Enn láta skemmdarvargar til skarar skríða í Kjarnaskógi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2018 18:39 Bíllinn situr fastur á gönguslóð. Mynd/Ingólfur Jóhannesson Svo virðist sem að Kjarnaskógur í nágrenni Akureyrar sé vinsæll staður fyrir skemmdarvarga til þess að stunda iðju sína. Á laugardaginn var jeppa ekið eftir gönguskíðaslóðum á Kjarnatúni, stórt upplýsingaskilti var keyrt niður auk þess sem að annar jeppi situr fastur á troðinni braut í skóginum. Stutt er síðan umtalsvert tjón varð á viðkvæmum grasflötum, salernishúsum og öðru í skóginum en RÚV greindi frá því að einn yrði kærður vegna málsins. Síðan þá hefur snjóað mikið á Akureyri og svo virðist sem að jeppaáhugamaður hafi fengið útrás fyrir akstur í snjó með því að aka á eftir túni í skóginum þar sem Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur troðið slóðir fyrir gönguskíðafólk, með talsverðri fyrirhöfn. Í samtali við Vísi segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, að hann telji líklegt að viðkomandi ökumaður hafi ekki séð skiltið fyrir snjó og þannig keyrt á það, líklega sjái því eitthvað á umræddum bíl. Það nýjasta er hins vegar jeppi sem situr pikkfastur í snjónum á vinsælli gönguslóð fyrir vegfarendur og gönguskíðafólk. Ingólfur segir að lögregla sé komin í málið en erfiðlega gangi að ná á eiganda bílsins. „Þetta er alveg ömurlegt. Mér og starfsfólkinu finnst þetta glatað. Við erum að leggja mikið á okkur til þess að leggja þessa götur og útbúa mannvirki og annað,“ segir Ingólfur. Þá segir hann að stór hópur fólk sæki skóginn reglulega, þeim þyki vænt um skóginn og að þau taki skemmdarverkin nærri sér. „Þeim er ekki alveg sama. Fólki líður illa yfir þessu.“ Lögreglumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað frá vegna tengsla lögregluþjóns við mann sem varð fyrir árás Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Sjá meira
Svo virðist sem að Kjarnaskógur í nágrenni Akureyrar sé vinsæll staður fyrir skemmdarvarga til þess að stunda iðju sína. Á laugardaginn var jeppa ekið eftir gönguskíðaslóðum á Kjarnatúni, stórt upplýsingaskilti var keyrt niður auk þess sem að annar jeppi situr fastur á troðinni braut í skóginum. Stutt er síðan umtalsvert tjón varð á viðkvæmum grasflötum, salernishúsum og öðru í skóginum en RÚV greindi frá því að einn yrði kærður vegna málsins. Síðan þá hefur snjóað mikið á Akureyri og svo virðist sem að jeppaáhugamaður hafi fengið útrás fyrir akstur í snjó með því að aka á eftir túni í skóginum þar sem Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur troðið slóðir fyrir gönguskíðafólk, með talsverðri fyrirhöfn. Í samtali við Vísi segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, að hann telji líklegt að viðkomandi ökumaður hafi ekki séð skiltið fyrir snjó og þannig keyrt á það, líklega sjái því eitthvað á umræddum bíl. Það nýjasta er hins vegar jeppi sem situr pikkfastur í snjónum á vinsælli gönguslóð fyrir vegfarendur og gönguskíðafólk. Ingólfur segir að lögregla sé komin í málið en erfiðlega gangi að ná á eiganda bílsins. „Þetta er alveg ömurlegt. Mér og starfsfólkinu finnst þetta glatað. Við erum að leggja mikið á okkur til þess að leggja þessa götur og útbúa mannvirki og annað,“ segir Ingólfur. Þá segir hann að stór hópur fólk sæki skóginn reglulega, þeim þyki vænt um skóginn og að þau taki skemmdarverkin nærri sér. „Þeim er ekki alveg sama. Fólki líður illa yfir þessu.“
Lögreglumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað frá vegna tengsla lögregluþjóns við mann sem varð fyrir árás Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent