„Óráðshjal“ miðflokksmanna til siðanefndar Alþingis Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 15:47 Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, las upp yfirlýsingu og bréf um leyfi þingmanna við upphaf þingfundar í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis bað þjóðina alla afsökunar vegna þess sem hann kallaði „óráðshjall“ nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem mikið hefur verið fjallað um við upphaf þingfundar í dag. Sagði hann mál þeirra verði skoðað sem mögulegt siðabrotamál. Niðrandi ummæli um konur, fatlaða og hinsegin fólk var á meðal þess sem haft var eftir sex þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins á öldurhúsinu Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Upptökur náðust af samtali þingmannanna og hafa fjölmiðlar birt fréttir upp úr þeim frá því í síðustu viku. Þegar þingfundur hófst á Alþingi í morgun las Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, upp yfirlýsingu sem hann sagði hafa verið samda í samráði við formenn allra þingflokka. Mál þingmannanna hafi verið sett í farveg af hálfu forsætisnefndar þingsins. Hafin verði skoðun á því sem mögulegt siðabrotamál. Þá verði leitað álits ráðgefandi siðanefndar. Þá las þingforseti upp bréf frá Gunnari Braga Sveinssyni og Bergþóri Ólasyni, þingmönnum Miðflokksins, þar sem þeir tilkynntu um að þeir tækju sér ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Þeir virðast hafa sig mest frammi í óviðeigandi ummælum um aðra þingmenn og fleira fólk. Einnig las þingforseti upp bréf Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar um að þeir hyggist starfa sem óháðir þingmenn. Þeir voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins vegna viðveru sinnar á samkomunni á Klaustri.Vonar að þingið verði ótruflað af „ólánsatburði“ Í yfirlýsingu sinni sagði Steingrímur að orð þingmannanna hafi vakið útbreidda og eðlilega hneykslun. Orðbragð þeirra og hvernig þeir töluðu um konur, fatlað og hinsegin fólk sé óverjandi, óafsakanlegt og úr takti við nútímaleg viðhorf. „Það er löngu tímabært og lýðræðisskipulaginu lífsnauðsynlegt í nútímanum að útrýma öllu ómenningartali af þessu tagi úr stjórnmálum og þar verðum við öll að leggja okkar af mörkum,“ sagði þingforseti. Þó að Alþingi bæri ekki ábyrgð á „óráðshjali“ þingmannanna heldur þeir sjálfir sagðist Steingrímur líta svo á að trúverðugleiki þingsins lægi við því að tekið yrði á málinu í samræmi við alvarleika þess. Hét Steingrímur því að það yrði gert. „Forseti vill einnig og þegar á þessari stundu biðja aðra þingmenn en þá sem hlut áttu að máli og sérstaklega þá og aðra einstaklinga sem nafngreindir voru sem og aðstandendur þeirra, ég vil biðja starfsfólk okkar, konur fatlaða, hinsegin fólk og þjóðina alla afsökunar,“ sagði Steingrímur. Óskaði þingforseti þess að þingið gæti að öðru leyti sinnt störfum sínum og rækt skyldur sínar sem mest ótruflað af „þessum ólánsatburði“. „Lífið heldur áfram og það gera störf Alþingis Íslendinga einnig. Forseti fer fram á að við hlífum okkur sjálfum og þjóðinni við umræðum um þetta að öðru leyti hér í þingsal að svo stöddu,“ sagði hann. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Forseti Alþingis bað þjóðina alla afsökunar vegna þess sem hann kallaði „óráðshjall“ nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem mikið hefur verið fjallað um við upphaf þingfundar í dag. Sagði hann mál þeirra verði skoðað sem mögulegt siðabrotamál. Niðrandi ummæli um konur, fatlaða og hinsegin fólk var á meðal þess sem haft var eftir sex þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins á öldurhúsinu Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Upptökur náðust af samtali þingmannanna og hafa fjölmiðlar birt fréttir upp úr þeim frá því í síðustu viku. Þegar þingfundur hófst á Alþingi í morgun las Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, upp yfirlýsingu sem hann sagði hafa verið samda í samráði við formenn allra þingflokka. Mál þingmannanna hafi verið sett í farveg af hálfu forsætisnefndar þingsins. Hafin verði skoðun á því sem mögulegt siðabrotamál. Þá verði leitað álits ráðgefandi siðanefndar. Þá las þingforseti upp bréf frá Gunnari Braga Sveinssyni og Bergþóri Ólasyni, þingmönnum Miðflokksins, þar sem þeir tilkynntu um að þeir tækju sér ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Þeir virðast hafa sig mest frammi í óviðeigandi ummælum um aðra þingmenn og fleira fólk. Einnig las þingforseti upp bréf Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar um að þeir hyggist starfa sem óháðir þingmenn. Þeir voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins vegna viðveru sinnar á samkomunni á Klaustri.Vonar að þingið verði ótruflað af „ólánsatburði“ Í yfirlýsingu sinni sagði Steingrímur að orð þingmannanna hafi vakið útbreidda og eðlilega hneykslun. Orðbragð þeirra og hvernig þeir töluðu um konur, fatlað og hinsegin fólk sé óverjandi, óafsakanlegt og úr takti við nútímaleg viðhorf. „Það er löngu tímabært og lýðræðisskipulaginu lífsnauðsynlegt í nútímanum að útrýma öllu ómenningartali af þessu tagi úr stjórnmálum og þar verðum við öll að leggja okkar af mörkum,“ sagði þingforseti. Þó að Alþingi bæri ekki ábyrgð á „óráðshjali“ þingmannanna heldur þeir sjálfir sagðist Steingrímur líta svo á að trúverðugleiki þingsins lægi við því að tekið yrði á málinu í samræmi við alvarleika þess. Hét Steingrímur því að það yrði gert. „Forseti vill einnig og þegar á þessari stundu biðja aðra þingmenn en þá sem hlut áttu að máli og sérstaklega þá og aðra einstaklinga sem nafngreindir voru sem og aðstandendur þeirra, ég vil biðja starfsfólk okkar, konur fatlaða, hinsegin fólk og þjóðina alla afsökunar,“ sagði Steingrímur. Óskaði þingforseti þess að þingið gæti að öðru leyti sinnt störfum sínum og rækt skyldur sínar sem mest ótruflað af „þessum ólánsatburði“. „Lífið heldur áfram og það gera störf Alþingis Íslendinga einnig. Forseti fer fram á að við hlífum okkur sjálfum og þjóðinni við umræðum um þetta að öðru leyti hér í þingsal að svo stöddu,“ sagði hann.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira