Pabba Sigmundar blöskraði og sendi „óviðeigandi“ póst á sérkennara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2018 14:43 Gunnlaugur Sigmundsson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknar, forstjóri Kögunar og faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sendi Félagi sérkennara harðorðan tölvupóst á dögunum. Gunnlaugur var afar ósáttur við yfirlýsingu félagsins þess efnis að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, hefði aldrei verið ritstjóri Glæða, fagrímarits sérkennara. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Formaður félagsins segir bréfið ekki svaravert. Anna Kolbrún er ein þingmanna Miðflokksins sem sátu á Klaustur bar þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Á barnum sat einnig Bára Halldórsdóttir sem tók upp hávær samtöl þingmannanna í um þrjár klukkustundir. Fjallað hefur verið ítarlega um upptökurnar í öllum miðlum. Þriðjudaginn 4. desember sendi félag sérkennara frá sér tilkynningu þar sem bent var á rangfærslu í æviágrpipi Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis. Hún hefði aldrei verið ritstjóri Glæða heldur setið í ritnefnd. Um var að ræða aðra rangfærslu í æviágripi þingkonunnar en Þroskaþjálfafélag Íslands hafði bent á að Anna Kolbrún hefði hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Um er að ræða lögverndað starfsheiti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í ræðustól þingsins seinna sama dag að Anna Kolbrún hefði látið þinginu í hendur réttar upplýsingar. Mistökin væru ekki hennar heldur starfsfólks sem færir upplýsingarnar inn á vef þingsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í stúdíói Bylgjunnar í vikunni.vísir/vilhelmErfið veikindi Sædís Ósk Harðardóttir, ritstjóri Glæða og formaður Félags sérkennara, segir í samtali við Vísi að félagið hafi tekið eftir þessari rangfærslu í æviágripinu þann 29. nóvember. Tölvupóstur hafi verið sendur á Önnu Kolbrúnu til að vekja athygli hennar á þessu. Póstinum hafi ekki verið svarað svo að þann 4. desember hafi tilkynning verið send út vegna rangfærslunnar. Gunnlaugur Sigmundsson var afar ósáttur við tilkynningu félagsins og segir að verið sé að sparka í liggjandi mann. Hann vísar í samtali við Fréttablaðið til veikinda Önnu Kolbrúnar sem hafi glímt við krabbamein í lengri tíma. „Almennt talað í dýraríkinu er þetta þannig, og þeir sem þekkja hænsnabú vita, að ef einhver hæna er veik þá fara allar hinar hænurnar að ráðast á hina veiku. Og mér finnst bara að við mannfólkið þurfum ekki að haga okkur eins,“ segir Gunnlaugur við Fréttablaðið.Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara.Ekki persónuleg árás Sædís Ósk segir tölvupóst Gunnlaugs hafa verið „óviðeigandi“ og ekki við hæfi. Hann sé ekki svaraverður enda þurfi félagið ekki að svara fyrir neitt. Það hafi einfaldlega bent á staðreyndavillu. „Auðvitað finnst okkur leiðinilegt að fólk glími við veikindi,“ segir Sædís Ósk. Það breyti því þó ekki staðreyndum. Um sé að ræða fagtímarit, ritrýnt tímarit sem sé birt í vísindasamfélaginu. Mikil áhersla sé lögð á að hafa allt á hreinu. Rétt skuli vera rétt. „Þetta er ekki persónuleg árás á konuna heldur leiðrétting á rangfærslu.“ Stjórnarfundur sé hjá félaginu á þriðjudag þar sem tölvupóstur Gunnlaugs verði meðal annars á dagskrá. Gunnlaugur hefur áður tjáð sig með afgerandi hætti um pólitísk mál sem snerta Sigmund Davíð. Er skemmst að minnast ítarlegs viðtals við Gunnlaug eftir umfjöllun um Panamaskjölin vorið 2016. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Marvin heitir Bára Hin 42 ára gamla Bára Halldórsdóttir trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hún settist niður með kaffibolla á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 07:00 Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknar, forstjóri Kögunar og faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sendi Félagi sérkennara harðorðan tölvupóst á dögunum. Gunnlaugur var afar ósáttur við yfirlýsingu félagsins þess efnis að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, hefði aldrei verið ritstjóri Glæða, fagrímarits sérkennara. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Formaður félagsins segir bréfið ekki svaravert. Anna Kolbrún er ein þingmanna Miðflokksins sem sátu á Klaustur bar þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Á barnum sat einnig Bára Halldórsdóttir sem tók upp hávær samtöl þingmannanna í um þrjár klukkustundir. Fjallað hefur verið ítarlega um upptökurnar í öllum miðlum. Þriðjudaginn 4. desember sendi félag sérkennara frá sér tilkynningu þar sem bent var á rangfærslu í æviágrpipi Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis. Hún hefði aldrei verið ritstjóri Glæða heldur setið í ritnefnd. Um var að ræða aðra rangfærslu í æviágripi þingkonunnar en Þroskaþjálfafélag Íslands hafði bent á að Anna Kolbrún hefði hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Um er að ræða lögverndað starfsheiti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í ræðustól þingsins seinna sama dag að Anna Kolbrún hefði látið þinginu í hendur réttar upplýsingar. Mistökin væru ekki hennar heldur starfsfólks sem færir upplýsingarnar inn á vef þingsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í stúdíói Bylgjunnar í vikunni.vísir/vilhelmErfið veikindi Sædís Ósk Harðardóttir, ritstjóri Glæða og formaður Félags sérkennara, segir í samtali við Vísi að félagið hafi tekið eftir þessari rangfærslu í æviágripinu þann 29. nóvember. Tölvupóstur hafi verið sendur á Önnu Kolbrúnu til að vekja athygli hennar á þessu. Póstinum hafi ekki verið svarað svo að þann 4. desember hafi tilkynning verið send út vegna rangfærslunnar. Gunnlaugur Sigmundsson var afar ósáttur við tilkynningu félagsins og segir að verið sé að sparka í liggjandi mann. Hann vísar í samtali við Fréttablaðið til veikinda Önnu Kolbrúnar sem hafi glímt við krabbamein í lengri tíma. „Almennt talað í dýraríkinu er þetta þannig, og þeir sem þekkja hænsnabú vita, að ef einhver hæna er veik þá fara allar hinar hænurnar að ráðast á hina veiku. Og mér finnst bara að við mannfólkið þurfum ekki að haga okkur eins,“ segir Gunnlaugur við Fréttablaðið.Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara.Ekki persónuleg árás Sædís Ósk segir tölvupóst Gunnlaugs hafa verið „óviðeigandi“ og ekki við hæfi. Hann sé ekki svaraverður enda þurfi félagið ekki að svara fyrir neitt. Það hafi einfaldlega bent á staðreyndavillu. „Auðvitað finnst okkur leiðinilegt að fólk glími við veikindi,“ segir Sædís Ósk. Það breyti því þó ekki staðreyndum. Um sé að ræða fagtímarit, ritrýnt tímarit sem sé birt í vísindasamfélaginu. Mikil áhersla sé lögð á að hafa allt á hreinu. Rétt skuli vera rétt. „Þetta er ekki persónuleg árás á konuna heldur leiðrétting á rangfærslu.“ Stjórnarfundur sé hjá félaginu á þriðjudag þar sem tölvupóstur Gunnlaugs verði meðal annars á dagskrá. Gunnlaugur hefur áður tjáð sig með afgerandi hætti um pólitísk mál sem snerta Sigmund Davíð. Er skemmst að minnast ítarlegs viðtals við Gunnlaug eftir umfjöllun um Panamaskjölin vorið 2016.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Marvin heitir Bára Hin 42 ára gamla Bára Halldórsdóttir trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hún settist niður með kaffibolla á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 07:00 Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Marvin heitir Bára Hin 42 ára gamla Bára Halldórsdóttir trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hún settist niður með kaffibolla á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 07:00
Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15