Listin að missa bolta Sif Sigmarsdóttir skrifar 8. desember 2018 09:00 Um síðustu helgi gekk ég um heimili mitt og gerði úttekt á ástandinu. Á eldhúsborðinu súrnaði mjólk í morgunverðarskálum; inni á baði flæddi óhreint tau upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem ógnaði nærliggjandi vistarverum; barnaherbergið var hamfarasvæði þar sem aurskriða af dóti hafði stráfellt heilt Barbie-dúkkuþorp; þótt aðeins örfáar vikur væru til jóla voru engar gjafir komnar í hús, engar sortir bakaðar, engir skápar sótthreinsaðir. Hvert plan dagsins yrði lá í augum uppi: Ég og Netflix, uppi í sófa – kannski smá Facebook á símanum – á meðan tveggja ára sonurinn tæki lúr og fimm ára dóttirin léki sér með iPaddinn. Facebook kippti mér hins vegar óþyrmilega aftur í land hinna fullorðnu. Á Facebook sá ég mynd af fallega skreyttu jólatré. Við tréð stóð skælbrosandi stúlka sem hélt á diski fullum af piparkökum. Þetta var dóttir vinkonu minnar og bekkjarsystir dóttur minnar. Ég vissi að ég yrði að gera eitthvað í þessu. Ég lagði frá mér sjónvarpsfjarstýringuna, setti Facebook í vasann, stóð upp úr sófanum og hrópaði: „Allir í föt. Við erum að fara út að kaupa jólatré.“ Dóttirin sperrtist við. „En þú sagðir að ég mætti leika með iPaddinn.“ „Ekki núna. Við ætlum að eiga huggulega fjölskyldustund hvort sem ykkur líkar betur eða verr.“ Gervigráturinn ómaði eins og hljóðútgáfan af pólýester. „En þú sagðir ...“ „Hættu þessu væli. Þetta verður frábært. Ég sá það á Facebook.“ Við höfðum aldrei verið með jólatré áður hér í London og fundum loks hverfisverslun sem seldi jólaskraut. Um leið og við stigum yfir þröskuldinn greip hringrás lífsins í taumana. „Ég þarf að kúka,“ sagði dóttirin. Eftir leiðangur á illa lyktandi almenningsklósett snerum við aftur í búðina. „Bolti,“ hrópaði tveggja ára sonur minn, teygði sig eftir jólakúlu og gerði sig líklegan til að dúndra henni í systur sína. „Nei!“ hrópaði ég og hrifsaði af honum kúluna. „Komum í eltingaleik,“ sagði dóttirin og tók á sprett. Sonurinn renndi fingrunum eftir kúlum sem héngu í glampandi röðum á veggjunum og þaut á eftir henni. „Stopp!“ Glóandi rauðar kúlur féllu til jarðar eins og brennandi snjókorn í helvíti – sjálfsköpuðu helvíti. Ég skreið um gólfið, týndi upp kúlurnar sem skoppuðu um öll gólf og reyndi að brosa framan í afgreiðslukonuna er ég framreiddi heimabakaða afsökun – það eina sem ég mun baka um jólin – syninum til handa: „Hann er ekki búinn að taka lúrinn sinn, greyið.“ Draumurinn um stílhreint tré í skandinavískum stíl fór fyrir lítið þegar ég henti í óðagoti ósamstæðum jólakúlum í körfu, borgaði og smalaði óstýrilátri hersingunni út. Við náðum í blómabúðina rétt fyrir lokun. „Trén eru búin í dag. Það koma fleiri á morgun.“ Mér féllust hendur. Þetta líktist ekkert því sem ég sá á Facebook. Á mánudagsmorgun hitti ég vinkonu mína og dóttur hennar á skólalóðinni. „Ég sá að þið áttuð huggulega helgi.“ Vinkonan ranghvolfdi augunum. „Suma daga vildi ég að ég yrði fyrir strætó bara svo að ég fengi smá hvíld frá öllu sem þarf að gera.“Besta jólagjöfin Samtíminn er háður annríki. Annríki er keppni, annríki er mælikvarði á mikilvægi okkar, annríki er tilgangur okkar á þessari jörðu. Við berum annríki okkar með stolti eins og fálkaorðu í barmi. En annríki er líka plága, annríki er smitandi, annríki er faraldur. Genginn er í garð sá árstími er annríkið nær hámarki. Þegar rétt rúmar tvær vikur eru til jóla er gott að rifja upp listina að missa bolta. Að horfast í augu við staðreyndir er undarlega valdeflandi: Við getum ekki gert allt. Hvernig væri að sleppa sumu? Jafnvel mörgu? Besta jólagjöfin sem við getum gefið sjálfum okkur er að missa nokkra af þeim fjölmörgu boltum – eða jólakúlum í ljósi árstímans – sem við berjumst við að halda á lofti. Eins og sonur minn sannaði þegar hann sneri jólabúð hverfisins á hvolf eru afleiðingarnar engar – ekki ein einasta kúla brotnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi gekk ég um heimili mitt og gerði úttekt á ástandinu. Á eldhúsborðinu súrnaði mjólk í morgunverðarskálum; inni á baði flæddi óhreint tau upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem ógnaði nærliggjandi vistarverum; barnaherbergið var hamfarasvæði þar sem aurskriða af dóti hafði stráfellt heilt Barbie-dúkkuþorp; þótt aðeins örfáar vikur væru til jóla voru engar gjafir komnar í hús, engar sortir bakaðar, engir skápar sótthreinsaðir. Hvert plan dagsins yrði lá í augum uppi: Ég og Netflix, uppi í sófa – kannski smá Facebook á símanum – á meðan tveggja ára sonurinn tæki lúr og fimm ára dóttirin léki sér með iPaddinn. Facebook kippti mér hins vegar óþyrmilega aftur í land hinna fullorðnu. Á Facebook sá ég mynd af fallega skreyttu jólatré. Við tréð stóð skælbrosandi stúlka sem hélt á diski fullum af piparkökum. Þetta var dóttir vinkonu minnar og bekkjarsystir dóttur minnar. Ég vissi að ég yrði að gera eitthvað í þessu. Ég lagði frá mér sjónvarpsfjarstýringuna, setti Facebook í vasann, stóð upp úr sófanum og hrópaði: „Allir í föt. Við erum að fara út að kaupa jólatré.“ Dóttirin sperrtist við. „En þú sagðir að ég mætti leika með iPaddinn.“ „Ekki núna. Við ætlum að eiga huggulega fjölskyldustund hvort sem ykkur líkar betur eða verr.“ Gervigráturinn ómaði eins og hljóðútgáfan af pólýester. „En þú sagðir ...“ „Hættu þessu væli. Þetta verður frábært. Ég sá það á Facebook.“ Við höfðum aldrei verið með jólatré áður hér í London og fundum loks hverfisverslun sem seldi jólaskraut. Um leið og við stigum yfir þröskuldinn greip hringrás lífsins í taumana. „Ég þarf að kúka,“ sagði dóttirin. Eftir leiðangur á illa lyktandi almenningsklósett snerum við aftur í búðina. „Bolti,“ hrópaði tveggja ára sonur minn, teygði sig eftir jólakúlu og gerði sig líklegan til að dúndra henni í systur sína. „Nei!“ hrópaði ég og hrifsaði af honum kúluna. „Komum í eltingaleik,“ sagði dóttirin og tók á sprett. Sonurinn renndi fingrunum eftir kúlum sem héngu í glampandi röðum á veggjunum og þaut á eftir henni. „Stopp!“ Glóandi rauðar kúlur féllu til jarðar eins og brennandi snjókorn í helvíti – sjálfsköpuðu helvíti. Ég skreið um gólfið, týndi upp kúlurnar sem skoppuðu um öll gólf og reyndi að brosa framan í afgreiðslukonuna er ég framreiddi heimabakaða afsökun – það eina sem ég mun baka um jólin – syninum til handa: „Hann er ekki búinn að taka lúrinn sinn, greyið.“ Draumurinn um stílhreint tré í skandinavískum stíl fór fyrir lítið þegar ég henti í óðagoti ósamstæðum jólakúlum í körfu, borgaði og smalaði óstýrilátri hersingunni út. Við náðum í blómabúðina rétt fyrir lokun. „Trén eru búin í dag. Það koma fleiri á morgun.“ Mér féllust hendur. Þetta líktist ekkert því sem ég sá á Facebook. Á mánudagsmorgun hitti ég vinkonu mína og dóttur hennar á skólalóðinni. „Ég sá að þið áttuð huggulega helgi.“ Vinkonan ranghvolfdi augunum. „Suma daga vildi ég að ég yrði fyrir strætó bara svo að ég fengi smá hvíld frá öllu sem þarf að gera.“Besta jólagjöfin Samtíminn er háður annríki. Annríki er keppni, annríki er mælikvarði á mikilvægi okkar, annríki er tilgangur okkar á þessari jörðu. Við berum annríki okkar með stolti eins og fálkaorðu í barmi. En annríki er líka plága, annríki er smitandi, annríki er faraldur. Genginn er í garð sá árstími er annríkið nær hámarki. Þegar rétt rúmar tvær vikur eru til jóla er gott að rifja upp listina að missa bolta. Að horfast í augu við staðreyndir er undarlega valdeflandi: Við getum ekki gert allt. Hvernig væri að sleppa sumu? Jafnvel mörgu? Besta jólagjöfin sem við getum gefið sjálfum okkur er að missa nokkra af þeim fjölmörgu boltum – eða jólakúlum í ljósi árstímans – sem við berjumst við að halda á lofti. Eins og sonur minn sannaði þegar hann sneri jólabúð hverfisins á hvolf eru afleiðingarnar engar – ekki ein einasta kúla brotnaði.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun