Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 12:45 Ólafur Ísleifsson kemur til Bessastaða í gærkvöldi þar sem forseti Íslands bauð þingmönnum til veislu í tilefni afmælis fullveldisins. vísir/vilhelm Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. Stjórn flokksins skoraði í gær á þá Ólaf og Karl Gauta Hjaltason að segja af sér þingmennsku og láta af öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þeir Ólafur og Karl Gauti voru báðir viðstaddir umræður á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum þar sem þingmenn Miðflokksins höfðu uppi óviðeigandi orð um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Samræðurnar náðust á upptöku. Á einni þeirra heyrist Karl Gauti segja að Inga sé ófær um að gegna formennsku í Flokki fólksins og að því er fram kom í frétt Stundarinnar af upptökunni að Ólafur segði að Inga vildi vel en tæki svo undir með Karli Gauta. Hvorugur þeirra kæmi Ingu Sæland mikið til varnar. „Það eru auðvitað engin efni til þess að ég segi af mér þingmennsku,“ segir Ólafur í samtali við Vísi þegar hann er spurður um áskorun stjórnar Flokks fólksins. Segir hann að það séu engin meiðandi eða særandi ummæli frá honum þarna. Aðspurður hvort hann sé á leiðinni úr Flokki fólksins og ætli þá að sitja á þingi utan flokka eða fyrir annan flokk er Ólafur afdráttarlaus: „Ég er ekkert á leiðinni úr þessum flokki. Ég vil bara leggja mig fram við það að þessi þingflokkur finni leið til þess að starfa saman að þeim málefnum sem við vorum kosin til að sinna.“Samræðurnar fóru fram á Klaustur bar fyrr í mánuðinum. Vísir/VilhelmSegist hafa getað gert meira í því að taka til varnaEn sérðu eitthvað eftir því að hafa verið á þessum bar og ekki tekið sterkar til varna fyrir þinn formann og aðra samstarfsmenn þína á þingi sem þarna var rætt um? „Það eru að minnsta kosti tvö dæmi um það að ég hafi tekið til varna en ég hefði náttúrulega getað gert meira í því. Ég fór nú þegar ég sá í hvað stefndi, ég var sá fyrsti til að fara, en ég get alveg sagt það að ég hefði náttúrulega átt að sjá það fyrr í hvað stefndi. Við vorum upphaflega bara að tala um stjórnmál og ágætt samstarf sem við höfum átt í mörgum efnum. Svo fer nú að svífa þarna á einhverja og maður átti auðvitað að vera búinn að vera sjá það. En maður auðvitað dregur sína lærdóma,“ segir Ólafur. Ágætt samstarf hefur verið á þingi á milli Flokks fólksins og Miðflokksins. Það er því spurning hvort að það geti haldið áfram eftir uppákomuna á Klaustur Bar. „Við höfum haft málefnalega samstöðu í ýmsum málefnum sem skipta nú fólkið hérna miklu máli. Það samstarf hefur verið með ágætum. Þingmenn beggja flokka hafa með svolítið áberandi hætti stutt mál hvors annars,“ segir Ólafur.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kemur til Bessastaða í gærkvöldi.vísir/vilhelmBoðar ekki gott fyrir frekara samstarf með MiðflokknumTelurðu að þessi uppákoma á þessum bar hafi ekki áhrif á það samstarf? „Þessi uppákoma á þessum bar var auðvitað eins óheppileg og verða má. Mér þykir ákaflega leitt að þetta hafi verið gert og þarna féllu auðvitað ummæli sem eru fyrir neðan allar hellur.“Þú sérð samt alveg fyrir þér, bæði sem þingmaður og manneskja, viltu vinna áfram með mönnum eins og Gunnari Braga Sveinssyni og Bergþóri Ólasyni sem sýna af sér mikla kvenfyrirlitningu og dónaskap í garð margra samstarfskvenna ykkar á þingi? „Það var mjög leitt að verða vitni að þessu. Já, já, þetta er auðvitað mjög slæmt, það er bara þannig, og auðvitað boðar þetta ekki gott upp á frekara samstarf, það verður að segjast eins og er.“Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins.vísir/vilhelmTelur ekki að Karl Gauti eigi að segja af sér Aðspurður um stöðu Karls Gauta er Ólafur einnig afdráttarlaus. Hann telur ekki að Karl Gauti þurfi að segja af sér. „Það er öllum frjálst að gagnrýna forystumenn í sínum flokki. Það er bara pólitísk yfirlýsing og hún er ekki persónuleg eða meiðandi á nokkurn hátt. Það eru allir flokksformenn í öllum flokkum umdeildir og sæta gagnrýni. Líttu á Theresu May og hvað hennar flokksmenn eru margir hverjir búnir að gera margar tilraunir til þess að reyna að koma henni frá völdum.“ Þá nefnir Ólafur einnig Margaret Thatcher. „Má ég líka benda þér á það að það voru eigin flokksmenn Margaret Thatcher sem felldu hana af forsætisráðherrastóli. Það hefur enginn talað um þá gagnrýni sem Theresa May og Margaret Thatcher hafa orðið fyrir sem eitthvað tengt þeirra kynferði. Það er margur flokksformaðurinn sem hefur þurft að verjast alls konar gagnrýni úr eigin flokkum.“Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, en stjórn flokksins fundar í dag.vísir/vilhelmGeti ekki verið meira en „spjallfundur“ Stjórn Flokks fólksins mun koma saman til fundar í dag. Ólafur segir að sér sýnist sem svo að sá fundur hljóti meira að vera í átt að „spjallfundi“. Fundurinn geti að minnsta kosti ekki ályktað neitt þar sem samþykktir flokksins kveði á um að boða þurfi til stjórnarfundar með tveggja daga fyrirvara. Hann lítur stjórnarfundinn í gær þar sem áskorunin kom fram sömu augun. Aðspurður hvort að hann muni boða til fundar í þingflokknum í dag í ljósi sérstakra segist hann ekki búast við því og vísar í að fastir tímar þingflokksfunda séu á mánudögum og miðvikudögum. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Vandræðaleg veisla á Bessastöðum Kom á óvart að fjögur úr Klausturgenginu hafi mætt glaðbeitt til veislu. 30. nóvember 2018 11:33 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. Stjórn flokksins skoraði í gær á þá Ólaf og Karl Gauta Hjaltason að segja af sér þingmennsku og láta af öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þeir Ólafur og Karl Gauti voru báðir viðstaddir umræður á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum þar sem þingmenn Miðflokksins höfðu uppi óviðeigandi orð um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Samræðurnar náðust á upptöku. Á einni þeirra heyrist Karl Gauti segja að Inga sé ófær um að gegna formennsku í Flokki fólksins og að því er fram kom í frétt Stundarinnar af upptökunni að Ólafur segði að Inga vildi vel en tæki svo undir með Karli Gauta. Hvorugur þeirra kæmi Ingu Sæland mikið til varnar. „Það eru auðvitað engin efni til þess að ég segi af mér þingmennsku,“ segir Ólafur í samtali við Vísi þegar hann er spurður um áskorun stjórnar Flokks fólksins. Segir hann að það séu engin meiðandi eða særandi ummæli frá honum þarna. Aðspurður hvort hann sé á leiðinni úr Flokki fólksins og ætli þá að sitja á þingi utan flokka eða fyrir annan flokk er Ólafur afdráttarlaus: „Ég er ekkert á leiðinni úr þessum flokki. Ég vil bara leggja mig fram við það að þessi þingflokkur finni leið til þess að starfa saman að þeim málefnum sem við vorum kosin til að sinna.