Allar tillögur stjórnarandstöðu felldar Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2018 20:30 Ríksstjórnin var ýmist sökuð um of lítil eða of mikil útgjöld þegar fjárlagafrumvarp hennar varð að lögum á Alþingi í dag. Allar breytingatillögur stjórnarmeirihlutans voru samþykktar en allar breytingatillögur stjórnarandstöðuflokkanna voru felldar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var heitið auknum útgjöldum til uppbyggingar innviða samfélagsins og eru útgjöld í fjárlögum næsta árs aukin um tugi milljarða frá árinu í ár. Þrátt fyrir það þykir mörgum í stjórnarandstöðunni að forgangsröðunin sé röng og ekki sé staðið við loforð um aukini framlög á flestum sviðum. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarsáttmálann hafa verið myndskreyttan fögrum fyrirheitum en niðurstaðan sé önnur í fjárlögum næsta árs. „Samfélagsfjárfestingar eru of litlar og heldur ekkert skeytt um að afla tekna fyrir loforðum eða til að eiga möguleika til að verja velferðarkerfið þegar það fer að kólna. Nokkrum dögum eftir framlagninguna kom líka í ljós að allt var óskhyggjan, krónan farin að síga og forsendur brustu,“ sagði Logi við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi í dag. Stjórnarþingmenn voru öllu sáttari við fjárlögin. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði stjórnina hafa bætt 90 milljörðum í velferðarmálin á þessu ári og næsta. „Þessi önnur fjárlög ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eru eins og ég þreytist ekki á að segja sóknarfjárlög. Við töluðum um fyrir kosningarnar síðast að það þyrfti að auka framlög til samfélagslegra verkefna um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu. Núna rétt rúmlega ári síðar höfum við gert það og gott betur.Bæði of mikil og of lítil útgjöld gagnrýnd En þótt flestir stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýni fjárlögin fyrir ónóg framlög til málefna öryrkja, aldraðra, samgangna, heilbrigðis- og menntakerfis og svo framvegis, er ríkisstjórnin einnig gagnrýnd fyrir of mikla útgjaldaaukningu, ranga forgangsröðun og tekjuöflun. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði hægt að spegla hverja ríkisstjórn í fjárlagafrumvörpum þeirra. „Þetta er ábyrgðarlaus ríkisstjórn. Þrátt fyrir allt tal um ábyrgð við stjórn ríkisfjármálanna. Þrátt fyrir allt tal um mikilvægi sveiflujöfnunar ríkisfjármála í hagstjórninni hefur þessi ríkisstjórn skrúfað frá öllum krönum ríkisútgjaldanna á tímum þenslu,“ sagði Þorsteinn og sagði ekkert fara fyrir loforðum um aukið samstarf við stjórnarandstöðuna við afgreiðslu frumvarpsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði athygliverðan mun á málflutningi stjórnarandstöðunnar bæði varðandi tekjur og útgjöld, sem hefðu aukist verulega og gætu ekki aukist eins mikið á næstu árum. „Og þrátt fyrir öll orðin sem hafa fallið hér í þinginu erum við að auka við fjármögnun almannatryggingakerfisins sem mun gera okkur kleift að styðja betur við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Aldrei áður hafa jafn miklir fjármunir verið lagðir í almannatryggingakerfið,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Fjárlög næsta árs samþykkt Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. 7. desember 2018 15:23 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ríksstjórnin var ýmist sökuð um of lítil eða of mikil útgjöld þegar fjárlagafrumvarp hennar varð að lögum á Alþingi í dag. Allar breytingatillögur stjórnarmeirihlutans voru samþykktar en allar breytingatillögur stjórnarandstöðuflokkanna voru felldar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var heitið auknum útgjöldum til uppbyggingar innviða samfélagsins og eru útgjöld í fjárlögum næsta árs aukin um tugi milljarða frá árinu í ár. Þrátt fyrir það þykir mörgum í stjórnarandstöðunni að forgangsröðunin sé röng og ekki sé staðið við loforð um aukini framlög á flestum sviðum. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarsáttmálann hafa verið myndskreyttan fögrum fyrirheitum en niðurstaðan sé önnur í fjárlögum næsta árs. „Samfélagsfjárfestingar eru of litlar og heldur ekkert skeytt um að afla tekna fyrir loforðum eða til að eiga möguleika til að verja velferðarkerfið þegar það fer að kólna. Nokkrum dögum eftir framlagninguna kom líka í ljós að allt var óskhyggjan, krónan farin að síga og forsendur brustu,“ sagði Logi við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi í dag. Stjórnarþingmenn voru öllu sáttari við fjárlögin. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði stjórnina hafa bætt 90 milljörðum í velferðarmálin á þessu ári og næsta. „Þessi önnur fjárlög ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eru eins og ég þreytist ekki á að segja sóknarfjárlög. Við töluðum um fyrir kosningarnar síðast að það þyrfti að auka framlög til samfélagslegra verkefna um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu. Núna rétt rúmlega ári síðar höfum við gert það og gott betur.Bæði of mikil og of lítil útgjöld gagnrýnd En þótt flestir stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýni fjárlögin fyrir ónóg framlög til málefna öryrkja, aldraðra, samgangna, heilbrigðis- og menntakerfis og svo framvegis, er ríkisstjórnin einnig gagnrýnd fyrir of mikla útgjaldaaukningu, ranga forgangsröðun og tekjuöflun. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði hægt að spegla hverja ríkisstjórn í fjárlagafrumvörpum þeirra. „Þetta er ábyrgðarlaus ríkisstjórn. Þrátt fyrir allt tal um ábyrgð við stjórn ríkisfjármálanna. Þrátt fyrir allt tal um mikilvægi sveiflujöfnunar ríkisfjármála í hagstjórninni hefur þessi ríkisstjórn skrúfað frá öllum krönum ríkisútgjaldanna á tímum þenslu,“ sagði Þorsteinn og sagði ekkert fara fyrir loforðum um aukið samstarf við stjórnarandstöðuna við afgreiðslu frumvarpsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði athygliverðan mun á málflutningi stjórnarandstöðunnar bæði varðandi tekjur og útgjöld, sem hefðu aukist verulega og gætu ekki aukist eins mikið á næstu árum. „Og þrátt fyrir öll orðin sem hafa fallið hér í þinginu erum við að auka við fjármögnun almannatryggingakerfisins sem mun gera okkur kleift að styðja betur við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Aldrei áður hafa jafn miklir fjármunir verið lagðir í almannatryggingakerfið,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Fjárlög næsta árs samþykkt Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. 7. desember 2018 15:23 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fjárlög næsta árs samþykkt Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. 7. desember 2018 15:23