Ólympíumeistari rekinn úr keppni fyrir drykkjuskap í miðju móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 12:00 Ryan Fry, annar frá vinstri, hoppar upp á pallinn á ÓL 2014. Vísir/Getty Kandadíski krullukappinn Ryan Fry setti stóran smánarblett á glæsilegan feril sinn á dögunum þegar hann var rekinn úr heimsbikarmóti ásamt þremur félögum sínum. Ryan Fry varð Ólympíumeistari með krulluliði Kanada á Ólympíuleikunum í Sotsjí árið 2014 en hann fékk ekki að klára Reed Deer Classic heimsbikarmótið á sunnudaginn. Ryan Fry og félagar hans Jamie Koe, Chris Schille og DJ Kidby voru allir reknir úr mótinu fyrir drykkjuskap og óspektir á ísnum. Þeir urðu fyrir vikið að gefa síðasta leikinn sinn.ICYMI | Olympic champ Ryan Fry is among curling foursome booted from bonspiel for being 'extremely drunk' https://t.co/MTbiOIn0UWpic.twitter.com/hr5lHQ744p — CBC Sports (@cbcsports) November 20, 2018Mótshaldarar höfðu þá fengið fjölda kvartana frá bæði mótherjum þeirra og áhorfendum og á endanum varð eina leiðin að reka þá úr keppni. Þeir félagar voru uppvísir af miklum blótsyrðaflaumi og allskonar drykkjulátum á meðan keppninni stóð þar sem þeir stunduðu það meðal annars að brjóta kústana sína sem þeir nota í krullukeppninni. Ryan Fry og félagar skemmdu líka búningsklefann þar sem þeir spörkuðu dóti annarra keppenda til og frá. CBC Sports í Kanada fjallaði um þetta vandræðalega mál og fékk yfirlýsingu frá Ryan Fry þar sem hann bað alla afsökunar á hegðun sinni og skorti á dómgreind.I want to express how sorry I am to everyone affected by my actions on Saturday. I never meant to offend anyone but that’s the result of a poor decision - I have to live with the consequences and will be taking every step needed to guarantee this never happens again. #notgivinguppic.twitter.com/3gnjkDam1W — Ryan Fry (@ryanfry79) November 19, 2018Ryan Fry hélt upp á fetugsafmælið sitt síðasta sumar en hann hefur tíu sinnum unnioð sér þátttökurétt á kanadíska meistaramotinu í krullu og unnið bæði silfuverðlaun á HM (2013) og gullverðlaun á Ólympíuleikum (2014). Eftir þessa framkomu Fry og hinna þriggja er orðið ljóst að þeir eru allir komnir í ævilangt bann frá Red Deer Curling Classic mótinu. Það má jafnvel búast við fleiri refsingum og glæsilegur ferill Fry verður hér eftir aldrei litinn sömu augum. Ólympíuleikar Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
Kandadíski krullukappinn Ryan Fry setti stóran smánarblett á glæsilegan feril sinn á dögunum þegar hann var rekinn úr heimsbikarmóti ásamt þremur félögum sínum. Ryan Fry varð Ólympíumeistari með krulluliði Kanada á Ólympíuleikunum í Sotsjí árið 2014 en hann fékk ekki að klára Reed Deer Classic heimsbikarmótið á sunnudaginn. Ryan Fry og félagar hans Jamie Koe, Chris Schille og DJ Kidby voru allir reknir úr mótinu fyrir drykkjuskap og óspektir á ísnum. Þeir urðu fyrir vikið að gefa síðasta leikinn sinn.ICYMI | Olympic champ Ryan Fry is among curling foursome booted from bonspiel for being 'extremely drunk' https://t.co/MTbiOIn0UWpic.twitter.com/hr5lHQ744p — CBC Sports (@cbcsports) November 20, 2018Mótshaldarar höfðu þá fengið fjölda kvartana frá bæði mótherjum þeirra og áhorfendum og á endanum varð eina leiðin að reka þá úr keppni. Þeir félagar voru uppvísir af miklum blótsyrðaflaumi og allskonar drykkjulátum á meðan keppninni stóð þar sem þeir stunduðu það meðal annars að brjóta kústana sína sem þeir nota í krullukeppninni. Ryan Fry og félagar skemmdu líka búningsklefann þar sem þeir spörkuðu dóti annarra keppenda til og frá. CBC Sports í Kanada fjallaði um þetta vandræðalega mál og fékk yfirlýsingu frá Ryan Fry þar sem hann bað alla afsökunar á hegðun sinni og skorti á dómgreind.I want to express how sorry I am to everyone affected by my actions on Saturday. I never meant to offend anyone but that’s the result of a poor decision - I have to live with the consequences and will be taking every step needed to guarantee this never happens again. #notgivinguppic.twitter.com/3gnjkDam1W — Ryan Fry (@ryanfry79) November 19, 2018Ryan Fry hélt upp á fetugsafmælið sitt síðasta sumar en hann hefur tíu sinnum unnioð sér þátttökurétt á kanadíska meistaramotinu í krullu og unnið bæði silfuverðlaun á HM (2013) og gullverðlaun á Ólympíuleikum (2014). Eftir þessa framkomu Fry og hinna þriggja er orðið ljóst að þeir eru allir komnir í ævilangt bann frá Red Deer Curling Classic mótinu. Það má jafnvel búast við fleiri refsingum og glæsilegur ferill Fry verður hér eftir aldrei litinn sömu augum.
Ólympíuleikar Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira