Björn Leví beygði af vegna rauna rauðhærðs drengs sem varð fyrir grófu ofbeldi Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2018 16:25 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. FBL/Ernir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beygði af í ræðustól á Alþingi í dag þegar hann sagði frá raunum drengs sem hafði orðið fyrir ofbeldi vegna dags sem nefndur hefur verið „Kick a Ginger“ eða „Sparkaðu í rauðhærðan“. Björn vitnaði í Facebook-skrif föður drengsins, Hákons Helga Leifssonar, sem sagðist hafa fengið símtal frá syni sínum gær þar sem hann var grátandi og sagði drengina hafa sparkað í sig og hann viti ekki af hverju. Drengurinn hafði hringt í hann á skrifstofu skólans en hann sagði drengina hafa kallað „Ginger“ og hlegið að honum og hann skildi ekki af hverju. Hákon sagði drengina hafa beitt son sinn ofbeldi á meðan annar hópur eldri nemenda fylgdist með og skarst ekki í lekinn nema þá með undirtektum, hvatningu og hlátrasköllum.Faðirinn sagðist vera reiður en hún beindist ekki gegn skólanum, starfsfólkinu eða strákunum tveimur. Um væri að ræða börn og þau gerðu mistök og mörg þeirra eigi vafalaust um sárt að binda. Hákon sagði að sökin sé fyrst og fremst að finna hjá honum sjálfum og okkur öllum. Ábyrgð á velferð hver annars í samfélaginu sé á höndum allra. Það sé undir fullorðnum komið að kenna börnum gildi, að gera rétt, setja sig í spor annarra, að vera sterk og þora að stíga fram og segja nei. Það sé ekki sanngjarnt að nokkurt barn þurfi að ganga í gegnum viðlíka en Hákon sagðist þekkja nokkur álíka tilvik sem áttu sér stað í gær, bæði í skóla sonar hans sem og í öðrum skólum og það sé ægilega sorglegt að heyra. Hákon sagði það vera mannréttindi að verða ekki fyrir ofbeldi og minnt á að gærdagurinn hefði ekki eingöngu verið ljótur því hann hefði einnig verið alþjóðlegur mannréttindadagur barna og sá hafi verið haldinn á hverju ári frá árinu 1954. Hann beindi þeim fyrirmælum til allra skólastofnana að sjá til þess að honum yrði fagnað innilega að ári því samfélagið gæti gert betur. Alþingi Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beygði af í ræðustól á Alþingi í dag þegar hann sagði frá raunum drengs sem hafði orðið fyrir ofbeldi vegna dags sem nefndur hefur verið „Kick a Ginger“ eða „Sparkaðu í rauðhærðan“. Björn vitnaði í Facebook-skrif föður drengsins, Hákons Helga Leifssonar, sem sagðist hafa fengið símtal frá syni sínum gær þar sem hann var grátandi og sagði drengina hafa sparkað í sig og hann viti ekki af hverju. Drengurinn hafði hringt í hann á skrifstofu skólans en hann sagði drengina hafa kallað „Ginger“ og hlegið að honum og hann skildi ekki af hverju. Hákon sagði drengina hafa beitt son sinn ofbeldi á meðan annar hópur eldri nemenda fylgdist með og skarst ekki í lekinn nema þá með undirtektum, hvatningu og hlátrasköllum.Faðirinn sagðist vera reiður en hún beindist ekki gegn skólanum, starfsfólkinu eða strákunum tveimur. Um væri að ræða börn og þau gerðu mistök og mörg þeirra eigi vafalaust um sárt að binda. Hákon sagði að sökin sé fyrst og fremst að finna hjá honum sjálfum og okkur öllum. Ábyrgð á velferð hver annars í samfélaginu sé á höndum allra. Það sé undir fullorðnum komið að kenna börnum gildi, að gera rétt, setja sig í spor annarra, að vera sterk og þora að stíga fram og segja nei. Það sé ekki sanngjarnt að nokkurt barn þurfi að ganga í gegnum viðlíka en Hákon sagðist þekkja nokkur álíka tilvik sem áttu sér stað í gær, bæði í skóla sonar hans sem og í öðrum skólum og það sé ægilega sorglegt að heyra. Hákon sagði það vera mannréttindi að verða ekki fyrir ofbeldi og minnt á að gærdagurinn hefði ekki eingöngu verið ljótur því hann hefði einnig verið alþjóðlegur mannréttindadagur barna og sá hafi verið haldinn á hverju ári frá árinu 1954. Hann beindi þeim fyrirmælum til allra skólastofnana að sjá til þess að honum yrði fagnað innilega að ári því samfélagið gæti gert betur.
Alþingi Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Sjá meira