“Samræðurnar fóru fram á Klaustur bar fyrr í mánuðinum. Vísir/VilhelmSegist hafa getað gert meira í því að taka til varnaEn sérðu eitthvað eftir því að hafa verið á þessum bar og ekki tekið sterkar til varna fyrir þinn formann og aðra samstarfsmenn þína á þingi sem þarna var rætt um? „Það eru að minnsta kosti tvö dæmi um það að ég hafi tekið til varna en ég hefði náttúrulega getað gert meira í því. Ég fór nú þegar ég sá í hvað stefndi, ég var sá fyrsti til að fara, en ég get alveg sagt það að ég hefði náttúrulega átt að sjá það fyrr í hvað stefndi. Við vorum upphaflega bara að tala um stjórnmál og ágætt samstarf sem við höfum átt í mörgum efnum. Svo fer nú að svífa þarna á einhverja og maður átti auðvitað að vera búinn að vera sjá það. En maður auðvitað dregur sína lærdóma,“ segir Ólafur. Ágætt samstarf hefur verið á þingi á milli Flokks fólksins og Miðflokksins. Það er því spurning hvort að það geti haldið áfram eftir uppákomuna á Klaustur Bar. „Við höfum haft málefnalega samstöðu í ýmsum málefnum sem skipta nú fólkið hérna miklu máli. Það samstarf hefur verið með ágætum. Þingmenn beggja flokka hafa með svolítið áberandi hætti stutt mál hvors annars,“ segir Ólafur.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kemur til Bessastaða í gærkvöldi.vísir/vilhelmBoðar ekki gott fyrir frekara samstarf með MiðflokknumTelurðu að þessi uppákoma á þessum bar hafi ekki áhrif á það samstarf? „Þessi uppákoma á þessum bar var auðvitað eins óheppileg og verða má. Mér þykir ákaflega leitt að þetta hafi verið gert og þarna féllu auðvitað ummæli sem eru fyrir neðan allar hellur.“Þú sérð samt alveg fyrir þér, bæði sem þingmaður og manneskja, viltu vinna áfram með mönnum eins og Gunnari Braga Sveinssyni og Bergþóri Ólasyni sem sýna af sér mikla kvenfyrirlitningu og dónaskap í garð margra samstarfskvenna ykkar á þingi? „Það var mjög leitt að verða vitni að þessu. Já, já, þetta er auðvitað mjög slæmt, það er bara þannig, og auðvitað boðar þetta ekki gott upp á frekara samstarf, það verður að segjast eins og er.“Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins.vísir/vilhelmTelur ekki að Karl Gauti eigi að segja af sér Aðspurður um stöðu Karls Gauta er Ólafur einnig afdráttarlaus. Hann telur ekki að Karl Gauti þurfi að segja af sér. „Það er öllum frjálst að gagnrýna forystumenn í sínum flokki. Það er bara pólitísk yfirlýsing og hún er ekki persónuleg eða meiðandi á nokkurn hátt. Það eru allir flokksformenn í öllum flokkum umdeildir og sæta gagnrýni. Líttu á Theresu May og hvað hennar flokksmenn eru margir hverjir búnir að gera margar tilraunir til þess að reyna að koma henni frá völdum.“ Þá nefnir Ólafur einnig Margaret Thatcher. „Má ég líka benda þér á það að það voru eigin flokksmenn Margaret Thatcher sem felldu hana af forsætisráðherrastóli. Það hefur enginn talað um þá gagnrýni sem Theresa May og Margaret Thatcher hafa orðið fyrir sem eitthvað tengt þeirra kynferði. Það er margur flokksformaðurinn sem hefur þurft að verjast alls konar gagnrýni úr eigin flokkum.“Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, en stjórn flokksins fundar í dag.vísir/vilhelmGeti ekki verið meira en „spjallfundur“ Stjórn Flokks fólksins mun koma saman til fundar í dag. Ólafur segir að sér sýnist sem svo að sá fundur hljóti meira að vera í átt að „spjallfundi“. Fundurinn geti að minnsta kosti ekki ályktað neitt þar sem samþykktir flokksins kveði á um að boða þurfi til stjórnarfundar með tveggja daga fyrirvara. Hann lítur stjórnarfundinn í gær þar sem áskorunin kom fram sömu augun. Aðspurður hvort að hann muni boða til fundar í þingflokknum í dag í ljósi sérstakra segist hann ekki búast við því og vísar í að fastir tímar þingflokksfunda séu á mánudögum og miðvikudögum.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Vandræðaleg veisla á Bessastöðum Kom á óvart að fjögur úr Klausturgenginu hafi mætt glaðbeitt til veislu. 30. nóvember 2018 11:33 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31
Vandræðaleg veisla á Bessastöðum Kom á óvart að fjögur úr Klausturgenginu hafi mætt glaðbeitt til veislu. 30. nóvember 2018 11:33
Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49