Inga óttast ekki helmings fækkun í þingflokknum Heimir Már Pétursson og Kjartan Kjartansson skrifa 30. nóvember 2018 19:15 Formaður Flokks fólksins óttast ekki helmings fækkun þingmanna flokksins eftir að formaður og varaformaður þingflokksins voru reknir í kjölfar Klaustursupptakanna svonefndu á stjórnarfundi í dag. Það gerist ekki á hverjum degi að þingmenn séu reknir úr flokkum sínum en stjórn Flokks fólksins ákvað endanlega í dag að vísa þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni úr flokknum. Ástæðan er fréttir af samtali þeirra tveggja og fjögurra þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri þar sem óviðeigandi orð voru höfð um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og fleiri konur í stjórnmálum. Þeir draga hins vegar lögmæti fundarins í efa þar sem ekki hafi verið boðað til hans með tveggja sólarhrings fyrirvara eins og lög flokksins kveði á um. Inga Sæland formaður flokksins, segir einnig tekið fram í lögum flokksins að það teljist löglega boðaður stjórnarfundur ef meirihluti stjórnar sé mættur til fundarins. „Þessi klásúla er sérstaklega sett inn einmitt til þess að styðja við það ef koma upp einhver þau atvik sem verða þess valdandi að við þurfum að kalla stjórn saman með skemmri tíma. Það væri léleg stjórn sem hefði ekki tækifæri til að hittast nema með tveggja sólarhringa fyrirvara ef eitthvað út af brigði. Þannig að við klikkum ekki á samþykktunum okkar í Flokki fólksins,” segir Inga. Karl Gauti er ekki sáttur við þessa niðurstöðu. „Mér finnst þetta mjög fljótfærnislegt. Ég held að menn eigi aðeins að anda með nefninu og gefa okkur tækifæri til að tala við okkar bakland og okkar kjósendur og undirbúa okkar andmæli við þessu. Þessari ákvörðun sem virðist vera ansi ítarleg og harkarleg,” segir Karl Gauti.Tvímenningarnir hafa enn réttindi á þingi Þetta þýðir ekki að þeir Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson missi þingsæti sín því þeir hafa verið kosnir til að gegna þingmennsku út kjörtímabilið og eiga það eins og aðrir þingmenn einungis við samvisku sína hvort þeir sitji áfram eða segi af sér. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir við Vísi að tvímenningarnir geti ekki stofnað eigin þingflokk en þeir njóti áfram réttinda. Þannig eigi þeir rétt á sætum í þingnefndum og að taka þátt í útvarpsumræðum. Sem þingmenn utan þingflokka eigi þeir aftur á móti ekki aðild að stjórn þingsins eins og forystumenn þingflokka eiga. Ljóst er að bæði formaður Flokks fólksins og fjórði þingmaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson sem og meirihluti stjórnar flokksins vilja að tvímenningarnir segi af sér. Þannig gætu varaþingmenn tekið þeirra sæti og Flokkur fólksins hefði áfram fjóra þingmenn. „Ég met það nú svoleiðis að þeir eigi einfaldlega að segja af sér. Eins og ég segi ég var orðlaus yfir þessu sem gekk á þarna á þessum bar. Ég er loksins farinn að getað tjáð mig um þetta en það sem fór fram þarna fram er gersamlega langt út fyrir allt siðferði,” segir Guðmundur Ingi. Karl Gauti telur mögulegt að hægt hefði verið að ná sáttum innan flokksins og það hefði verið mikilvægt fyrir þau mikilvægu málefni sem flokkurinn berjist fyrir. „Það er engin nýlunda í stjórnmálum hvorki hér á landi eða annars staðar að mönnum greini á innan eigin flokks. Við sátum of lengi en við yfirgáfum fundinn fyrstir manna,” segir Karl Gauti. Þá hafi hann beðið Ingu Sæland afsökunar á sínum þætti Klausturmálsins. Fækkun þingmanna úr fjórum í tvo breytir bæði stöðu flokksins inni á Alþingi sem og fjárhag hans þar sem framlög til þingflokka ráðast af fjölda þingmanna. „Það er allt breytingum háð en við sjáum hvað setur. Við erum til í hvaða áskoranir sem er við Guðmundur Ingi. Við erum alveg órög við hvað eina,” segir Inga Sæland. Í þingsköpum er kveðið á um að í þingflokki skuli vera að minnsta kosti þrír þingmenn. Helgi skrifstofustjóri Alþingis segir að Flokkur fólksins missi ekki stöðu sína í þinginu þrátt fyrir að telja nú aðeins tvo þingmenn þar sem þingflokkurinn hafi þegar verið stofnaður eftir kosningar af fjórum þingmönnum. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Formaður Flokks fólksins óttast ekki helmings fækkun þingmanna flokksins eftir að formaður og varaformaður þingflokksins voru reknir í kjölfar Klaustursupptakanna svonefndu á stjórnarfundi í dag. Það gerist ekki á hverjum degi að þingmenn séu reknir úr flokkum sínum en stjórn Flokks fólksins ákvað endanlega í dag að vísa þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni úr flokknum. Ástæðan er fréttir af samtali þeirra tveggja og fjögurra þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri þar sem óviðeigandi orð voru höfð um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og fleiri konur í stjórnmálum. Þeir draga hins vegar lögmæti fundarins í efa þar sem ekki hafi verið boðað til hans með tveggja sólarhrings fyrirvara eins og lög flokksins kveði á um. Inga Sæland formaður flokksins, segir einnig tekið fram í lögum flokksins að það teljist löglega boðaður stjórnarfundur ef meirihluti stjórnar sé mættur til fundarins. „Þessi klásúla er sérstaklega sett inn einmitt til þess að styðja við það ef koma upp einhver þau atvik sem verða þess valdandi að við þurfum að kalla stjórn saman með skemmri tíma. Það væri léleg stjórn sem hefði ekki tækifæri til að hittast nema með tveggja sólarhringa fyrirvara ef eitthvað út af brigði. Þannig að við klikkum ekki á samþykktunum okkar í Flokki fólksins,” segir Inga. Karl Gauti er ekki sáttur við þessa niðurstöðu. „Mér finnst þetta mjög fljótfærnislegt. Ég held að menn eigi aðeins að anda með nefninu og gefa okkur tækifæri til að tala við okkar bakland og okkar kjósendur og undirbúa okkar andmæli við þessu. Þessari ákvörðun sem virðist vera ansi ítarleg og harkarleg,” segir Karl Gauti.Tvímenningarnir hafa enn réttindi á þingi Þetta þýðir ekki að þeir Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson missi þingsæti sín því þeir hafa verið kosnir til að gegna þingmennsku út kjörtímabilið og eiga það eins og aðrir þingmenn einungis við samvisku sína hvort þeir sitji áfram eða segi af sér. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir við Vísi að tvímenningarnir geti ekki stofnað eigin þingflokk en þeir njóti áfram réttinda. Þannig eigi þeir rétt á sætum í þingnefndum og að taka þátt í útvarpsumræðum. Sem þingmenn utan þingflokka eigi þeir aftur á móti ekki aðild að stjórn þingsins eins og forystumenn þingflokka eiga. Ljóst er að bæði formaður Flokks fólksins og fjórði þingmaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson sem og meirihluti stjórnar flokksins vilja að tvímenningarnir segi af sér. Þannig gætu varaþingmenn tekið þeirra sæti og Flokkur fólksins hefði áfram fjóra þingmenn. „Ég met það nú svoleiðis að þeir eigi einfaldlega að segja af sér. Eins og ég segi ég var orðlaus yfir þessu sem gekk á þarna á þessum bar. Ég er loksins farinn að getað tjáð mig um þetta en það sem fór fram þarna fram er gersamlega langt út fyrir allt siðferði,” segir Guðmundur Ingi. Karl Gauti telur mögulegt að hægt hefði verið að ná sáttum innan flokksins og það hefði verið mikilvægt fyrir þau mikilvægu málefni sem flokkurinn berjist fyrir. „Það er engin nýlunda í stjórnmálum hvorki hér á landi eða annars staðar að mönnum greini á innan eigin flokks. Við sátum of lengi en við yfirgáfum fundinn fyrstir manna,” segir Karl Gauti. Þá hafi hann beðið Ingu Sæland afsökunar á sínum þætti Klausturmálsins. Fækkun þingmanna úr fjórum í tvo breytir bæði stöðu flokksins inni á Alþingi sem og fjárhag hans þar sem framlög til þingflokka ráðast af fjölda þingmanna. „Það er allt breytingum háð en við sjáum hvað setur. Við erum til í hvaða áskoranir sem er við Guðmundur Ingi. Við erum alveg órög við hvað eina,” segir Inga Sæland. Í þingsköpum er kveðið á um að í þingflokki skuli vera að minnsta kosti þrír þingmenn. Helgi skrifstofustjóri Alþingis segir að Flokkur fólksins missi ekki stöðu sína í þinginu þrátt fyrir að telja nú aðeins tvo þingmenn þar sem þingflokkurinn hafi þegar verið stofnaður eftir kosningar af fjórum þingmönnum.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43