Enn láta skemmdarvargar til skarar skríða í Kjarnaskógi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2018 18:39 Bíllinn situr fastur á gönguslóð. Mynd/Ingólfur Jóhannesson Svo virðist sem að Kjarnaskógur í nágrenni Akureyrar sé vinsæll staður fyrir skemmdarvarga til þess að stunda iðju sína. Á laugardaginn var jeppa ekið eftir gönguskíðaslóðum á Kjarnatúni, stórt upplýsingaskilti var keyrt niður auk þess sem að annar jeppi situr fastur á troðinni braut í skóginum. Stutt er síðan umtalsvert tjón varð á viðkvæmum grasflötum, salernishúsum og öðru í skóginum en RÚV greindi frá því að einn yrði kærður vegna málsins. Síðan þá hefur snjóað mikið á Akureyri og svo virðist sem að jeppaáhugamaður hafi fengið útrás fyrir akstur í snjó með því að aka á eftir túni í skóginum þar sem Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur troðið slóðir fyrir gönguskíðafólk, með talsverðri fyrirhöfn. Í samtali við Vísi segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, að hann telji líklegt að viðkomandi ökumaður hafi ekki séð skiltið fyrir snjó og þannig keyrt á það, líklega sjái því eitthvað á umræddum bíl. Það nýjasta er hins vegar jeppi sem situr pikkfastur í snjónum á vinsælli gönguslóð fyrir vegfarendur og gönguskíðafólk. Ingólfur segir að lögregla sé komin í málið en erfiðlega gangi að ná á eiganda bílsins. „Þetta er alveg ömurlegt. Mér og starfsfólkinu finnst þetta glatað. Við erum að leggja mikið á okkur til þess að leggja þessa götur og útbúa mannvirki og annað,“ segir Ingólfur. Þá segir hann að stór hópur fólk sæki skóginn reglulega, þeim þyki vænt um skóginn og að þau taki skemmdarverkin nærri sér. „Þeim er ekki alveg sama. Fólki líður illa yfir þessu.“ Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Svo virðist sem að Kjarnaskógur í nágrenni Akureyrar sé vinsæll staður fyrir skemmdarvarga til þess að stunda iðju sína. Á laugardaginn var jeppa ekið eftir gönguskíðaslóðum á Kjarnatúni, stórt upplýsingaskilti var keyrt niður auk þess sem að annar jeppi situr fastur á troðinni braut í skóginum. Stutt er síðan umtalsvert tjón varð á viðkvæmum grasflötum, salernishúsum og öðru í skóginum en RÚV greindi frá því að einn yrði kærður vegna málsins. Síðan þá hefur snjóað mikið á Akureyri og svo virðist sem að jeppaáhugamaður hafi fengið útrás fyrir akstur í snjó með því að aka á eftir túni í skóginum þar sem Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur troðið slóðir fyrir gönguskíðafólk, með talsverðri fyrirhöfn. Í samtali við Vísi segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, að hann telji líklegt að viðkomandi ökumaður hafi ekki séð skiltið fyrir snjó og þannig keyrt á það, líklega sjái því eitthvað á umræddum bíl. Það nýjasta er hins vegar jeppi sem situr pikkfastur í snjónum á vinsælli gönguslóð fyrir vegfarendur og gönguskíðafólk. Ingólfur segir að lögregla sé komin í málið en erfiðlega gangi að ná á eiganda bílsins. „Þetta er alveg ömurlegt. Mér og starfsfólkinu finnst þetta glatað. Við erum að leggja mikið á okkur til þess að leggja þessa götur og útbúa mannvirki og annað,“ segir Ingólfur. Þá segir hann að stór hópur fólk sæki skóginn reglulega, þeim þyki vænt um skóginn og að þau taki skemmdarverkin nærri sér. „Þeim er ekki alveg sama. Fólki líður illa yfir þessu.“
Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent