Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. desember 2018 15:32 Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. Vísir/vilhelm Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum ætla ekki að taka þátt í samstarfi við velferðarnefnd Alþingis á meðan Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. Þetta kom fram í bréfi sem fræðimennirnir sendu Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis í gær en Kjarninn birti frétt um þetta fyrstir miðla. Í bréfinu segir að ummæli þingmanna á Klausturbarnum séu þeim áfall og þá hafi það verið „þungbært að verða vitni að þeim niðurlægjandi og fordómafullu ummælum sem þar voru viðhöfð um fatlað fólk, einkum fatlaðar konur sem við virðum mikils og eigum náið og gott samstarf við í baráttu fyrir mannréttindum og mannvirðingu fatlaðs fólks.“ Rannveig Traustadóttir prófessor og forstöðumaður Rannsóknarsetursins, Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor, James G. Rice lektor, Snæfríður Þóra Egilsson prófessor og Stefán C. Hardonk lektir eru skrifuð fyrir bréfinu. Afrit af bréfinu var sent til allra þingmanna sem eiga sæti í velferðarnefnd. Fræðimennirnir hafa aðstoðað velferðarnefnd mikið á undanförnum árum ýmist með umsögnum um þingsályktunartillögur, og lagafrumvörp. Fulltrúar Rannsóknarsetursins hafa þá oft komið fyrir þingnefndir. Anna Kolbrún er einn af sex þingmönnum sem sátu að sumbli á Klaustur bar 20. nóvember síðastliðinn. Bára Halldórsdóttir tók samtalið upp og afhjúpaði ósæmilegt tal þingmannanna. Anna Kolbrún sagðist fyrst ætla að íhuga stöðu sína en ákvað eftir nokkurra daga umhugsunarfrest að segja ekki af sér. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07 Fylgistap skiljanleg viðbrögð Fylgishrun Miðflokksins sem birtist í nýrri skoðanakönnun eru skiljanleg viðbrögð fólks við fréttum síðustu daga að sögn formanns Miðflokksins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um meintan sendiherrakapal sem greint var frá á Klaustursupptökunni. 5. desember 2018 19:30 Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún í Bítinu Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, verða gestir Bítisins á Bylgjunni. 5. desember 2018 07:46 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum ætla ekki að taka þátt í samstarfi við velferðarnefnd Alþingis á meðan Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. Þetta kom fram í bréfi sem fræðimennirnir sendu Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis í gær en Kjarninn birti frétt um þetta fyrstir miðla. Í bréfinu segir að ummæli þingmanna á Klausturbarnum séu þeim áfall og þá hafi það verið „þungbært að verða vitni að þeim niðurlægjandi og fordómafullu ummælum sem þar voru viðhöfð um fatlað fólk, einkum fatlaðar konur sem við virðum mikils og eigum náið og gott samstarf við í baráttu fyrir mannréttindum og mannvirðingu fatlaðs fólks.“ Rannveig Traustadóttir prófessor og forstöðumaður Rannsóknarsetursins, Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor, James G. Rice lektor, Snæfríður Þóra Egilsson prófessor og Stefán C. Hardonk lektir eru skrifuð fyrir bréfinu. Afrit af bréfinu var sent til allra þingmanna sem eiga sæti í velferðarnefnd. Fræðimennirnir hafa aðstoðað velferðarnefnd mikið á undanförnum árum ýmist með umsögnum um þingsályktunartillögur, og lagafrumvörp. Fulltrúar Rannsóknarsetursins hafa þá oft komið fyrir þingnefndir. Anna Kolbrún er einn af sex þingmönnum sem sátu að sumbli á Klaustur bar 20. nóvember síðastliðinn. Bára Halldórsdóttir tók samtalið upp og afhjúpaði ósæmilegt tal þingmannanna. Anna Kolbrún sagðist fyrst ætla að íhuga stöðu sína en ákvað eftir nokkurra daga umhugsunarfrest að segja ekki af sér.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07 Fylgistap skiljanleg viðbrögð Fylgishrun Miðflokksins sem birtist í nýrri skoðanakönnun eru skiljanleg viðbrögð fólks við fréttum síðustu daga að sögn formanns Miðflokksins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um meintan sendiherrakapal sem greint var frá á Klaustursupptökunni. 5. desember 2018 19:30 Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún í Bítinu Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, verða gestir Bítisins á Bylgjunni. 5. desember 2018 07:46 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07
Fylgistap skiljanleg viðbrögð Fylgishrun Miðflokksins sem birtist í nýrri skoðanakönnun eru skiljanleg viðbrögð fólks við fréttum síðustu daga að sögn formanns Miðflokksins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um meintan sendiherrakapal sem greint var frá á Klaustursupptökunni. 5. desember 2018 19:30
Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún í Bítinu Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, verða gestir Bítisins á Bylgjunni. 5. desember 2018 07:46