Þeir eru að berjast í 170 punda flokki og Oliveira var 171 pund. Það má fara eitt pund yfir í vigtuninni. Gunnar var aftur á móti 170,25 pund.
Glugginn til þess að vigta sig er tveir klukkutímar og þegar hinir fyrstu stigu á vigtina var Gunnar að vakna. Hann skellti sér í bað og pakkaði sér svo inn í handklæði til þess að ná síðustu grömmunum af sér.
Brian Ortega, Valentina Shevchenko, Joanna og Max Holloway voru öll búin að ná vigt á fyrstu 22 mínútunum. Tititlbardagarnir eru því staðfestir.
Klukkan 23.00 stíga svo allir aftur á vigtina í keppnishöllinni. Sá viðburður er fyrir áhorfendur og vonandi verður mikið stuð þá.
Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag.
