Koma til með að geta dregið mikið af uppsögnum til baka fjárfesti Indigo í WOW air Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 11:20 Sigþór Kristinn Skúlason er framkvæmdastjóri Airport Associates. vísir/hvati Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir að fyrirtækið muni koma til með að geta dregið til baka mikið af uppsögnum starfsfólks frá því í gær gangi fjárfesting Indigo Partners í WOW air upp. Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. Í gærkvöldi bárust svo fregnir af því að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners hefði gert bráðabirgðasamning við WOW air um að fjárfesta í flugfélaginu. Sagði í tilkynningu að til stæði að ljúka gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. „Þegar það kemst niðurstaða í það, þegar og ef að þeir ná að loka þessu með samkomulagi þá kemur þetta til með að breyta mjög miklu og þá komum við til með að geta dregið mikið af þessum uppsögnum til baka,“ segir Sigþór í samtali við Vísi. Hann kveðst vera í góðum samskiptum við stjórnendur WOW air og þeir haldi honum eins upplýstum og hægt er um stöðu mála. Sigþór kveðst ekki vita hvaða tímaramma WOW og Indigo hafa sett sér varðandi það að ljúka samkomulaginu um fjárfestinguna. „En ég geri ráð fyrir því að menn vilji klára þetta gríðarlega hratt, ekki síst bara út af þessari stöðu sem er svo vont að vera í. Það gengur örugglega verr að selja miða heldur en þegar þetta er allt tryggt.“ Aðspurður hvernig hljóðið sé í starfsmönnum hans og hvort að dagurinn í gær hafi ekki verið þungur segir Sigþór: „Já, þetta var þungur dagur í gær en eftir því sem það leið á kvöldið og fréttir bárust af Indigo Partners þá vona ég að það sé meiri bjartsýni.“ WOW Air Tengdar fréttir Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira
Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir að fyrirtækið muni koma til með að geta dregið til baka mikið af uppsögnum starfsfólks frá því í gær gangi fjárfesting Indigo Partners í WOW air upp. Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. Í gærkvöldi bárust svo fregnir af því að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners hefði gert bráðabirgðasamning við WOW air um að fjárfesta í flugfélaginu. Sagði í tilkynningu að til stæði að ljúka gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. „Þegar það kemst niðurstaða í það, þegar og ef að þeir ná að loka þessu með samkomulagi þá kemur þetta til með að breyta mjög miklu og þá komum við til með að geta dregið mikið af þessum uppsögnum til baka,“ segir Sigþór í samtali við Vísi. Hann kveðst vera í góðum samskiptum við stjórnendur WOW air og þeir haldi honum eins upplýstum og hægt er um stöðu mála. Sigþór kveðst ekki vita hvaða tímaramma WOW og Indigo hafa sett sér varðandi það að ljúka samkomulaginu um fjárfestinguna. „En ég geri ráð fyrir því að menn vilji klára þetta gríðarlega hratt, ekki síst bara út af þessari stöðu sem er svo vont að vera í. Það gengur örugglega verr að selja miða heldur en þegar þetta er allt tryggt.“ Aðspurður hvernig hljóðið sé í starfsmönnum hans og hvort að dagurinn í gær hafi ekki verið þungur segir Sigþór: „Já, þetta var þungur dagur í gær en eftir því sem það leið á kvöldið og fréttir bárust af Indigo Partners þá vona ég að það sé meiri bjartsýni.“
WOW Air Tengdar fréttir Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira
Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07