Björn Leví beygði af vegna rauna rauðhærðs drengs sem varð fyrir grófu ofbeldi Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2018 16:25 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. FBL/Ernir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beygði af í ræðustól á Alþingi í dag þegar hann sagði frá raunum drengs sem hafði orðið fyrir ofbeldi vegna dags sem nefndur hefur verið „Kick a Ginger“ eða „Sparkaðu í rauðhærðan“. Björn vitnaði í Facebook-skrif föður drengsins, Hákons Helga Leifssonar, sem sagðist hafa fengið símtal frá syni sínum gær þar sem hann var grátandi og sagði drengina hafa sparkað í sig og hann viti ekki af hverju. Drengurinn hafði hringt í hann á skrifstofu skólans en hann sagði drengina hafa kallað „Ginger“ og hlegið að honum og hann skildi ekki af hverju. Hákon sagði drengina hafa beitt son sinn ofbeldi á meðan annar hópur eldri nemenda fylgdist með og skarst ekki í lekinn nema þá með undirtektum, hvatningu og hlátrasköllum.Faðirinn sagðist vera reiður en hún beindist ekki gegn skólanum, starfsfólkinu eða strákunum tveimur. Um væri að ræða börn og þau gerðu mistök og mörg þeirra eigi vafalaust um sárt að binda. Hákon sagði að sökin sé fyrst og fremst að finna hjá honum sjálfum og okkur öllum. Ábyrgð á velferð hver annars í samfélaginu sé á höndum allra. Það sé undir fullorðnum komið að kenna börnum gildi, að gera rétt, setja sig í spor annarra, að vera sterk og þora að stíga fram og segja nei. Það sé ekki sanngjarnt að nokkurt barn þurfi að ganga í gegnum viðlíka en Hákon sagðist þekkja nokkur álíka tilvik sem áttu sér stað í gær, bæði í skóla sonar hans sem og í öðrum skólum og það sé ægilega sorglegt að heyra. Hákon sagði það vera mannréttindi að verða ekki fyrir ofbeldi og minnt á að gærdagurinn hefði ekki eingöngu verið ljótur því hann hefði einnig verið alþjóðlegur mannréttindadagur barna og sá hafi verið haldinn á hverju ári frá árinu 1954. Hann beindi þeim fyrirmælum til allra skólastofnana að sjá til þess að honum yrði fagnað innilega að ári því samfélagið gæti gert betur. Alþingi Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beygði af í ræðustól á Alþingi í dag þegar hann sagði frá raunum drengs sem hafði orðið fyrir ofbeldi vegna dags sem nefndur hefur verið „Kick a Ginger“ eða „Sparkaðu í rauðhærðan“. Björn vitnaði í Facebook-skrif föður drengsins, Hákons Helga Leifssonar, sem sagðist hafa fengið símtal frá syni sínum gær þar sem hann var grátandi og sagði drengina hafa sparkað í sig og hann viti ekki af hverju. Drengurinn hafði hringt í hann á skrifstofu skólans en hann sagði drengina hafa kallað „Ginger“ og hlegið að honum og hann skildi ekki af hverju. Hákon sagði drengina hafa beitt son sinn ofbeldi á meðan annar hópur eldri nemenda fylgdist með og skarst ekki í lekinn nema þá með undirtektum, hvatningu og hlátrasköllum.Faðirinn sagðist vera reiður en hún beindist ekki gegn skólanum, starfsfólkinu eða strákunum tveimur. Um væri að ræða börn og þau gerðu mistök og mörg þeirra eigi vafalaust um sárt að binda. Hákon sagði að sökin sé fyrst og fremst að finna hjá honum sjálfum og okkur öllum. Ábyrgð á velferð hver annars í samfélaginu sé á höndum allra. Það sé undir fullorðnum komið að kenna börnum gildi, að gera rétt, setja sig í spor annarra, að vera sterk og þora að stíga fram og segja nei. Það sé ekki sanngjarnt að nokkurt barn þurfi að ganga í gegnum viðlíka en Hákon sagðist þekkja nokkur álíka tilvik sem áttu sér stað í gær, bæði í skóla sonar hans sem og í öðrum skólum og það sé ægilega sorglegt að heyra. Hákon sagði það vera mannréttindi að verða ekki fyrir ofbeldi og minnt á að gærdagurinn hefði ekki eingöngu verið ljótur því hann hefði einnig verið alþjóðlegur mannréttindadagur barna og sá hafi verið haldinn á hverju ári frá árinu 1954. Hann beindi þeim fyrirmælum til allra skólastofnana að sjá til þess að honum yrði fagnað innilega að ári því samfélagið gæti gert betur.
Alþingi Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira