Greina frá viðbrögðum vegna fjárlagabrota Ítala Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2018 09:13 Guiseppe Conte tók við embætti forsætisráðherra Ítalíu í sumar. Getty/Sean Gallup Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í dag greina frá hvort sambandið muni beita ítölskum stjórnvöldum refsiaðgerðum vegna brota þeirra á reglum þegar kemur að fjárlögum næsta árs. Ítalir hafa til þessa skellt skollaeyrum við ábendingum ESB um að gera breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að draga úr hallanum. Ítalíustjórn hafði frest fram í síðustu viku til að gera verulegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019, en líkt og búist var við réðust stjórnvöld einungis í smávægilegar breytingar á frumvarpinu. Fólust þær í að Ítalíustjórn sagðist reiðubúin að selja ríkiseignir, verði fjárlagahalli næsta árs meiri en áætlað var.Brýtur í bága við ESB-reglur Fjárlagafrumvarp ítölsku ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í haust, brýtur í bága við þær fjárlagareglur sem ESB setur aðildarríkjum sínum. Samsteypustjórn forsætisráðherrans Guiseppe Conte tók við völdum í byrjun síðasta sumars og samanstendur meðal annars af Fimmstjörnuhreyfingunni, sem kveðst berjast „gegn kerfinu“, og þjóðernisflokknum Bandalaginu. Ítalíustjórn hefur vísað til þess að önnur aðildarríki hafi áður gerst brotleg, skuldir þeirra of miklar. Benda þau á að stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi, sem saki nú Ítali um að gerast brotlegir verið reglur sambandsins, hafi sjálf gerst brotleg við reglur.Langvarandi vandi Framkvæmdastjórnin hefur hins vegar svarað því til að fjárhagsvandræði Ítalíu hafi verið langvarandi og að Ítalía hafi þegar notið fjárhagslegra tilslakana af hálfu sambandsins, einfaldlega „þar sem Ítalía er Ítalía“, eins og Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnarinnar, komst að orði. Juncker segir að ástæða aðgerðanna af hálfu ESB gagnvart Ítalíu séu ekki ríkisskuldirnar í sjálfu sér eða fjárlagahalli næsta árs, heldur sambland af báðu. Útgjöldin séu einfaldlega of mikil í frumvarpinu. Framkvæmdastjórnin hefur samkvæmt reglum sambandsins möguleika á að stórauka eftirliti með ítölskum ríkisfjármálum og jafnvel sekta Ítalíustjórn um háar fjárhæðir. Evrópusambandið Ítalía Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í dag greina frá hvort sambandið muni beita ítölskum stjórnvöldum refsiaðgerðum vegna brota þeirra á reglum þegar kemur að fjárlögum næsta árs. Ítalir hafa til þessa skellt skollaeyrum við ábendingum ESB um að gera breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að draga úr hallanum. Ítalíustjórn hafði frest fram í síðustu viku til að gera verulegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019, en líkt og búist var við réðust stjórnvöld einungis í smávægilegar breytingar á frumvarpinu. Fólust þær í að Ítalíustjórn sagðist reiðubúin að selja ríkiseignir, verði fjárlagahalli næsta árs meiri en áætlað var.Brýtur í bága við ESB-reglur Fjárlagafrumvarp ítölsku ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í haust, brýtur í bága við þær fjárlagareglur sem ESB setur aðildarríkjum sínum. Samsteypustjórn forsætisráðherrans Guiseppe Conte tók við völdum í byrjun síðasta sumars og samanstendur meðal annars af Fimmstjörnuhreyfingunni, sem kveðst berjast „gegn kerfinu“, og þjóðernisflokknum Bandalaginu. Ítalíustjórn hefur vísað til þess að önnur aðildarríki hafi áður gerst brotleg, skuldir þeirra of miklar. Benda þau á að stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi, sem saki nú Ítali um að gerast brotlegir verið reglur sambandsins, hafi sjálf gerst brotleg við reglur.Langvarandi vandi Framkvæmdastjórnin hefur hins vegar svarað því til að fjárhagsvandræði Ítalíu hafi verið langvarandi og að Ítalía hafi þegar notið fjárhagslegra tilslakana af hálfu sambandsins, einfaldlega „þar sem Ítalía er Ítalía“, eins og Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnarinnar, komst að orði. Juncker segir að ástæða aðgerðanna af hálfu ESB gagnvart Ítalíu séu ekki ríkisskuldirnar í sjálfu sér eða fjárlagahalli næsta árs, heldur sambland af báðu. Útgjöldin séu einfaldlega of mikil í frumvarpinu. Framkvæmdastjórnin hefur samkvæmt reglum sambandsins möguleika á að stórauka eftirliti með ítölskum ríkisfjármálum og jafnvel sekta Ítalíustjórn um háar fjárhæðir.
Evrópusambandið Ítalía Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira