Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 14:48 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. Stjórn flokksins situr nú á fundi sem hófst klukkan 14 en Guðmundur Ingi sagði í samtali við Heimi Má Pétursson áður en fundur hófst að þar verði rætt hvort vísa skuli þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“ Guðmundur Ingi segist vera orðlaus yfir því sem gekk á á Klaustur bar fyrr í mánuðinum þar sem nokkrir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins komu saman og ræddu á niðrandi hátt um samstarfsmenn sína á þingi, þar á meðal Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. „Það sem fór þarna fram er gjörsamlega langt út fyrir allt siðferði. Ég vil bara segja að það sem kemur þar gagnvart konum, fötluðu fólki og samkynhneigðum og samstarfsfólki er þeim til háborinnar skammar. Þeir verða bara að segja af sér, það er ekkert annað hægt,“ segir Guðmundur Ingi.Klippa: Segir þingmennina eiga að segja af sér Aðspurður hvort það væri ekki til tjóns fyrir flokkinn ef þingmönnum hans myndi fækka um tvo svarar Guðmundur því játandi. „Jú, að vísu en það er betra að við séum tvö og heiðarleg að vinna í þeim málefnum sem við erum að vinna fyrir sem eru eldri borgarar, öryrkjar og láglaunafólk og að við séum heiðarleg í þeirri baráttu. En ég tel svona málflutning sem þar fór fram skaðar flokkinn.“ Ólafur og Karl Gauti telja að ekki hafi verið löglega staðið að því að boða til stjórnarfundar hjá flokknum í gær en þar var samþykkt áskorun á þá Ólaf og Karl Gauta um að segja af sér. Guðmundur Ingi segir að löglega hafi verið boðað til fundarins. „Hann var ekki ólöglega boðaður og þeir mættu á fundinn og það kom engin athugasemd frá þeim um það væri eitthvað ólöglegt í gangi með boðun fundarins þannig að þetta er alveg fullkomlega löglegur fundur.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. Stjórn flokksins situr nú á fundi sem hófst klukkan 14 en Guðmundur Ingi sagði í samtali við Heimi Má Pétursson áður en fundur hófst að þar verði rætt hvort vísa skuli þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“ Guðmundur Ingi segist vera orðlaus yfir því sem gekk á á Klaustur bar fyrr í mánuðinum þar sem nokkrir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins komu saman og ræddu á niðrandi hátt um samstarfsmenn sína á þingi, þar á meðal Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. „Það sem fór þarna fram er gjörsamlega langt út fyrir allt siðferði. Ég vil bara segja að það sem kemur þar gagnvart konum, fötluðu fólki og samkynhneigðum og samstarfsfólki er þeim til háborinnar skammar. Þeir verða bara að segja af sér, það er ekkert annað hægt,“ segir Guðmundur Ingi.Klippa: Segir þingmennina eiga að segja af sér Aðspurður hvort það væri ekki til tjóns fyrir flokkinn ef þingmönnum hans myndi fækka um tvo svarar Guðmundur því játandi. „Jú, að vísu en það er betra að við séum tvö og heiðarleg að vinna í þeim málefnum sem við erum að vinna fyrir sem eru eldri borgarar, öryrkjar og láglaunafólk og að við séum heiðarleg í þeirri baráttu. En ég tel svona málflutning sem þar fór fram skaðar flokkinn.“ Ólafur og Karl Gauti telja að ekki hafi verið löglega staðið að því að boða til stjórnarfundar hjá flokknum í gær en þar var samþykkt áskorun á þá Ólaf og Karl Gauta um að segja af sér. Guðmundur Ingi segir að löglega hafi verið boðað til fundarins. „Hann var ekki ólöglega boðaður og þeir mættu á fundinn og það kom engin athugasemd frá þeim um það væri eitthvað ólöglegt í gangi með boðun fundarins þannig að þetta er alveg fullkomlega löglegur fundur.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49
Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02