Ummæli um „Obama dómara“ fóru öfugt ofan í forseta Hæstaréttar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 22:59 Trump og Roberts þann 20. janúar 2017 þegar Trump tók við embætti forseta. Það er hlutverk forseta Hæstaréttar að láta forsetann sverja embættiseið. Getty/Alex Wong John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, var harðorður í garð Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump gagnrýndi alríkisdómara í Kaliforníu. Sagði Trump að dómari sem úrskurðaði um að stjórnvöld mættu ekki hafna umsóknum flóttafólks um hæli hefði það komið ólöglega til Bandaríkjanna, væri „Obama dómari.“ Dómarinn sem um ræðir starfar við áfrýjunardómstól í Kaliforníu, sem hefur verið mikið á milli tannanna á Trump, eða 9th circuit. Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump, sem hefur í tíð sinni verið gjarn á að tala gegn dómurum, sérstaklega ef innflytjendastefna hans er talin ólögmæt. Sagði Roberts að í Bandaríkjunum væri hvergi að finna „Obama dómara, eða Trump dómara, Bush dómara eða Clinton dómara,“ í yfirlýsingu sem hæstiréttur sendi frá sér eftir fyrirspurn frá AP. Sagði Roberts að í Bandaríkjunum væri hins vegar að finna einstakan hóp duglegra dómara sem gerðu sitt besta til að fá réttlætinu fullnægt og að sjálfstæðir dómstólar væru eitthvað sem allir Bandaríkjamenn mættu þakka fyrir. Sjálfur hefur Roberts verið forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna frá árinu 2005. Hann var tilnefndur af George W. Bush og er almennt talinn hluti af íhaldssömum armi dómsins. Ummæli Roberts fóru öfugt ofan í forsetann sem brást við ummælum Roberts á Twitter í dag. Sagði forsetinn að það væri víst að finna „Obama dómara“ í Bandaríkjunum. „Og þeir eru með aðrar skoðanir en fólkið sem tryggir öryggi landsins okkar.“ Sorry Chief Justice John Roberts, but you do indeed have “Obama judges,” and they have a much different point of view than the people who are charged with the safety of our country. It would be great if the 9th Circuit was indeed an “independent judiciary,” but if it is why...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 21, 2018.....are so many opposing view (on Border and Safety) cases filed there, and why are a vast number of those cases overturned. Please study the numbers, they are shocking. We need protection and security - these rulings are making our country unsafe! Very dangerous and unwise! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 21, 2018 Sagði hann að það væri frábært ef dómstóllinn í Kaliforníu væri sjálfstæður dómstóll, en gaf því undir fótinn að svo væri ekki vegna fjölda innflytjenda mála sem dómurinn sneri við. „Vinsamlegast kannaðu tölurnar. Þær eru hneykslanlegar. Við þurfum vernd og öryggi, þessir dómar gera landið okkar óöruggt! Mjög hættulegt og óskynsamlegt!“ Washington Post hefur tekið saman dæmi þar sem Trump hefur gagnrýnt ákvarðanir dómstólsins í Kaliforníu og kannað hve mikið af þeim á sér stoðir í raunveruleikanum. Lesa má umfjöllunina hér. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, var harðorður í garð Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump gagnrýndi alríkisdómara í Kaliforníu. Sagði Trump að dómari sem úrskurðaði um að stjórnvöld mættu ekki hafna umsóknum flóttafólks um hæli hefði það komið ólöglega til Bandaríkjanna, væri „Obama dómari.“ Dómarinn sem um ræðir starfar við áfrýjunardómstól í Kaliforníu, sem hefur verið mikið á milli tannanna á Trump, eða 9th circuit. Afar sjaldgæft er að forseti Hæstaréttar tali opinberlega gegn sitjandi forseta og er þetta í fyrsta sinn sem Roberts hefur á nokkurn hátt gagnrýnt Trump, sem hefur í tíð sinni verið gjarn á að tala gegn dómurum, sérstaklega ef innflytjendastefna hans er talin ólögmæt. Sagði Roberts að í Bandaríkjunum væri hvergi að finna „Obama dómara, eða Trump dómara, Bush dómara eða Clinton dómara,“ í yfirlýsingu sem hæstiréttur sendi frá sér eftir fyrirspurn frá AP. Sagði Roberts að í Bandaríkjunum væri hins vegar að finna einstakan hóp duglegra dómara sem gerðu sitt besta til að fá réttlætinu fullnægt og að sjálfstæðir dómstólar væru eitthvað sem allir Bandaríkjamenn mættu þakka fyrir. Sjálfur hefur Roberts verið forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna frá árinu 2005. Hann var tilnefndur af George W. Bush og er almennt talinn hluti af íhaldssömum armi dómsins. Ummæli Roberts fóru öfugt ofan í forsetann sem brást við ummælum Roberts á Twitter í dag. Sagði forsetinn að það væri víst að finna „Obama dómara“ í Bandaríkjunum. „Og þeir eru með aðrar skoðanir en fólkið sem tryggir öryggi landsins okkar.“ Sorry Chief Justice John Roberts, but you do indeed have “Obama judges,” and they have a much different point of view than the people who are charged with the safety of our country. It would be great if the 9th Circuit was indeed an “independent judiciary,” but if it is why...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 21, 2018.....are so many opposing view (on Border and Safety) cases filed there, and why are a vast number of those cases overturned. Please study the numbers, they are shocking. We need protection and security - these rulings are making our country unsafe! Very dangerous and unwise! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 21, 2018 Sagði hann að það væri frábært ef dómstóllinn í Kaliforníu væri sjálfstæður dómstóll, en gaf því undir fótinn að svo væri ekki vegna fjölda innflytjenda mála sem dómurinn sneri við. „Vinsamlegast kannaðu tölurnar. Þær eru hneykslanlegar. Við þurfum vernd og öryggi, þessir dómar gera landið okkar óöruggt! Mjög hættulegt og óskynsamlegt!“ Washington Post hefur tekið saman dæmi þar sem Trump hefur gagnrýnt ákvarðanir dómstólsins í Kaliforníu og kannað hve mikið af þeim á sér stoðir í raunveruleikanum. Lesa má umfjöllunina hér.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira