Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. nóvember 2018 10:00 Aron Einar Gunnarsson hóf ferilinn hjá AZ Alkmaar í atvinnumennskunni. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, leikur með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag en atvinnumannaferillinn hjá þessum þrítuga miðjumanni hófst þegar að hann var 16 ára gamall hjá AZ Alkmaar í Hollandi.Sjá einnig:Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Aron byrjaði hjá U19 ára liði félagsins og fór spila fyrir varaliðið á öðru ári sínu og stóð sig mjög vel. Svo vel að hann var boðaður á æfingu hjá aðalliðinu sem enginn annar en Louis van Gaal þjálfaði á þeim tíma. Aron segir skemmtilega frá fyrstu æfingunni í nýrri ævisögu sinni, Aron - Sagan mín, en þar var honum fljótlega kippt niður á jörðina af Van Gaal sem átti síðar meir eftir að þjálfa Manchester United.Louis van Gaal gefur ekkert eftir.vísir/gettyStop, stop! „Að vera 19 ára á æfingu hjá gæja sem hafði á þessum tímapunkti þjálfað Ajax, hollenska landsliðið, Barcelona og meira að segja unnið Meistaradeild Evrópu var frekar svakalegt, bæði á góðan og ógnvekjandi hátt,“ segir Aron Einar í bókinni. Van Gaal tók vel á móti Aroni og fagnaði því að svona ungur og efnilegur strákur hefði tekið jafnmiklum framförum og raun bar vitni. „Ég er ánægður með þig Aron. Það er gott að sjá hvernig þú ert að þróa þig vel sem leikmann með varaliðinu,“ sagði Van Gaal er hann tók Aron afsíðis fyrir fyrstu æfinguna. Þegar æfingin fór svo af stað og það kom að Aroni að senda boltann í einfaldri upphitunaræfingu var Van Gaal fljótur að benda verðandi íslenska landsliðsfyrirliðanum á það sem hann gerði rangt. „Stop, stop!“ hrópaði Van Gaal eins hátt og hann gat. „Hvað?“ spurði Aron undrandi og hollenski þjálfarinn svaraði um hæl: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ (e. Can you not play football or something?!) Aron útskýrir: „Áður en ég náði að koma fyrir mig orði benti hann mér á að ég hefði gefið boltann á vinstri fót samherja míns þegar ég átti að gefa á hægri. Nákvæmnin. Kröfurnar,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, leikur með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag en atvinnumannaferillinn hjá þessum þrítuga miðjumanni hófst þegar að hann var 16 ára gamall hjá AZ Alkmaar í Hollandi.Sjá einnig:Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Aron byrjaði hjá U19 ára liði félagsins og fór spila fyrir varaliðið á öðru ári sínu og stóð sig mjög vel. Svo vel að hann var boðaður á æfingu hjá aðalliðinu sem enginn annar en Louis van Gaal þjálfaði á þeim tíma. Aron segir skemmtilega frá fyrstu æfingunni í nýrri ævisögu sinni, Aron - Sagan mín, en þar var honum fljótlega kippt niður á jörðina af Van Gaal sem átti síðar meir eftir að þjálfa Manchester United.Louis van Gaal gefur ekkert eftir.vísir/gettyStop, stop! „Að vera 19 ára á æfingu hjá gæja sem hafði á þessum tímapunkti þjálfað Ajax, hollenska landsliðið, Barcelona og meira að segja unnið Meistaradeild Evrópu var frekar svakalegt, bæði á góðan og ógnvekjandi hátt,“ segir Aron Einar í bókinni. Van Gaal tók vel á móti Aroni og fagnaði því að svona ungur og efnilegur strákur hefði tekið jafnmiklum framförum og raun bar vitni. „Ég er ánægður með þig Aron. Það er gott að sjá hvernig þú ert að þróa þig vel sem leikmann með varaliðinu,“ sagði Van Gaal er hann tók Aron afsíðis fyrir fyrstu æfinguna. Þegar æfingin fór svo af stað og það kom að Aroni að senda boltann í einfaldri upphitunaræfingu var Van Gaal fljótur að benda verðandi íslenska landsliðsfyrirliðanum á það sem hann gerði rangt. „Stop, stop!“ hrópaði Van Gaal eins hátt og hann gat. „Hvað?“ spurði Aron undrandi og hollenski þjálfarinn svaraði um hæl: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ (e. Can you not play football or something?!) Aron útskýrir: „Áður en ég náði að koma fyrir mig orði benti hann mér á að ég hefði gefið boltann á vinstri fót samherja míns þegar ég átti að gefa á hægri. Nákvæmnin. Kröfurnar,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sjá meira
Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00