„Efaðist um það hvort mér myndi einhvern tímann líða vel aftur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 12:00 Guðlaug Edda Hannesdóttir. Mynd/Instagram/eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur glímt við miklar afleiðingar heilahristings sem hún varð fyrir í sumar eftir fall í keppni. Hún segist hafa farið alltof fljótt af stað aftur og ráðleggur öðrum að læra af sinni reynslu. Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar sér mikið næstu árin en hún er að reyna að verða fyrsta þríþrautaríþróttamaður Íslendinga sem kemst inn á Ólympíuleika. Ólympíusamhjálpin hefur líka trú á Eddu. Hún er ein af átta íslenskum íþróttamönnum sem eru á styrk vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Í þríþrautinni keppir Guðlaug Edda í þremur greinum eða sundi, hjólreiðum og hlaupi. Þetta er því íþrótt sem reynir á margvíslegan hátt á líkama keppenda. Guðlaug Edda hefur reglulega leyft stuðningsfólki sínu og áhugasömum að skygnast inn í sinn heim með því að skrifa fróðlega og persónulega pistla um hvað hún er að ganga í gegnum á sinni vegferð. Sá nýjasti af þeim var að detta inn og þar kemur í ljós að eftirmálar af heilahristingnum eru enn að herja á okkar konu. Guðlaug Edda kom aftur eftir fallið og hélt áfram að keppa. Tveimur mánuðum eftir heilahristingin fór hún hinsvegar að finna fyrir sambærilegum einkennum og strax eftur að hún hlaut heilahristinginn. „Samt sem áður hélt ég áfram að keppa, og gekk nokkuð vel, en líkaminn var hægt og rólega að falla saman. Ég tengdi einkennin mín á engan hátt við heilahristinginn, en eftir þónokkuð marga læknatíma er ljóst að heilahristingurinn hafði meiri áhrif á líkamann minn en við héldum fyrst, og líklegast byrjaði ég allt of snemma að æfa aftur eftir slysið. Það er eitthvað sem ég læri af og ætla ekki að endurtaka,“ skrifar Guðlaug Edda. Það var bara eitt til ráða. „Eftir Weihai World Cup í lok september tók ég þá ákvörðun að slútta keppnistímabilinu og taka offseason fyrr en ég ætlaði til þess að ná að batna almennilega. Ég var eiginlega tilneydd til þess, þar sem ég svaf ekkert vikuna fyrir keppnina og þróaði á endanum með mér svefnvanda sem ég er enn að vinna úr,“ skrifar Guðlaug Edda en heldur svo áfram. „Ég er búin að fara í fleiri, fleiri rannsóknir, læknatíma og skoðanir undanfarnar vikur. Skýringin á öllu þessu er að ég byrjaði aftur að æfa allt og snemma á miðað við alvarleika heilahristingsins sem ég hlaut, og endaði á því að ofhlaða á mér heilann þannig hann hætti að vilja að slökkva á sér. Undanfarnir mánuðir hafa því farið í allskyns heilarannsóknir og ég hef þurft að kenna heilanum mínum aftur að slökkva á sér með ýmsum slökunaræfingum, takmörkunum á tækjum með bláum ljósum og öðru slíku,“ skrifar Guðlaug Edda. Guðlaug Edda hefur samt góðar fréttir líka því síðustu vikur hafa hinsvegar verið góðar hjá henni og hún er farin að sofa eðlilega aftur sem og byrjuð að æfa og undirbúa næsta keppnistímabil. Það breytir ekki því að haustmánuðirnir voru henni gríðarlega erfiðir. „Á meðan ég gekk í gegnum þennan svefnvanda efaðist ég oft um hvort ég myndi einhverntímann sofa aftur. Það er hrikaleg tilfinning og ég hafði ekki áttað mig á því hversu mikil áhrif svefn getur haft á andlega og líkamlega heilsu. Ég tek svefni aldrei aftur sem sjálfsögðum hlut. Ég vil líka hvetja alla þá sem lenda í því að verða fyrir heilahristing að fara varlega í nokkrar vikur eftir á. Það er ekki kúl að þykjast vera sterkur og byrja of snemma eftir að heilinn hefur orðið fyrir svo miklu áfalli og skaða,“ skrifar Guðlaug Edda og það er hægt að taka undir þau orð. Það má finna allan pistil hennar hér fyrir neðan. Ólympíuleikar Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur glímt við miklar afleiðingar heilahristings sem hún varð fyrir í sumar eftir fall í keppni. Hún segist hafa farið alltof fljótt af stað aftur og ráðleggur öðrum að læra af sinni reynslu. Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar sér mikið næstu árin en hún er að reyna að verða fyrsta þríþrautaríþróttamaður Íslendinga sem kemst inn á Ólympíuleika. Ólympíusamhjálpin hefur líka trú á Eddu. Hún er ein af átta íslenskum íþróttamönnum sem eru á styrk vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Í þríþrautinni keppir Guðlaug Edda í þremur greinum eða sundi, hjólreiðum og hlaupi. Þetta er því íþrótt sem reynir á margvíslegan hátt á líkama keppenda. Guðlaug Edda hefur reglulega leyft stuðningsfólki sínu og áhugasömum að skygnast inn í sinn heim með því að skrifa fróðlega og persónulega pistla um hvað hún er að ganga í gegnum á sinni vegferð. Sá nýjasti af þeim var að detta inn og þar kemur í ljós að eftirmálar af heilahristingnum eru enn að herja á okkar konu. Guðlaug Edda kom aftur eftir fallið og hélt áfram að keppa. Tveimur mánuðum eftir heilahristingin fór hún hinsvegar að finna fyrir sambærilegum einkennum og strax eftur að hún hlaut heilahristinginn. „Samt sem áður hélt ég áfram að keppa, og gekk nokkuð vel, en líkaminn var hægt og rólega að falla saman. Ég tengdi einkennin mín á engan hátt við heilahristinginn, en eftir þónokkuð marga læknatíma er ljóst að heilahristingurinn hafði meiri áhrif á líkamann minn en við héldum fyrst, og líklegast byrjaði ég allt of snemma að æfa aftur eftir slysið. Það er eitthvað sem ég læri af og ætla ekki að endurtaka,“ skrifar Guðlaug Edda. Það var bara eitt til ráða. „Eftir Weihai World Cup í lok september tók ég þá ákvörðun að slútta keppnistímabilinu og taka offseason fyrr en ég ætlaði til þess að ná að batna almennilega. Ég var eiginlega tilneydd til þess, þar sem ég svaf ekkert vikuna fyrir keppnina og þróaði á endanum með mér svefnvanda sem ég er enn að vinna úr,“ skrifar Guðlaug Edda en heldur svo áfram. „Ég er búin að fara í fleiri, fleiri rannsóknir, læknatíma og skoðanir undanfarnar vikur. Skýringin á öllu þessu er að ég byrjaði aftur að æfa allt og snemma á miðað við alvarleika heilahristingsins sem ég hlaut, og endaði á því að ofhlaða á mér heilann þannig hann hætti að vilja að slökkva á sér. Undanfarnir mánuðir hafa því farið í allskyns heilarannsóknir og ég hef þurft að kenna heilanum mínum aftur að slökkva á sér með ýmsum slökunaræfingum, takmörkunum á tækjum með bláum ljósum og öðru slíku,“ skrifar Guðlaug Edda. Guðlaug Edda hefur samt góðar fréttir líka því síðustu vikur hafa hinsvegar verið góðar hjá henni og hún er farin að sofa eðlilega aftur sem og byrjuð að æfa og undirbúa næsta keppnistímabil. Það breytir ekki því að haustmánuðirnir voru henni gríðarlega erfiðir. „Á meðan ég gekk í gegnum þennan svefnvanda efaðist ég oft um hvort ég myndi einhverntímann sofa aftur. Það er hrikaleg tilfinning og ég hafði ekki áttað mig á því hversu mikil áhrif svefn getur haft á andlega og líkamlega heilsu. Ég tek svefni aldrei aftur sem sjálfsögðum hlut. Ég vil líka hvetja alla þá sem lenda í því að verða fyrir heilahristing að fara varlega í nokkrar vikur eftir á. Það er ekki kúl að þykjast vera sterkur og byrja of snemma eftir að heilinn hefur orðið fyrir svo miklu áfalli og skaða,“ skrifar Guðlaug Edda og það er hægt að taka undir þau orð. Það má finna allan pistil hennar hér fyrir neðan.
Ólympíuleikar Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira