Rússar eru með fullt hús stiga í milliriðli eitt eftir fjögurra marka sigur á Serbum, 29-25, á EM kvenna í Frakklandi.
Rússarnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik 16-13 og höfðu góð tök á leiknum í síðari hálfeik sem skilaði sigri gegn grönnunum frá Serbíu.
Rússarnir eru á toppi milliriðils eitt með sex stig af sex mögulegum en heimastúlkur í Frakklandi eru í öðru sæti með fimm stig. Serbía er með tvö stig eftir leikina þrjá.
Holland er einnig með fullt hús stiga eftir fimm marka sigur á Ungverjum, 29-24. Holland var 11-10 yfir í hálfleik en flóðgáttirnar opnuðust í síðari hálfleik.
Holland er með sex stig og er í góðum möguleika á að komast í undanúrslitin en Rúmenía var að tapa sínum fyrsta leik. Rúmenarnir eru með fjögur stig.
Holland og Rússland í góðum málum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn