Árssamantekt YouTube fellur í grýttan jarðveg Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2018 10:51 Youtube gaf út árssamantekt sína ígær. YouTube gefur á hverju ári út myndband þar sem helstu stjörnur og myndbönd veitunnar eru hyllt. Myndband þetta kallast YouTube Rewind og að þessu sinni virðast notendur Youtube ekki ánægðir með myndbandið. Þegar þetta er skrifað hafa um 1,6 milljón áhorfenda lýst yfir óánægju með það og einungis 800 þúsund lýst yfir ánægju. Eins og Rewind í fyrra snerist nánast eingöngu um Despacito, snýst nýja myndbandið að mestu leyti um Fortnite. Myndbandið fjallar líka um K-Pop, teiknimyndir og var heilt yfir mjög jákvætt. Sem er, ef satt skal segja, ef til vill ekki réttmæt túlkun á ári Youtube. Sérstaklega þar sem myndbandið hunsar alfarið nokkur af vinsælustu og í senn umdeildustu atvikum veitunnar á árinu. Það sem er ef til vill hvað merkilegast við YouTube Rewind þetta árið er að stjörnurnar sem eru í aðalhlutverki urðu margar hverjar ekki frægar á Youtube. Allt myndbandið virðist gerast í ímyndunarafli leikarans Will Smith og inniheldur stjörnur eins og John Oliver, Trevor Noah, Ninja, Adam Rippon, jóðlandi krakka, Casey Neistat, Lilly Singh, Emma Chamberlain og marga aðra. Hér má sjá myndbandið.Það hefur vakið athygli hvernig Youtube virðist skauta fram hjá umdeildum atvikum og reyna að fegra myndbandaveituna. Þar er vert að nefna ferð Logan Paul til Aokigaharaskógarins í Japan, þar sem fólk fer gjarnan til að taka eigin líf. Þar birti Paul myndband af líki manneskju.Þá má einnig nefna umdeildan viðburð þar sem Logan Paul og bróðir hans boxuðu við KSI og bróðir hans. Minnst milljón notenda YouTube borgaði fyrir að horfa á bardagana í beinni útsendingu. Enginn þeirra er í myndbandinu.Hinn umdeildi og einstaklega vinsæli Felix Kjellberg er heldur ekki í myndbandinu, annað árið í röð, en hann er án efa vinsælasta stjarna YouTube. Fréttir ársins 2018 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
YouTube gefur á hverju ári út myndband þar sem helstu stjörnur og myndbönd veitunnar eru hyllt. Myndband þetta kallast YouTube Rewind og að þessu sinni virðast notendur Youtube ekki ánægðir með myndbandið. Þegar þetta er skrifað hafa um 1,6 milljón áhorfenda lýst yfir óánægju með það og einungis 800 þúsund lýst yfir ánægju. Eins og Rewind í fyrra snerist nánast eingöngu um Despacito, snýst nýja myndbandið að mestu leyti um Fortnite. Myndbandið fjallar líka um K-Pop, teiknimyndir og var heilt yfir mjög jákvætt. Sem er, ef satt skal segja, ef til vill ekki réttmæt túlkun á ári Youtube. Sérstaklega þar sem myndbandið hunsar alfarið nokkur af vinsælustu og í senn umdeildustu atvikum veitunnar á árinu. Það sem er ef til vill hvað merkilegast við YouTube Rewind þetta árið er að stjörnurnar sem eru í aðalhlutverki urðu margar hverjar ekki frægar á Youtube. Allt myndbandið virðist gerast í ímyndunarafli leikarans Will Smith og inniheldur stjörnur eins og John Oliver, Trevor Noah, Ninja, Adam Rippon, jóðlandi krakka, Casey Neistat, Lilly Singh, Emma Chamberlain og marga aðra. Hér má sjá myndbandið.Það hefur vakið athygli hvernig Youtube virðist skauta fram hjá umdeildum atvikum og reyna að fegra myndbandaveituna. Þar er vert að nefna ferð Logan Paul til Aokigaharaskógarins í Japan, þar sem fólk fer gjarnan til að taka eigin líf. Þar birti Paul myndband af líki manneskju.Þá má einnig nefna umdeildan viðburð þar sem Logan Paul og bróðir hans boxuðu við KSI og bróðir hans. Minnst milljón notenda YouTube borgaði fyrir að horfa á bardagana í beinni útsendingu. Enginn þeirra er í myndbandinu.Hinn umdeildi og einstaklega vinsæli Felix Kjellberg er heldur ekki í myndbandinu, annað árið í röð, en hann er án efa vinsælasta stjarna YouTube.
Fréttir ársins 2018 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira