Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann sex marka sigur á Kína, 30-24, en í kvöld mættust liðin á æfingamóti í Noregi.
Ásamt Íslandi og Kína er B-landslið Noregs við æfingar og keppni en Ísland mætir Noregi á fimmtudaginn í Telenor Arena höllinni í Osló.
Ísland var tveimur mörkum undir í hálfleik, 13-11, en Ísland snéri leiknum sér í hag í síðari hálfleik og vann öflugan sex marka sigur, 30-24.
Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst í liði Íslands með sjö mörk en Arna Sif Pálsdóttir gerði fimm. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði átján skot og þar af eitt víti.
Mörk Íslands: Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Arna Sif Pálsdóttir 5, Steinunn Hansdóttir 4, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 4, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Andrea Jacobsen 1, Lovísa Thompson 1, Perla Rut Albertsdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1.
Öflugur síðari hálfleikur skilaði sigri gegn Kína
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn

Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn




Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn
