Bílastæði sem merkt voru sem einkastæði í hálfa öld eign borgarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2018 18:37 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. vísir/hanna Eigendur íbúðarhúsnæðis við Bergstaðastræti í Reykjavík hafa tapað máli gegn Reykjavíkurborg vegna bílastæða við húsið. Bílastæðin höfðu verið merkt sem einkastæði í um hálfa öld en eru samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms í eigu borgarinnar. Vildu eigendurnir meina að bílastæðin tilheyrðu húsinu og gerðu þau kröfum að landspildan sem bílastæðin standa á væru eign þeirra. Til vara varð gerð krafa um að eigendurnir ættu afnotarétt af bílastæðunum í ljósi hefðar, þar sem skiltum þar sem á stóð að stæðin væru einkastæði hefðu verið sett upp árið 1966 og staðið athugasemdalaust til 2017, er borgin lét taka þau niður. Þá töldu eigendurnir einnig að stæðin hafi verið gerð fyrir eigendur hússins, jafnvel þó að borgin hafi borið kostnað af þeim. Vildu þau einnig meina að landspildan sem bílastæðin standa á hafi alltaf verið hluti lóðar húsnæðisins. Þessu mótmælti Reykjavíkurborg og sagði engin gögn finnast um að stæðin hafi verið gerð fyrir eigendur hússins. Þá vísaði borgin einnig til þess að starfsmönnum hennar hafi ekki verið kunnugt um skiltin fyrr en um árið 2008. Bílastæðin séu á svæði sem sé utan gjaldskyldu og því ekki sérstakt eftirlit með þeim. Eftir að borginni varð hins vegar kunnugt um tilvist merkinganna voru þær fjarlægðar, enda hafi þær aldrei verið settar upp með samþykki borgarinnar.Héraðsdómur hafnaði öllum kröfum eiganda hússins en í dóminum kemur meðal annars fram að það þurfi meira til en að setja upp skilti sem á stendur einkastæði til þess að hægt sé að krefjast hefðarhalds á almannarými. Flokkast bílastæðin því til eignar Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Eigendur íbúðarhúsnæðis við Bergstaðastræti í Reykjavík hafa tapað máli gegn Reykjavíkurborg vegna bílastæða við húsið. Bílastæðin höfðu verið merkt sem einkastæði í um hálfa öld en eru samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms í eigu borgarinnar. Vildu eigendurnir meina að bílastæðin tilheyrðu húsinu og gerðu þau kröfum að landspildan sem bílastæðin standa á væru eign þeirra. Til vara varð gerð krafa um að eigendurnir ættu afnotarétt af bílastæðunum í ljósi hefðar, þar sem skiltum þar sem á stóð að stæðin væru einkastæði hefðu verið sett upp árið 1966 og staðið athugasemdalaust til 2017, er borgin lét taka þau niður. Þá töldu eigendurnir einnig að stæðin hafi verið gerð fyrir eigendur hússins, jafnvel þó að borgin hafi borið kostnað af þeim. Vildu þau einnig meina að landspildan sem bílastæðin standa á hafi alltaf verið hluti lóðar húsnæðisins. Þessu mótmælti Reykjavíkurborg og sagði engin gögn finnast um að stæðin hafi verið gerð fyrir eigendur hússins. Þá vísaði borgin einnig til þess að starfsmönnum hennar hafi ekki verið kunnugt um skiltin fyrr en um árið 2008. Bílastæðin séu á svæði sem sé utan gjaldskyldu og því ekki sérstakt eftirlit með þeim. Eftir að borginni varð hins vegar kunnugt um tilvist merkinganna voru þær fjarlægðar, enda hafi þær aldrei verið settar upp með samþykki borgarinnar.Héraðsdómur hafnaði öllum kröfum eiganda hússins en í dóminum kemur meðal annars fram að það þurfi meira til en að setja upp skilti sem á stendur einkastæði til þess að hægt sé að krefjast hefðarhalds á almannarými. Flokkast bílastæðin því til eignar Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira