Fordæmalaus svallveisla Ingvar Gíslason skrifar 6. desember 2018 07:00 Að undanförnu hefur fátt vakið meiri athygli og umtal en fréttir af svallveislu nokkurra alþingismanna. Viðbrögðin hafa verið á einn veg. Fólk er hneykslað og undrandi í senn, og blöskrar ekki síst orðfæri þeirra sem sátu þetta samkvæmi, og slær út allt það sem eitt sinn var kallað sjóbúðartal. Hins vegar brá mér verulega þegar einn og annar gaf í skyn að þessi óheflaði munnsöfnuður kynni að vera einhvers konar spegilmynd af grófum talsmáta alþingismanna fyrr og síðar, þegar þannig stæði á. Þeirri tilhæfulausu ásökun á alþingismenn og Alþingi mótmæli ég harðlega. Alþingismenn fyrr og síðar hafa verið frábitnir því að sitja svallveislur og hella sér yfir samþingsmenn sína, konur og karla, með klámi og svívirðingum, að ekki sé minnst á það að nokkur maður hæddist að fötluðu fólki og gerði það að skotspæni. Á þeim 30 þingum sem ég sat sem alþingismaður, ráðherra, og deildarforseti í mörg ár, þekkti ég engan karlmann, hvað þá konu, að það fólk gerði sér það til dægrastyttingar að svívirða samþingsmenn sína, og ausa úr sér klámi um konur og hæðast að fötlun fólks. Úr því að þessi ósköp hafa nú dunið yfir upp á síðkastið þá er það nýlunda þar sem nútíma mórallinn horfir framan í sjálfan sig. Eða hvað? Alþingismenn eru vitaskuld engir englar frekar en aðrir dauðlegir menn, og blaka ekki vængjum eins og hvítir mávar. En ég hef aldrei þekkt neitt annað á langri ævi en að alþingismenn kynnu mannasiði. Hitt er annað mál að það er ekki almennings eins að láta sér þetta blöskra, þetta mál snertir Alþingi og alþingismenn umfram allt. Eysteinn Jónsson, sem lengst allra manna var forystumaður í Framsóknarflokknum meðan sá flokkur mátti sín nokkurs, sagði í mín eyru og fleiri að það væri „pólitísk nauðsyn“ að alþingismenn kynnu þá list að láta sér blöskra. Hann sagði líka við sama tækifæri: „Allir alþingismenn eru samverkamenn. Við skulum varast það að gera pólitíska andstæðinga að persónulegum fjandmönnum okkar.“ Á aldarafmæli fullveldisins þurfa forystumenn stjórnmálaflokkanna að taka sér tak um að siðvæða flokka sína svo vel að siðblindir streberar hópist ekki inn á þing í því upplausnarástandi sem setur mark sitt á stjórnmálaumhverfi líðandi stundar. Siðvæðing dugir best ef hún verður til sem innanhússverk hvers stjórnmálaflokks um sig, með fullri virðingu fyrir utanþingsráðgjöfum.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur fátt vakið meiri athygli og umtal en fréttir af svallveislu nokkurra alþingismanna. Viðbrögðin hafa verið á einn veg. Fólk er hneykslað og undrandi í senn, og blöskrar ekki síst orðfæri þeirra sem sátu þetta samkvæmi, og slær út allt það sem eitt sinn var kallað sjóbúðartal. Hins vegar brá mér verulega þegar einn og annar gaf í skyn að þessi óheflaði munnsöfnuður kynni að vera einhvers konar spegilmynd af grófum talsmáta alþingismanna fyrr og síðar, þegar þannig stæði á. Þeirri tilhæfulausu ásökun á alþingismenn og Alþingi mótmæli ég harðlega. Alþingismenn fyrr og síðar hafa verið frábitnir því að sitja svallveislur og hella sér yfir samþingsmenn sína, konur og karla, með klámi og svívirðingum, að ekki sé minnst á það að nokkur maður hæddist að fötluðu fólki og gerði það að skotspæni. Á þeim 30 þingum sem ég sat sem alþingismaður, ráðherra, og deildarforseti í mörg ár, þekkti ég engan karlmann, hvað þá konu, að það fólk gerði sér það til dægrastyttingar að svívirða samþingsmenn sína, og ausa úr sér klámi um konur og hæðast að fötlun fólks. Úr því að þessi ósköp hafa nú dunið yfir upp á síðkastið þá er það nýlunda þar sem nútíma mórallinn horfir framan í sjálfan sig. Eða hvað? Alþingismenn eru vitaskuld engir englar frekar en aðrir dauðlegir menn, og blaka ekki vængjum eins og hvítir mávar. En ég hef aldrei þekkt neitt annað á langri ævi en að alþingismenn kynnu mannasiði. Hitt er annað mál að það er ekki almennings eins að láta sér þetta blöskra, þetta mál snertir Alþingi og alþingismenn umfram allt. Eysteinn Jónsson, sem lengst allra manna var forystumaður í Framsóknarflokknum meðan sá flokkur mátti sín nokkurs, sagði í mín eyru og fleiri að það væri „pólitísk nauðsyn“ að alþingismenn kynnu þá list að láta sér blöskra. Hann sagði líka við sama tækifæri: „Allir alþingismenn eru samverkamenn. Við skulum varast það að gera pólitíska andstæðinga að persónulegum fjandmönnum okkar.“ Á aldarafmæli fullveldisins þurfa forystumenn stjórnmálaflokkanna að taka sér tak um að siðvæða flokka sína svo vel að siðblindir streberar hópist ekki inn á þing í því upplausnarástandi sem setur mark sitt á stjórnmálaumhverfi líðandi stundar. Siðvæðing dugir best ef hún verður til sem innanhússverk hvers stjórnmálaflokks um sig, með fullri virðingu fyrir utanþingsráðgjöfum.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun