Elsta afbrigði plágunnar fannst í fimm þúsund ára gamalli gröf í Svíþjóð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. desember 2018 07:30 Beinahrúgan ævaforna sem hafði að geyma afbrigðið. Fréttablaðið/Cell Elsta afbrigði bakteríunnar Yersina pestis sem fundist hefur fannst á dögunum í fimm þúsund ára gamalli gröf í Vestur-Gautlandi í Svíþjóð. Gerillinn olli farsótt sem dró vel yfir 50 milljónir manna til dauða um miðja 14. öld og kennd er við svartadauða. Vísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu Cell í gær en í niðurstöðum þeirra kemur fram að með uppgötvun afbrigðisins hafi vísindamenn aldrei komist jafn nálægt því að uppgötva erfðafræðilegan uppruna plágunnar. „Með þessari rannsókn hefur okkur tekist að ferðast aftur í tímann og rýna í það hvernig þessi sýkill, sem haft hefur svo djúpstæð áhrif á samfélag okkar, hefur þróast í aldanna rás,“ segir aðalhöfundur rannsóknarinnar, víðerfðamengjafræðingurinn Simon Rasmussen. Vísindamennirnir fundu afbrigði bakteríunnar í erfðaefni sem þeir tóku úr líkamsleifum 20 ára gamallar konu sem lést fyrir um fimm þúsund árum. Afbrigðið hefur að geyma sömu eiginleika og farsóttin banvæna býr yfir í dag. Rasmussen og meðhöfundar hans benda á að þetta ævaforna afbrigði renni stoðum undir þá kenningu að plágan hafi dreifst auðveldlega milli manna á nýsteinöld með tilkomu stærri byggða, viðskiptaleiða og tækniframfara. „Plágan þróaðist úr tiltölulega meinlausri örveru. Við höfum séð sambærilega hluti gerast undanfarin ár og áratugi í tilfelli bólusóttar, malaríu, ebólu og Zika. Þetta þróunarferli er afar virkt,“ segir Rasmussen. „Það er verðugt verkefni að reyna að skilja hvernig meinlaust fyrirbæri þróast yfir í eitthvað sem er svo bráðsmitandi.“ Fornminjar Zíka Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Elsta afbrigði bakteríunnar Yersina pestis sem fundist hefur fannst á dögunum í fimm þúsund ára gamalli gröf í Vestur-Gautlandi í Svíþjóð. Gerillinn olli farsótt sem dró vel yfir 50 milljónir manna til dauða um miðja 14. öld og kennd er við svartadauða. Vísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu Cell í gær en í niðurstöðum þeirra kemur fram að með uppgötvun afbrigðisins hafi vísindamenn aldrei komist jafn nálægt því að uppgötva erfðafræðilegan uppruna plágunnar. „Með þessari rannsókn hefur okkur tekist að ferðast aftur í tímann og rýna í það hvernig þessi sýkill, sem haft hefur svo djúpstæð áhrif á samfélag okkar, hefur þróast í aldanna rás,“ segir aðalhöfundur rannsóknarinnar, víðerfðamengjafræðingurinn Simon Rasmussen. Vísindamennirnir fundu afbrigði bakteríunnar í erfðaefni sem þeir tóku úr líkamsleifum 20 ára gamallar konu sem lést fyrir um fimm þúsund árum. Afbrigðið hefur að geyma sömu eiginleika og farsóttin banvæna býr yfir í dag. Rasmussen og meðhöfundar hans benda á að þetta ævaforna afbrigði renni stoðum undir þá kenningu að plágan hafi dreifst auðveldlega milli manna á nýsteinöld með tilkomu stærri byggða, viðskiptaleiða og tækniframfara. „Plágan þróaðist úr tiltölulega meinlausri örveru. Við höfum séð sambærilega hluti gerast undanfarin ár og áratugi í tilfelli bólusóttar, malaríu, ebólu og Zika. Þetta þróunarferli er afar virkt,“ segir Rasmussen. „Það er verðugt verkefni að reyna að skilja hvernig meinlaust fyrirbæri þróast yfir í eitthvað sem er svo bráðsmitandi.“
Fornminjar Zíka Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira