Bílastæði sem merkt voru sem einkastæði í hálfa öld eign borgarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2018 18:37 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. vísir/hanna Eigendur íbúðarhúsnæðis við Bergstaðastræti í Reykjavík hafa tapað máli gegn Reykjavíkurborg vegna bílastæða við húsið. Bílastæðin höfðu verið merkt sem einkastæði í um hálfa öld en eru samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms í eigu borgarinnar. Vildu eigendurnir meina að bílastæðin tilheyrðu húsinu og gerðu þau kröfum að landspildan sem bílastæðin standa á væru eign þeirra. Til vara varð gerð krafa um að eigendurnir ættu afnotarétt af bílastæðunum í ljósi hefðar, þar sem skiltum þar sem á stóð að stæðin væru einkastæði hefðu verið sett upp árið 1966 og staðið athugasemdalaust til 2017, er borgin lét taka þau niður. Þá töldu eigendurnir einnig að stæðin hafi verið gerð fyrir eigendur hússins, jafnvel þó að borgin hafi borið kostnað af þeim. Vildu þau einnig meina að landspildan sem bílastæðin standa á hafi alltaf verið hluti lóðar húsnæðisins. Þessu mótmælti Reykjavíkurborg og sagði engin gögn finnast um að stæðin hafi verið gerð fyrir eigendur hússins. Þá vísaði borgin einnig til þess að starfsmönnum hennar hafi ekki verið kunnugt um skiltin fyrr en um árið 2008. Bílastæðin séu á svæði sem sé utan gjaldskyldu og því ekki sérstakt eftirlit með þeim. Eftir að borginni varð hins vegar kunnugt um tilvist merkinganna voru þær fjarlægðar, enda hafi þær aldrei verið settar upp með samþykki borgarinnar.Héraðsdómur hafnaði öllum kröfum eiganda hússins en í dóminum kemur meðal annars fram að það þurfi meira til en að setja upp skilti sem á stendur einkastæði til þess að hægt sé að krefjast hefðarhalds á almannarými. Flokkast bílastæðin því til eignar Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Eigendur íbúðarhúsnæðis við Bergstaðastræti í Reykjavík hafa tapað máli gegn Reykjavíkurborg vegna bílastæða við húsið. Bílastæðin höfðu verið merkt sem einkastæði í um hálfa öld en eru samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms í eigu borgarinnar. Vildu eigendurnir meina að bílastæðin tilheyrðu húsinu og gerðu þau kröfum að landspildan sem bílastæðin standa á væru eign þeirra. Til vara varð gerð krafa um að eigendurnir ættu afnotarétt af bílastæðunum í ljósi hefðar, þar sem skiltum þar sem á stóð að stæðin væru einkastæði hefðu verið sett upp árið 1966 og staðið athugasemdalaust til 2017, er borgin lét taka þau niður. Þá töldu eigendurnir einnig að stæðin hafi verið gerð fyrir eigendur hússins, jafnvel þó að borgin hafi borið kostnað af þeim. Vildu þau einnig meina að landspildan sem bílastæðin standa á hafi alltaf verið hluti lóðar húsnæðisins. Þessu mótmælti Reykjavíkurborg og sagði engin gögn finnast um að stæðin hafi verið gerð fyrir eigendur hússins. Þá vísaði borgin einnig til þess að starfsmönnum hennar hafi ekki verið kunnugt um skiltin fyrr en um árið 2008. Bílastæðin séu á svæði sem sé utan gjaldskyldu og því ekki sérstakt eftirlit með þeim. Eftir að borginni varð hins vegar kunnugt um tilvist merkinganna voru þær fjarlægðar, enda hafi þær aldrei verið settar upp með samþykki borgarinnar.Héraðsdómur hafnaði öllum kröfum eiganda hússins en í dóminum kemur meðal annars fram að það þurfi meira til en að setja upp skilti sem á stendur einkastæði til þess að hægt sé að krefjast hefðarhalds á almannarými. Flokkast bílastæðin því til eignar Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira