Hvenær er maður saklaus? Jón Kjartan Jónsson skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Það þarf ekkert að vorkenna okkur. Reksturinn gengur vel, fyrirtækið er flott með frábæra starfsmenn og eigendur. Fyrir mörg okkar er þetta fyrirtæki og starfsmenn þess hluti af fjölskyldu okkar. Þannig hefur það verið í áratugi. Þegar sótt er að fjölskyldum standa þær saman. Þannig hefur okkur öllum tekist að standa saman gegnum þennan endalausa aurburð frá einni af æðstu stofnun þjóðarinnar. Við töldum okkur allan tímann hafa verið að vinna af samviskusemi í samræmi við síbreytilegar reglur sem settar voru til að verndar þjóðarhag. Þann 27. mars 2012 var framkvæmd stærsta húsleit Íslandssögunnar hjá okkur, í beinni útsendingu RÚV, útvarpi allra landsmanna! Á meðan á henni stóð fengum við hringingar víða að úr heiminum frá fólki sem hafði séð fréttatilkynningu, ýmist á íslensku eða ensku, frá Seðlabanka Íslands um hvað stæði til. Allt starfsfólk skrifstofunnar var í nokkurs konar „stofufangelsi“ í hálfan sólarhring meðan á húsleitinni stóð undir vökulu eftirliti tuga aðstoðarmanna Seðlabankans, til að vernda rannsóknarhagsmuni. Við héldum stuttan starfsmannafund daginn eftir með þeim sem lentu í húsleitinni. Þar sagði lögmaður okkur, að miðað við umfangið á leitinni þá skyldum við ekki láta okkur dreyma um að það tæki minna en þrjú ár að leiða málið til lykta. Þegar upp var staðið reyndust árin nærri sjö. Í einfeldni okkar töldum við að þetta yrði fljótafgreitt þegar hið sanna kæmi í ljós. Lögmaðurinn sagði fleira, en við töldum dómsdagsspár hans vera fjarstæðukenndar. Það leið þó ekki á löngu áður en við gerðum okkur grein fyrir að allt sem lögmaðurinn spáði þennan dag ætti eftir að koma fram. Það yrði aldrei hætt og allt yrði reynt til að koma höggi á okkur. Við áttum að vera óvinur þjóðarinnar sem stjórnmálamenn og stofnanir skyldu taka í gegn hvað sem það kostaði. Mikið var reynt til að koma fram okkar hlið málsins og bjóða samvinnu við yfirferð gagna, allt undir dúndrandi óhróðri virðulegu valdhafanna á Svörtuloftum í fjölmiðlum og víðar. Árin liðu hvert af öðru og alltaf var haldið áfram. Við misstum góða menn þegar á okkur voru bornar rangar sakagiftir, sem enginn á að þurfa að sitja undir. Það tjón verður aldrei bætt. Útúrsnúningar opinberu valdhafanna voru svo framandi að líkja má við vísindaskáldsögur. Orðstír okkar sem einstaklinga, fyrirtækis, stjórnenda og starfsmanna, var undir árásum í mörg ár. Hér starfar margt fólk sem á sínar fjölskyldur og tekur það til sín þegar handhafar opinbers valds fara fram með þessum hætti. Þessu máli er loksins lokið með fullnaðarsigri okkar. Ekkert „lagalegt klúður“ heldur erum við saklaus vegna þess að engin brot voru framin. Fyrir sigrinum eru tvær ástæður sem fólk þarf að hafa í huga. Við erum svo heppin að vera með menn í stafni sem gefast aldrei upp. Hin ástæðan er sú, að við erum vel rekið fyrirtæki sem hefur fjármuni og getu til að verjast. Fæstir búa við þann munað, því miður. Valdi fylgir ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Í dag erum við ekki að biðja um neitt annað en að þeir sem gróflega misnotuðu vald sitt verði látnir sæta ábyrgð gjörða sinna. Ástæða þess er augljós. Það þarf að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Það gæti verið að þú, lesandi góður, lendir í því alveg eins og við. Það er bara spurning hver á næst að vera „hann“ eða „hún“ að mati valdhafanna. Vonandi verður það ekki þú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samherji og Seðlabankinn Skoðun Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Það þarf ekkert að vorkenna okkur. Reksturinn gengur vel, fyrirtækið er flott með frábæra starfsmenn og eigendur. Fyrir mörg okkar er þetta fyrirtæki og starfsmenn þess hluti af fjölskyldu okkar. Þannig hefur það verið í áratugi. Þegar sótt er að fjölskyldum standa þær saman. Þannig hefur okkur öllum tekist að standa saman gegnum þennan endalausa aurburð frá einni af æðstu stofnun þjóðarinnar. Við töldum okkur allan tímann hafa verið að vinna af samviskusemi í samræmi við síbreytilegar reglur sem settar voru til að verndar þjóðarhag. Þann 27. mars 2012 var framkvæmd stærsta húsleit Íslandssögunnar hjá okkur, í beinni útsendingu RÚV, útvarpi allra landsmanna! Á meðan á henni stóð fengum við hringingar víða að úr heiminum frá fólki sem hafði séð fréttatilkynningu, ýmist á íslensku eða ensku, frá Seðlabanka Íslands um hvað stæði til. Allt starfsfólk skrifstofunnar var í nokkurs konar „stofufangelsi“ í hálfan sólarhring meðan á húsleitinni stóð undir vökulu eftirliti tuga aðstoðarmanna Seðlabankans, til að vernda rannsóknarhagsmuni. Við héldum stuttan starfsmannafund daginn eftir með þeim sem lentu í húsleitinni. Þar sagði lögmaður okkur, að miðað við umfangið á leitinni þá skyldum við ekki láta okkur dreyma um að það tæki minna en þrjú ár að leiða málið til lykta. Þegar upp var staðið reyndust árin nærri sjö. Í einfeldni okkar töldum við að þetta yrði fljótafgreitt þegar hið sanna kæmi í ljós. Lögmaðurinn sagði fleira, en við töldum dómsdagsspár hans vera fjarstæðukenndar. Það leið þó ekki á löngu áður en við gerðum okkur grein fyrir að allt sem lögmaðurinn spáði þennan dag ætti eftir að koma fram. Það yrði aldrei hætt og allt yrði reynt til að koma höggi á okkur. Við áttum að vera óvinur þjóðarinnar sem stjórnmálamenn og stofnanir skyldu taka í gegn hvað sem það kostaði. Mikið var reynt til að koma fram okkar hlið málsins og bjóða samvinnu við yfirferð gagna, allt undir dúndrandi óhróðri virðulegu valdhafanna á Svörtuloftum í fjölmiðlum og víðar. Árin liðu hvert af öðru og alltaf var haldið áfram. Við misstum góða menn þegar á okkur voru bornar rangar sakagiftir, sem enginn á að þurfa að sitja undir. Það tjón verður aldrei bætt. Útúrsnúningar opinberu valdhafanna voru svo framandi að líkja má við vísindaskáldsögur. Orðstír okkar sem einstaklinga, fyrirtækis, stjórnenda og starfsmanna, var undir árásum í mörg ár. Hér starfar margt fólk sem á sínar fjölskyldur og tekur það til sín þegar handhafar opinbers valds fara fram með þessum hætti. Þessu máli er loksins lokið með fullnaðarsigri okkar. Ekkert „lagalegt klúður“ heldur erum við saklaus vegna þess að engin brot voru framin. Fyrir sigrinum eru tvær ástæður sem fólk þarf að hafa í huga. Við erum svo heppin að vera með menn í stafni sem gefast aldrei upp. Hin ástæðan er sú, að við erum vel rekið fyrirtæki sem hefur fjármuni og getu til að verjast. Fæstir búa við þann munað, því miður. Valdi fylgir ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Í dag erum við ekki að biðja um neitt annað en að þeir sem gróflega misnotuðu vald sitt verði látnir sæta ábyrgð gjörða sinna. Ástæða þess er augljós. Það þarf að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Það gæti verið að þú, lesandi góður, lendir í því alveg eins og við. Það er bara spurning hver á næst að vera „hann“ eða „hún“ að mati valdhafanna. Vonandi verður það ekki þú.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar