Rúmlega fjögurra milljarða króna tap á rekstri Wow air Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2018 22:37 Wow air birti uppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Þar má sjá hversu róður félagsins hefur þyngst frá því í fyrra. vísir/Anton Brink Tap upp á 4,1 milljarða króna (33,6 milljónir dollara) varð á rekstri flugfélagsins Wow air á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Afkoma félagsins versnaði verulega frá sama tímabili í fyrra samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í kvöld. Tekjur Wow air jukust um 31% frá janúar til september. Tapið það sem af er ári er hins vegar 145% af tapi síðasta árs. EBITDA félagsins fór einnig úr því að vera jákvæð um 8,8 milljónir dollara fyrstu níu mánuði síðasta árs í að vera neikvæð um 18,9 milljónir nú, um 2,3 milljarða íslenskra króna. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins var 7% við lok fyrstu þriggja ársfjórðunga. Í tilkynningu sem Wow air birti á vefsíðu sinni í kvöld kemur fram að staða félagsins hafi versnað frá skuldabréfaútboði sem það hélt í september. Félagið vinni nú að langtímafjármögnun sinni. Fyrirhuguð kaup Icelandair á Wow air fóru út um þúfur í gær en sama dag var tilkynnt um að bandaríski eignastýringarsjóðurinn Indigo Partners sem frumkvöðull í lágfargjaldaflugfélögum stofnaði ætlaði sér að fjárfesta í fyrirtækinu. Wow air kennir neikvæðri umfjöllun um fjárhagslega heilsu fyrirtækisins meðal annars um að afkoma þess hafi versnað. Hækkandi eldsneytisverð hafi einnig sett aukinn þrýsting á félagið.Skúli Mogensen fór yfir samkomulagið við Indigo Partners og atburði síðustu vikna í viðtali sem birtist á Vísi fyrr í dag sem sjá má hér fyrir neðan. WOW Air Tengdar fréttir Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Tap upp á 4,1 milljarða króna (33,6 milljónir dollara) varð á rekstri flugfélagsins Wow air á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Afkoma félagsins versnaði verulega frá sama tímabili í fyrra samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í kvöld. Tekjur Wow air jukust um 31% frá janúar til september. Tapið það sem af er ári er hins vegar 145% af tapi síðasta árs. EBITDA félagsins fór einnig úr því að vera jákvæð um 8,8 milljónir dollara fyrstu níu mánuði síðasta árs í að vera neikvæð um 18,9 milljónir nú, um 2,3 milljarða íslenskra króna. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins var 7% við lok fyrstu þriggja ársfjórðunga. Í tilkynningu sem Wow air birti á vefsíðu sinni í kvöld kemur fram að staða félagsins hafi versnað frá skuldabréfaútboði sem það hélt í september. Félagið vinni nú að langtímafjármögnun sinni. Fyrirhuguð kaup Icelandair á Wow air fóru út um þúfur í gær en sama dag var tilkynnt um að bandaríski eignastýringarsjóðurinn Indigo Partners sem frumkvöðull í lágfargjaldaflugfélögum stofnaði ætlaði sér að fjárfesta í fyrirtækinu. Wow air kennir neikvæðri umfjöllun um fjárhagslega heilsu fyrirtækisins meðal annars um að afkoma þess hafi versnað. Hækkandi eldsneytisverð hafi einnig sett aukinn þrýsting á félagið.Skúli Mogensen fór yfir samkomulagið við Indigo Partners og atburði síðustu vikna í viðtali sem birtist á Vísi fyrr í dag sem sjá má hér fyrir neðan.
WOW Air Tengdar fréttir Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34
Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45
WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30