AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2018 14:00 Tómas Ingi Tómasson Mynd/Twittter/@AGFFodbold Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi fær ekki aðeins stuðning frá Íslandi því gamla liðið hans, AGF í Danmörku, hefur líka sett af stað söfnun. Tómas Ingi lék með AGF um aldarmótin. Tómas Ingi hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015 en fótboltaferillinn tók sinn toll líkamlega og var þessi aðgerð nauðsynleg. Hún gekk hinsvegar illa og þrjár aðgerðir til viðbótar hafa ekki skilað árangri.På søndag samles der på Island ind til den tidligere AGF'er Tómas Ingi Tómasson, der har brug for hjælp til en livreddende operation. Fra Danmark er det også muligt at støtte indsamlingen og dermed hjælpe Ingi https://t.co/u5Qc7anDJy#ksdh#ultratwitteragfpic.twitter.com/Rk9HPAVqWb — AGF (@AGFFodbold) December 7, 2018Tómas Ingi spilaði með nokkrum liðum á sínum ferli og eignaðist marga vini bæði hér á Íslandi og eins í Danmörku. Tómas bíður nú eftir því að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu fjórar aðgerðir hér heima hafa ekki skilað árangri. Þetta er kostnaðarsamt fyrir Tómas Inga en ofan á öll veikindin hafa bæst fjárhagsáhyggjur. AGF segir frá raunum Tómasar Inga á heimasíðu um leið og er sagt frá styrktarleiknum. Þar kemur fram að það sé líka möguleiki að styrkja Tómas Inga í Danmörku. AGF rifjar upp eftirminnilegt mark sem Tómas Ingi skoraði fyrir félagið en hann skoraði 4 mörk í 37 leikjum fyrir danska félagið. Það má lesa meira um það hér. Tommadagurinn eins og viðburðurinn er kallaður fer fram á sunnudaginn 9. desember en hann hefst með knattþrautum með Eyjólfi Sverrissyni, Rúnari Kristinssyni og Arnar Grétarssyni klukkan 9.45. Úrslitaleikur Tommamótsins á milli pressuliðs Rúnars Kristinssonar og landsliðs Eyjólfs Sverissonar hefst síðan klukkan 11.00. Gummi Ben og Magnús Gylfason ætla að lýsa leiknum. Frjáls framlög eru við innganginn en einnig er hægt að styrkja verkefnið með því að leggja inn á reikning.Reikningsnúmerið er: 528-14-300 og kennitalan er: 070669-4129 „Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015. Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg. Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri. Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjárhagsáhyggjur og því er komið að okkur; vinum, velunnurum og ættingjum að leggjast á eitt til að styðja Tomma og fjölskyldu hans. Gangi þér vel Tommi!,“ segir um Tommadaginn á viðurburðarsíðu hans á fésbókinni. Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Sjá meira
Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi fær ekki aðeins stuðning frá Íslandi því gamla liðið hans, AGF í Danmörku, hefur líka sett af stað söfnun. Tómas Ingi lék með AGF um aldarmótin. Tómas Ingi hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015 en fótboltaferillinn tók sinn toll líkamlega og var þessi aðgerð nauðsynleg. Hún gekk hinsvegar illa og þrjár aðgerðir til viðbótar hafa ekki skilað árangri.På søndag samles der på Island ind til den tidligere AGF'er Tómas Ingi Tómasson, der har brug for hjælp til en livreddende operation. Fra Danmark er det også muligt at støtte indsamlingen og dermed hjælpe Ingi https://t.co/u5Qc7anDJy#ksdh#ultratwitteragfpic.twitter.com/Rk9HPAVqWb — AGF (@AGFFodbold) December 7, 2018Tómas Ingi spilaði með nokkrum liðum á sínum ferli og eignaðist marga vini bæði hér á Íslandi og eins í Danmörku. Tómas bíður nú eftir því að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu fjórar aðgerðir hér heima hafa ekki skilað árangri. Þetta er kostnaðarsamt fyrir Tómas Inga en ofan á öll veikindin hafa bæst fjárhagsáhyggjur. AGF segir frá raunum Tómasar Inga á heimasíðu um leið og er sagt frá styrktarleiknum. Þar kemur fram að það sé líka möguleiki að styrkja Tómas Inga í Danmörku. AGF rifjar upp eftirminnilegt mark sem Tómas Ingi skoraði fyrir félagið en hann skoraði 4 mörk í 37 leikjum fyrir danska félagið. Það má lesa meira um það hér. Tommadagurinn eins og viðburðurinn er kallaður fer fram á sunnudaginn 9. desember en hann hefst með knattþrautum með Eyjólfi Sverrissyni, Rúnari Kristinssyni og Arnar Grétarssyni klukkan 9.45. Úrslitaleikur Tommamótsins á milli pressuliðs Rúnars Kristinssonar og landsliðs Eyjólfs Sverissonar hefst síðan klukkan 11.00. Gummi Ben og Magnús Gylfason ætla að lýsa leiknum. Frjáls framlög eru við innganginn en einnig er hægt að styrkja verkefnið með því að leggja inn á reikning.Reikningsnúmerið er: 528-14-300 og kennitalan er: 070669-4129 „Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015. Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg. Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri. Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjárhagsáhyggjur og því er komið að okkur; vinum, velunnurum og ættingjum að leggjast á eitt til að styðja Tomma og fjölskyldu hans. Gangi þér vel Tommi!,“ segir um Tommadaginn á viðurburðarsíðu hans á fésbókinni.
Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Sjá meira