Kennarastarfið – starf í örri þróun Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 22. nóvember 2018 11:23 Hugmyndin um að taka upp eitt leyfisbréf kennara fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, kann að virðast róttæk en ef vel er hugað að útfærslu og markmiðum getur hún orðið skref til framfara. Segja má að markmið með upptöku eins leyfisbréfs sé að viðurkenna kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í fagmennsku kennara. Í dag er ógreinabundið leyfisbréf í leik- og grunnskóla. Kennarar kenna allar námsgreinar skólastigsins og þeir ásamt stjórnendum eru lykilmenn í að greina hæfni og áhuga hvers og eins til þess að taka að sér kennslu mismunandi námsgreina. Í framhaldsskóla er leyfið aftur á móti bundið einstökum námsgreinum. Við getum öll verið sammála um að það sé grundvallaratriði að kennarastarfið sé viðurkennt sem starf sem hvílir á góðri þekkingu á uppeldis- og kennslufræði, þekkingu á námsefninu sem verið er að kenna og rannsóknarmiðuðu skólastarfi. Í stuttu máli snýst umræðan um eitt leyfisbréf fyrir öll skólastigin í raun um að kennarar mennti sig til kennslu. Nýjar áskoranir fylgja hverri kynslóð og skólakerfið þarf að vera í stöðugri þróun. Sífellt örari samfélagslegar breytingar kalla á aukna færni kennara til að takast á við breyttar aðstæður. Ef gera á breytingar á leyfisbréfum kennara skiptir miklu máli að þær nái til allra leyfisbréfa, óháð skólastigi. Jafnframt er mikilvægt að gera ekki greinarmun á starfsréttindum fólks eftir prófaldri. Í starfi allra kennara fléttast saman menntun, reynsla og starfsþróun. Þess vegna eru reynslumiklir kennarar órofa hluti af lærdómssamfélaginu. Öflug starfsþróun tryggir að allir kennarar hafi tækifæri til að efla sig í starfi og bæta við þekkingu sína. Bjargir á borð við styrka leiðsögn stjórnenda og vandaða starfsþróun eru gríðarlega mikilvægar svo kennarar geti sinnt starfi sínu af alúð. Hugmyndin um útgáfu eins leyfisbréfs getur í raun stutt við þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem hrint var í framkvæmd árið 2008 þegar kennaranámið var lengt úr þremur árum í fimm. Með þeirri breytingu var mikilvægi uppeldis- og kennslufræði undirstrikað, á sama tíma og sérhæfing kennara var styrkt. Útgáfa eins leyfisbréfs fyrir öll skólastigin þrjú eykur hreyfanleika í íslensku skólakerfi. Hún gæti jafnframt orðið öflugt aðhald fyrir ríki og sveitarfélög sem þurfa að líta til þess að skólastigin þrjú eru býsna ólík þegar kemur að ytri umgjörð, kjörum, vinnutíma og aðbúnaði. En fyrst og síðast er það verkefni þeirra sem að menntun koma að taka höndum saman um að auka nýliðun í stétt kennara. Breyting á útgáfu leyfisbréfa, eða önnur uppstokkun í menntakerfinu, mun aldrei skila tilætluðum árangri án róttækra aðgerða til að bregðast við viðvarandi og auknum kennaraskorti, sérstaklega á leik- og grunnskólastigi. Eigi aðgerðirnar að skila árangri verður að auka aðsókn í kennaranám, styðja betur við nýútskrifaða kennara og huga að því á öllum skólastigum að kennarastarfið verði eftirsóknarvert, skapandi, sveigjanlegt og njóti sannmælis. Það er stóra verkefnið sem blasir við. Við kennarar náum ekki árangri nema við snúum bökum saman. Ef útfærslan um eitt leyfisbréf þvert á skólastig tekst vel, verður stigið gæfuspor í íslenskri menntasögu. Spor sem undirstrikar mikilvægi ábyrgðar okkar allra á því að íslenskir skólar verði öflugar stofnanir, skipaðar sterku fagfólki sem býr yfir færni til að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag og til framtíðar.Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hugmyndin um að taka upp eitt leyfisbréf kennara fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, kann að virðast róttæk en ef vel er hugað að útfærslu og markmiðum getur hún orðið skref til framfara. Segja má að markmið með upptöku eins leyfisbréfs sé að viðurkenna kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í fagmennsku kennara. Í dag er ógreinabundið leyfisbréf í leik- og grunnskóla. Kennarar kenna allar námsgreinar skólastigsins og þeir ásamt stjórnendum eru lykilmenn í að greina hæfni og áhuga hvers og eins til þess að taka að sér kennslu mismunandi námsgreina. Í framhaldsskóla er leyfið aftur á móti bundið einstökum námsgreinum. Við getum öll verið sammála um að það sé grundvallaratriði að kennarastarfið sé viðurkennt sem starf sem hvílir á góðri þekkingu á uppeldis- og kennslufræði, þekkingu á námsefninu sem verið er að kenna og rannsóknarmiðuðu skólastarfi. Í stuttu máli snýst umræðan um eitt leyfisbréf fyrir öll skólastigin í raun um að kennarar mennti sig til kennslu. Nýjar áskoranir fylgja hverri kynslóð og skólakerfið þarf að vera í stöðugri þróun. Sífellt örari samfélagslegar breytingar kalla á aukna færni kennara til að takast á við breyttar aðstæður. Ef gera á breytingar á leyfisbréfum kennara skiptir miklu máli að þær nái til allra leyfisbréfa, óháð skólastigi. Jafnframt er mikilvægt að gera ekki greinarmun á starfsréttindum fólks eftir prófaldri. Í starfi allra kennara fléttast saman menntun, reynsla og starfsþróun. Þess vegna eru reynslumiklir kennarar órofa hluti af lærdómssamfélaginu. Öflug starfsþróun tryggir að allir kennarar hafi tækifæri til að efla sig í starfi og bæta við þekkingu sína. Bjargir á borð við styrka leiðsögn stjórnenda og vandaða starfsþróun eru gríðarlega mikilvægar svo kennarar geti sinnt starfi sínu af alúð. Hugmyndin um útgáfu eins leyfisbréfs getur í raun stutt við þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem hrint var í framkvæmd árið 2008 þegar kennaranámið var lengt úr þremur árum í fimm. Með þeirri breytingu var mikilvægi uppeldis- og kennslufræði undirstrikað, á sama tíma og sérhæfing kennara var styrkt. Útgáfa eins leyfisbréfs fyrir öll skólastigin þrjú eykur hreyfanleika í íslensku skólakerfi. Hún gæti jafnframt orðið öflugt aðhald fyrir ríki og sveitarfélög sem þurfa að líta til þess að skólastigin þrjú eru býsna ólík þegar kemur að ytri umgjörð, kjörum, vinnutíma og aðbúnaði. En fyrst og síðast er það verkefni þeirra sem að menntun koma að taka höndum saman um að auka nýliðun í stétt kennara. Breyting á útgáfu leyfisbréfa, eða önnur uppstokkun í menntakerfinu, mun aldrei skila tilætluðum árangri án róttækra aðgerða til að bregðast við viðvarandi og auknum kennaraskorti, sérstaklega á leik- og grunnskólastigi. Eigi aðgerðirnar að skila árangri verður að auka aðsókn í kennaranám, styðja betur við nýútskrifaða kennara og huga að því á öllum skólastigum að kennarastarfið verði eftirsóknarvert, skapandi, sveigjanlegt og njóti sannmælis. Það er stóra verkefnið sem blasir við. Við kennarar náum ekki árangri nema við snúum bökum saman. Ef útfærslan um eitt leyfisbréf þvert á skólastig tekst vel, verður stigið gæfuspor í íslenskri menntasögu. Spor sem undirstrikar mikilvægi ábyrgðar okkar allra á því að íslenskir skólar verði öflugar stofnanir, skipaðar sterku fagfólki sem býr yfir færni til að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag og til framtíðar.Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar