fram eftir nóttu. Yfirleitt var bara gaman. Ýmislegt gat þó gengið á, misgáfulegt. Alls konar yfirlýsingar fengu að fljúga. Það er eins og gengur og gerist held ég, í lífinu öllu og á flestum vinnustöðum. Fólk slettir úr klaufunum. Partíhald getur tekið á sig hinar heimskulegustu myndir. Fólk er ekki alltaf besta útgáfan af sjálfu sér, sérstaklega þegar áfengið er annars vegar. Ég hef átt mína bömmera. Ég man hins vegar ekki eftir því að ég hafi nokkurn tímann, í öll þessi ár, heyrt eða tekið þátt í tali samþingmanna minna, hvað þá nokkurra klukkustunda tali, um konur sem kuntur og tíkur. Einstakt ógeð Ekki heldur hef ég heyrt mögnuðum, fötluðum mannréttindabaráttukonum líkt við sel út af líkama sínum. Engan hef ég heyrt spúa eins miklum ofbeldisfullum viðbjóði yfir annað fólk og þingmennirnir sex gerðu tímunum saman á Klausturbarnum. Ég hef, í stuttu máli, aldrei heyrt annað eins. Þetta samtal sem þarna fór fram er einstakt. Mér finnst mikilvægt að þetta sé haft í huga og viðurkennt. Í viðbrögðum sínum við þessari afhjúpun á eðli sínu hafa sumir þátttakendur samtalsins reynt að bregða fyrir sig Jesú Kristi. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum, er sagt. Fullyrt er að viðbrögð fólks, einkum karla, séu hræsnisfull. Þeir hafi flestir ef ekki allir talað svona sjálfir. Við karlar, segja þessir menn, eigum að líta í eigin barm. Donald Trump reyndi þetta líka þegar tal hans um að grípa í píkur kvenna var afhjúpað. Hva, sagði Trump, svona tölum við í búningsklefanum. Nei, hugsaði þá meginþorri karla. Það er ekki satt. Förum yfir sviðið Ég ætla ekki að setja sjálfan mig á háan hest. Aðrir verða að dæma. Ég treysti mér hins vegar mjög vel til þess að setja nánast alla karlmenn sem ég þekki á háan hest hvað varðar tal á börum, í búningsklefum eða víðar. Ég á engan vin sem talar svona viðurstyggilega um konur og annað fólk. Mín tilfinning er sú að 95% karlmanna geri það ekki. Skoðum þá karla sem eru í helstu áhrifastöðum í samfélaginu: Guðni forseti, Magnús Geir útvarpsstjóri, Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans, Dagur borgarstjóri. Hvert sem litið er, til listageirans, til íþrótta, til viðskiptalífsins, til stjórnmálanna. Alls staðar er fullt af körlum sem myndu frekar láta höggva af sér útlim heldur en að tala svona. Í þeirra huga er svona tal óhugsandi. Jú, breysk erum við öll. Öllum getur orðið á. En hvenær hættir hún að virka þessi yfirlýsing í kjölfar þess að maður gerir upp á bak, að aðrir eigi að líta í eigin barm? Auðvitað flýgur sá skítur ekki núna, að aðrir séu hræsnarar. Þið verðið bara að segja af ykkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held ég hafi verið átta ára þegar ég byrjaði að hlera stjórnmálamenn. Ég ólst upp á stjórnmálaheimili. Sífellt kom stjórnmálafólk í heimsókn. Heilu stjórnarmyndunarviðræðurnar áttu sér stað heima. Stundum kom fólk í veislur eða til að skrafa óformlega yfir einhverju glundri í glasi. Þá var talað hátt og hlegið hátt, langt fram á nótt. Hvellar hláturrokurnar í bland við tóbaksreyk gestanna eru hughrif sem líða mér seint úr minni. Ég átti mér hlerunarstað í stiganum milli hæðanna, þar sem fæstir gáfu litlum dreng í náttfötunum gaum. Þar gat ég hlustað á allt sem fram fór, á báðum hæðum. Þar heyrði ég bæði glaðhlakkalegar og oft glannalegar yfirlýsingarnar innan úr stofu þegar svo bar undir, en líka greindi ég orðaskil í varfærnislegri samtölum sem áttu sér stað inni á kontor. Stundum var fólk ekki sammála. Stundum var greinilegt að einhver var ósáttur við einhvern. Straumar og stefnur rákust á. Persónur glímdu. Hugsjónir voru ósamrýmanlegar. Það var ýmislegt látið flakka. Alls konar stór orð heyrði ég hrynja af vörum valdamanna, stundum þvoglumæltum. Alls konar grín heyrði ég. Alls konar yfirlýsingar þutu um húsakynnin. Alls konar óvarleg orð. Alls konar misgáfulegt geðshræringartal í hita augnabliksins fékk ég að heyra. Alls konar brigslyrði. Alls konar bull og vitleysu. Ég man hins vegar ekki eftir því að ég hafi nokkurn tímann, í öll þessi ár, heyrt einhvern tala um konu sem kuntu.Pólitík og tíkur Svo fetaði ég mig sjálfur inn í stjórnmálin. Ég var starfsmaður framboða, í ráðgjafahlutverki ýmiss konar og síðar þingmaður. Í stjórnmálum kynnist maður alls konar fólki og lendir í hinum fjölbreytilegustu kringumstæðum. Yfirleitt var fólk að vinna vinnuna sína, eftir bestu getu og sannfæringu. Edrú. Stundum var þó dottið í það. Það kom fyrir að ég og aðrir fórum heldur óvarlega í eitrið. Gleðskapur stóð fram eftir nóttu. Yfirleitt var bara gaman. Ýmislegt gat þó gengið á, misgáfulegt. Alls konar yfirlýsingar fengu að fljúga. Það er eins og gengur og gerist held ég, í lífinu öllu og á flestum vinnustöðum. Fólk slettir úr klaufunum. Partíhald getur tekið á sig hinar heimskulegustu myndir. Fólk er ekki alltaf besta útgáfan af sjálfu sér, sérstaklega þegar áfengið er annars vegar. Ég hef átt mína bömmera. Ég man hins vegar ekki eftir því að ég hafi nokkurn tímann, í öll þessi ár, heyrt eða tekið þátt í tali samþingmanna minna, hvað þá nokkurra klukkustunda tali, um konur sem kuntur og tíkur. Einstakt ógeð Ekki heldur hef ég heyrt mögnuðum, fötluðum mannréttindabaráttukonum líkt við sel út af líkama sínum. Engan hef ég heyrt spúa eins miklum ofbeldisfullum viðbjóði yfir annað fólk og þingmennirnir sex gerðu tímunum saman á Klausturbarnum. Ég hef, í stuttu máli, aldrei heyrt annað eins. Þetta samtal sem þarna fór fram er einstakt. Mér finnst mikilvægt að þetta sé haft í huga og viðurkennt. Í viðbrögðum sínum við þessari afhjúpun á eðli sínu hafa sumir þátttakendur samtalsins reynt að bregða fyrir sig Jesú Kristi. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum, er sagt. Fullyrt er að viðbrögð fólks, einkum karla, séu hræsnisfull. Þeir hafi flestir ef ekki allir talað svona sjálfir. Við karlar, segja þessir menn, eigum að líta í eigin barm. Donald Trump reyndi þetta líka þegar tal hans um að grípa í píkur kvenna var afhjúpað. Hva, sagði Trump, svona tölum við í búningsklefanum. Nei, hugsaði þá meginþorri karla. Það er ekki satt. Förum yfir sviðið Ég ætla ekki að setja sjálfan mig á háan hest. Aðrir verða að dæma. Ég treysti mér hins vegar mjög vel til þess að setja nánast alla karlmenn sem ég þekki á háan hest hvað varðar tal á börum, í búningsklefum eða víðar. Ég á engan vin sem talar svona viðurstyggilega um konur og annað fólk. Mín tilfinning er sú að 95% karlmanna geri það ekki. Skoðum þá karla sem eru í helstu áhrifastöðum í samfélaginu: Guðni forseti, Magnús Geir útvarpsstjóri, Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans, Dagur borgarstjóri. Hvert sem litið er, til listageirans, til íþrótta, til viðskiptalífsins, til stjórnmálanna. Alls staðar er fullt af körlum sem myndu frekar láta höggva af sér útlim heldur en að tala svona. Í þeirra huga er svona tal óhugsandi. Jú, breysk erum við öll. Öllum getur orðið á. En hvenær hættir hún að virka þessi yfirlýsing í kjölfar þess að maður gerir upp á bak, að aðrir eigi að líta í eigin barm? Auðvitað flýgur sá skítur ekki núna, að aðrir séu hræsnarar. Þið verðið bara að segja af ykkur.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun