Norðsnjáldri í fjörunni í Höfðavík á Heimaey Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Hausinn á norðsjáldranum var sagaður af. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson Tarfur af hinni sjaldséðu norðsnjáldrategund fannst á sunnudag rekinn á land í Höfðavík við Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Gísli Á. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir sýni hafa verið tekið úr norðsnjáldranum til greiningar. Ekki sé algengt að hvali þessarar tegundar reki á fjörur hérlendis. Vitað sé um nærri tíu tilvik. „Fyrsta viðurkennda dæmið um norðsnjáldra var 1992,“ segir hann. Aðalútbreiðslusvæði norðsnjáldra er djúpt í úthafinu sunnan við Ísland. Hann leitar sjaldan inn á lundgrunnið að sögn Gísla. Dýrið í Höfðavík sé fjögurra metra langur tarfur sem sennilega sé fullvaxinn. „Svínhvalir almennt er mjög illa þekkt ætt hvala. Þeir halda til í úthafinu og kafa mjög djúpt og lengi þannig að þetta er sennilega einna verst rannskaða tegund hvala,“ segir Gísli. Þessir hvalir lifi mest á smokkfiski ýmiss konar og ef til vill kolkröbbum. „Upplýsingar eru mjög takmarkaðar vegna þess að það er sjaldgæft að norðsnjáldra reki á land.“ Þá segir Gísli að hvalatalningar nái mjög ógjarnan út á úthafið. „Og þar að auki kafa þeir það lengi að þeir koma illa fram í talningum,“ útskýrir hann. Ekki sé því vitað um stofnstærðina. Tekin voru magasýni og sýni af spiki og kjöti til efnagreiningar. Einnig af æxlunarfærum. „Hvert nýtt sýni af þessari tegund er hlutfallslega meira virði en af öðrum tegundum,“ undirstrikar Gísli. Þannig má segja að um sannkallaðan hvalreka sé að ræða í vísindalegu tilliti. Sýnin verði einnig aðgengileg erlendum vísindamönnum sem eru að skoða tegundina. „Þetta endar oft í stærra samstarfsverkefni við erlenda vísindamenn.“ Uppstoppari í Vestmannaeyjum sagaði hausinn af skepnunni með samþykki Hafrannsóknastofnunar til að verka hauskúpuna. Á tveimur tönnum sem tarfar norðsnjáldra hafa í neðri gómi voru sníkjudýr sem bíða stofnunarinnar hjá uppstopparanum sem baðst undan að vera nefndur. Gísli segir Hafrannsóknastofnun sjálfa eiga beinagrind úr norðsnjáldra. Hún hafi verið lánuð til Hvalasafnsins á Húsavík. Að sögn Gísla er það Umhverfisstofnunar og Vestmannaeyjabæjar að ákveða hvað verður um hræið. Það gæti verið grafið á staðnum eða ýtt út í sjó til að sökkva þar. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Tarfur af hinni sjaldséðu norðsnjáldrategund fannst á sunnudag rekinn á land í Höfðavík við Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Gísli Á. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir sýni hafa verið tekið úr norðsnjáldranum til greiningar. Ekki sé algengt að hvali þessarar tegundar reki á fjörur hérlendis. Vitað sé um nærri tíu tilvik. „Fyrsta viðurkennda dæmið um norðsnjáldra var 1992,“ segir hann. Aðalútbreiðslusvæði norðsnjáldra er djúpt í úthafinu sunnan við Ísland. Hann leitar sjaldan inn á lundgrunnið að sögn Gísla. Dýrið í Höfðavík sé fjögurra metra langur tarfur sem sennilega sé fullvaxinn. „Svínhvalir almennt er mjög illa þekkt ætt hvala. Þeir halda til í úthafinu og kafa mjög djúpt og lengi þannig að þetta er sennilega einna verst rannskaða tegund hvala,“ segir Gísli. Þessir hvalir lifi mest á smokkfiski ýmiss konar og ef til vill kolkröbbum. „Upplýsingar eru mjög takmarkaðar vegna þess að það er sjaldgæft að norðsnjáldra reki á land.“ Þá segir Gísli að hvalatalningar nái mjög ógjarnan út á úthafið. „Og þar að auki kafa þeir það lengi að þeir koma illa fram í talningum,“ útskýrir hann. Ekki sé því vitað um stofnstærðina. Tekin voru magasýni og sýni af spiki og kjöti til efnagreiningar. Einnig af æxlunarfærum. „Hvert nýtt sýni af þessari tegund er hlutfallslega meira virði en af öðrum tegundum,“ undirstrikar Gísli. Þannig má segja að um sannkallaðan hvalreka sé að ræða í vísindalegu tilliti. Sýnin verði einnig aðgengileg erlendum vísindamönnum sem eru að skoða tegundina. „Þetta endar oft í stærra samstarfsverkefni við erlenda vísindamenn.“ Uppstoppari í Vestmannaeyjum sagaði hausinn af skepnunni með samþykki Hafrannsóknastofnunar til að verka hauskúpuna. Á tveimur tönnum sem tarfar norðsnjáldra hafa í neðri gómi voru sníkjudýr sem bíða stofnunarinnar hjá uppstopparanum sem baðst undan að vera nefndur. Gísli segir Hafrannsóknastofnun sjálfa eiga beinagrind úr norðsnjáldra. Hún hafi verið lánuð til Hvalasafnsins á Húsavík. Að sögn Gísla er það Umhverfisstofnunar og Vestmannaeyjabæjar að ákveða hvað verður um hræið. Það gæti verið grafið á staðnum eða ýtt út í sjó til að sökkva þar.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira