Leikskólastjórar ósáttir: „Borgin er að byggja gæsluvelli, ekki leikskóla“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 15:45 Í fjórum leikskólum borgarinnar eru engir leikskólakennarar starfandi á deildunum með börnunum Fréttablaðið/ANTON BRINK Á næstu fimm árum stefnir Reykjavíkurborg á að fjölga leikskólaplássum um 700 til 750 til að hægt verði að bjóða börnum 12 mánaða og eldri pláss fyrir lok árs 2023. Verja á rúmum fimm milljörðum í verkefnið og fer stærsti hlutinn í að byggja fimm nýja leikskóla, reisa viðbyggingar við leikskóla og opna leikskóladeildir í færanlegu húsnæði. Guðrún Jóna Thorarensen er leikskólastjóri og samráðsfulltrúi leikskólastjóra í Reykjavík. Hún segir tillögurnar ekki ganga upp vegna mönnunarvanda. Í dag reki borgin 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara sem starfa inn á deildum. Í fjórum leikskólum starfar enginn leikskólakennari inn á deildum. Aðeins 25 prósent starfsmanna leikskóla borgarinnar séu með fagmenntun sem sé miklu minna hlutfall en á landsvísu.Guðrún Jóna segir leikskólastjóra borgarinnar ósátta við nýjar tillögur borgarinnar„Það eru lög í landinu sem kveða á um að leikskólakennarar skuli vera að lágmarki tveir af hverjum þremur eða um það bil 70 prósent af starfsfólki leikskólans," segir Guðrún Jóna.Búið að ráða í færri stöður nú en í fyrra Vegna mönnunarvanda eru laus pláss á leikskólum. Í fyrravetur voru 200 laus pláss á leikskólum en nú í ár eru 370 laus pláss. Borgarstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að betur gengi að manna leikskóla nú en áður. „Við sjáum ekki að það hafi gengið mikið betur að manna núna. Í október í fyrra var búið að ráða í 1.430 stöður en núna ár í 1.423 stöður. Það eru færri stöður," segir Guðrún Jóna og bendir á að til að bæta stöðuna þurfi að byrja á réttum enda. Hækka og leiðrétta laun leikskólakennara og gera starfið eftirsóknarvert. „Ef við viljum leikskóla þá þurfum við leikskólakennara. Við getum auðvitað byggt og sagt: Við erum að opna gæsluvelli. Borgin er að byggja gæsluvelli, ekki leikskóla. Það eru ekki forsendur fyrir því að bjóða út frekari þjónustu fyrr en við erum búin að laga stöðuna eins og hún er núna. Það er mikilvægt." Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Á næstu fimm árum stefnir Reykjavíkurborg á að fjölga leikskólaplássum um 700 til 750 til að hægt verði að bjóða börnum 12 mánaða og eldri pláss fyrir lok árs 2023. Verja á rúmum fimm milljörðum í verkefnið og fer stærsti hlutinn í að byggja fimm nýja leikskóla, reisa viðbyggingar við leikskóla og opna leikskóladeildir í færanlegu húsnæði. Guðrún Jóna Thorarensen er leikskólastjóri og samráðsfulltrúi leikskólastjóra í Reykjavík. Hún segir tillögurnar ekki ganga upp vegna mönnunarvanda. Í dag reki borgin 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara sem starfa inn á deildum. Í fjórum leikskólum starfar enginn leikskólakennari inn á deildum. Aðeins 25 prósent starfsmanna leikskóla borgarinnar séu með fagmenntun sem sé miklu minna hlutfall en á landsvísu.Guðrún Jóna segir leikskólastjóra borgarinnar ósátta við nýjar tillögur borgarinnar„Það eru lög í landinu sem kveða á um að leikskólakennarar skuli vera að lágmarki tveir af hverjum þremur eða um það bil 70 prósent af starfsfólki leikskólans," segir Guðrún Jóna.Búið að ráða í færri stöður nú en í fyrra Vegna mönnunarvanda eru laus pláss á leikskólum. Í fyrravetur voru 200 laus pláss á leikskólum en nú í ár eru 370 laus pláss. Borgarstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að betur gengi að manna leikskóla nú en áður. „Við sjáum ekki að það hafi gengið mikið betur að manna núna. Í október í fyrra var búið að ráða í 1.430 stöður en núna ár í 1.423 stöður. Það eru færri stöður," segir Guðrún Jóna og bendir á að til að bæta stöðuna þurfi að byrja á réttum enda. Hækka og leiðrétta laun leikskólakennara og gera starfið eftirsóknarvert. „Ef við viljum leikskóla þá þurfum við leikskólakennara. Við getum auðvitað byggt og sagt: Við erum að opna gæsluvelli. Borgin er að byggja gæsluvelli, ekki leikskóla. Það eru ekki forsendur fyrir því að bjóða út frekari þjónustu fyrr en við erum búin að laga stöðuna eins og hún er núna. Það er mikilvægt."
Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira