Mætti alltaf á meðan sumir völdu sér leiki en var svo sparkað úr landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2018 10:00 Atli Eðvaldsson í baráttunni við Mark Hughes á síðasta landsliðsárinu 1991. vísir/getty Atli Eðvaldsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, spilaði 70 leiki fyrir Ísland, þar af 31 sem fyrirliði en hann er í öðru sæti yfir fjölda leikja með íslenska fyrirliðabandið ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Aron Einar Gunnarsson trónir þar á toppnum. Atli var stoltur leikmaður íslenska landsliðsins eins og hann segir frá í viðtali við RÚV en hann mætti hvert sem er og hvenær sem er þegar tækifæri gafst til að klæðast bláu treyjunni. „Landsliðið fyrir mig var alltaf mjög sérstakt. Það skiptir ekki máli hvar var spilað, hvort sem að það væri austur fyrir járntjald, alltaf fór maður á meðan sumir völdu sér leiki,“ segir Atli í viðtalinu við RÚV. „Stundum vorum við með hálfgert B-lið því menn voru ekki tilbúnir til að fara í þessar löngu ferðir en ég fór alltaf. Það var alltaf mjög sérstök tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ segir hann.Atli ekki í fyrsta hóp Ásgeirs. Frétt úr Morgunblaðinu 20. september 1991.skjáskot/morgunblaðiðÞagað yfir þessu Þrátt fyrir að vera einn dáðasti leikmaður Íslands á þessum tíma og ekki bara fastamaður í landsliðinu heldur fyrirliði þess tók landsliðsferillinn skjótan enda þegar að Ásgeir Elíasson var ráðinn landsliðsþjálfari árið 1991. Atli spilaði sinn síðasta landsleik á móti Danmörku 4. september 1991 í markalausu jafntefli í vináttuleik en þegar að Ásgeir Elíasson valdi sinn fyrsta hóp fyrir leik í undankeppni EM 1992 á móti Spáni aðeins sextán dögum síðar var enginn Atli í hópnum. „Stefnan er að byggja upp landsliðið í framtíðinni á fljótum og „teknískum“ leikmönnum,“ sagði Ásgeir við Morgunblaðið eftir valið á hópnum og sagði enn fremur að Atli Eðvaldsson væri ekki inn í myndinni hjá honum. Svo einfalt var það. „Ég hef aldrei verið spurður að þessu og það hefur ríkt þögn yfir þessu,“ segir Atli aðspurður hvað hafi einfaldlega gerst þarna. Hann fékk nefnilega fréttirnar á sama stað og aðrir: Með morgunbollanum með blaðið í hönd.Atli spilaði með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi.vísir/gettyLas þetta í blaðinu „Daginn fyrir leik var fyrirsögn í blaði þar sem talað var um að landsliðsfyrirliðanum hefði verið sparkað. Rekinn úr landsliðinu. Hvers vegna? Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Ég las þetta bara í blöðunum,“ segir Atli. Þrátt fyrir fimmtán ára landsliðsferil, 70 leiki og þar af 31 sem fyrirliði fékk Atli aldrei svo mikið sem símtal frá Knattspyrnusambandinu eða landsliðsþjálfaranum, að hans sögn, um þetta skrítna mál. „Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Þetta má aldrei láta gerast aftur. Ég held að þetta sé bara einsdæmi í heiminum að svona gerist,“ segir Atli Eðvaldsson. Viðtalið má sjá hér en umræðan um landsliðsviðskilnaðinn hefst eftir fjórar mínútur og 30 sekúndur. Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Sjá meira
Atli Eðvaldsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, spilaði 70 leiki fyrir Ísland, þar af 31 sem fyrirliði en hann er í öðru sæti yfir fjölda leikja með íslenska fyrirliðabandið ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Aron Einar Gunnarsson trónir þar á toppnum. Atli var stoltur leikmaður íslenska landsliðsins eins og hann segir frá í viðtali við RÚV en hann mætti hvert sem er og hvenær sem er þegar tækifæri gafst til að klæðast bláu treyjunni. „Landsliðið fyrir mig var alltaf mjög sérstakt. Það skiptir ekki máli hvar var spilað, hvort sem að það væri austur fyrir járntjald, alltaf fór maður á meðan sumir völdu sér leiki,“ segir Atli í viðtalinu við RÚV. „Stundum vorum við með hálfgert B-lið því menn voru ekki tilbúnir til að fara í þessar löngu ferðir en ég fór alltaf. Það var alltaf mjög sérstök tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ segir hann.Atli ekki í fyrsta hóp Ásgeirs. Frétt úr Morgunblaðinu 20. september 1991.skjáskot/morgunblaðiðÞagað yfir þessu Þrátt fyrir að vera einn dáðasti leikmaður Íslands á þessum tíma og ekki bara fastamaður í landsliðinu heldur fyrirliði þess tók landsliðsferillinn skjótan enda þegar að Ásgeir Elíasson var ráðinn landsliðsþjálfari árið 1991. Atli spilaði sinn síðasta landsleik á móti Danmörku 4. september 1991 í markalausu jafntefli í vináttuleik en þegar að Ásgeir Elíasson valdi sinn fyrsta hóp fyrir leik í undankeppni EM 1992 á móti Spáni aðeins sextán dögum síðar var enginn Atli í hópnum. „Stefnan er að byggja upp landsliðið í framtíðinni á fljótum og „teknískum“ leikmönnum,“ sagði Ásgeir við Morgunblaðið eftir valið á hópnum og sagði enn fremur að Atli Eðvaldsson væri ekki inn í myndinni hjá honum. Svo einfalt var það. „Ég hef aldrei verið spurður að þessu og það hefur ríkt þögn yfir þessu,“ segir Atli aðspurður hvað hafi einfaldlega gerst þarna. Hann fékk nefnilega fréttirnar á sama stað og aðrir: Með morgunbollanum með blaðið í hönd.Atli spilaði með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi.vísir/gettyLas þetta í blaðinu „Daginn fyrir leik var fyrirsögn í blaði þar sem talað var um að landsliðsfyrirliðanum hefði verið sparkað. Rekinn úr landsliðinu. Hvers vegna? Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Ég las þetta bara í blöðunum,“ segir Atli. Þrátt fyrir fimmtán ára landsliðsferil, 70 leiki og þar af 31 sem fyrirliði fékk Atli aldrei svo mikið sem símtal frá Knattspyrnusambandinu eða landsliðsþjálfaranum, að hans sögn, um þetta skrítna mál. „Ég hef aldrei fengið skýringu á þessu. Þetta má aldrei láta gerast aftur. Ég held að þetta sé bara einsdæmi í heiminum að svona gerist,“ segir Atli Eðvaldsson. Viðtalið má sjá hér en umræðan um landsliðsviðskilnaðinn hefst eftir fjórar mínútur og 30 sekúndur.
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Sjá meira