Kafa þurfi dýpra í málefni OR Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. nóvember 2018 08:00 Eyþór segir viðbrögð stjórnenda OR til marks um að þau líti á úttektina sem ímyndarmál. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það sem liggur fyrir er að það þarf að fara dýpra í málin. Þessu máli er ekki lokið. Í skýrslunni var fyrst og fremst verið að horfa á tvær manneskjur en það er ljóst að það þarf að skoða heildarmyndina betur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, um skýrslu innri endurskoðunar um málefni Orkuveitunnar. Skýrslan var kynnt á fundi borgarráðs í gær en þangað mættu Helga Jónsdóttir, settur forstjóri OR, og Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, auk Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda borgarinnar. Eyþór bendir á að 30 prósent af þeim sem hafi hætt störfum hjá fyrirtækinu síðustu tvö ár telji sig hafa orðið fyrir einelti. „Svo er til greining sem hefur ekki verið afhent enn þá sem fer yfir miklu fleiri starfsmenn. Það er búin að vera mikil starfsmannavelta, ekki síst hjá Orku náttúrunnar og þeir starfsmenn sem hafa hætt virðast óánægðir. Ég held að það skipti miklu máli að Orkuveitan fari betur ofan í saumana á þessu.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og fulltrúi Viðreisnar, segir að kynningin á skýrslunni hafi verið mjög ítarleg og gríðarlega góðar umræður farið fram. „Ég fagna mjög hversu ákveðið stjórnin hefur tekið á þessu máli. Núverandi forstjóri hefur tekið þetta mál mjög föstum tökum og fer beint í aðgerðir.“ Málið sé nú á borði stjórnar OR og hennar verkefni sé rétt að byrja. „Svo finnst mér áhugavert í þessu öllu að þetta mál vaknaði upp úr Metoo-umræðunni. Ef þetta hefði gerst fyrir tíu árum er ég ekki viss um að það hefði verið tekið svona ákveðið á málinu. Ég er ánægð með það hvað allir eru að taka ákveðið á málinu þótt þetta sé búið að vera mjög erfitt fyrir persónur og leikendur.“ Hún fagnar því sérstaklega að stjórn OR hafi ákveðið að hafa frumkvæði að því að vinna áfram með vinnustaðagreininguna sem Félagsvísindastofnun gerði. „Ég lagði mikla áherslu á það þegar farið var í þessa úttekt að það yrði ekki bara kannað hvort þessar uppsagnir hefðu verið réttmætar heldur yrði vinnustaðamenningin skoðuð líka. Þessi vinnustaðagreining sýnir að það er fullt af tækifærum til að gera betur. En það eru líka góðar niðurstöður um það að fólki líður ágætlega hjá Orkuveitunni.“ Eyþór telur að miðað við viðbrögð stjórnenda OR við skýrslunni þurfi eitthvað að breyta skipulaginu. „Þau líta kannski pínulítið á þetta sem ímyndarmál eins og þessu hefur verið stillt upp. Aðalmálið er það að kúltúrinn sé í lagi. Þetta er stórt og mikið fyrirtæki og kemur okkur öllum við. Það er ýmislegt í rekstri þess sem hefur verið í fréttum síðustu tvö árin þannig að það er mikilvægt að félagið nái sér vel á strik. Ég treysti því að stjórnin taki á þessum ábendingum sem hún hefur fengið núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Forstjóri OR ekki fengið hluta skýrslunnar í hendur Vinnufundur alls starfsfólks samstæðu OR var haldinn í dag vegna mikilvægra ábendinga í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. 22. nóvember 2018 21:06 Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Það sem liggur fyrir er að það þarf að fara dýpra í málin. Þessu máli er ekki lokið. Í skýrslunni var fyrst og fremst verið að horfa á tvær manneskjur en það er ljóst að það þarf að skoða heildarmyndina betur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, um skýrslu innri endurskoðunar um málefni Orkuveitunnar. Skýrslan var kynnt á fundi borgarráðs í gær en þangað mættu Helga Jónsdóttir, settur forstjóri OR, og Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, auk Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda borgarinnar. Eyþór bendir á að 30 prósent af þeim sem hafi hætt störfum hjá fyrirtækinu síðustu tvö ár telji sig hafa orðið fyrir einelti. „Svo er til greining sem hefur ekki verið afhent enn þá sem fer yfir miklu fleiri starfsmenn. Það er búin að vera mikil starfsmannavelta, ekki síst hjá Orku náttúrunnar og þeir starfsmenn sem hafa hætt virðast óánægðir. Ég held að það skipti miklu máli að Orkuveitan fari betur ofan í saumana á þessu.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og fulltrúi Viðreisnar, segir að kynningin á skýrslunni hafi verið mjög ítarleg og gríðarlega góðar umræður farið fram. „Ég fagna mjög hversu ákveðið stjórnin hefur tekið á þessu máli. Núverandi forstjóri hefur tekið þetta mál mjög föstum tökum og fer beint í aðgerðir.“ Málið sé nú á borði stjórnar OR og hennar verkefni sé rétt að byrja. „Svo finnst mér áhugavert í þessu öllu að þetta mál vaknaði upp úr Metoo-umræðunni. Ef þetta hefði gerst fyrir tíu árum er ég ekki viss um að það hefði verið tekið svona ákveðið á málinu. Ég er ánægð með það hvað allir eru að taka ákveðið á málinu þótt þetta sé búið að vera mjög erfitt fyrir persónur og leikendur.“ Hún fagnar því sérstaklega að stjórn OR hafi ákveðið að hafa frumkvæði að því að vinna áfram með vinnustaðagreininguna sem Félagsvísindastofnun gerði. „Ég lagði mikla áherslu á það þegar farið var í þessa úttekt að það yrði ekki bara kannað hvort þessar uppsagnir hefðu verið réttmætar heldur yrði vinnustaðamenningin skoðuð líka. Þessi vinnustaðagreining sýnir að það er fullt af tækifærum til að gera betur. En það eru líka góðar niðurstöður um það að fólki líður ágætlega hjá Orkuveitunni.“ Eyþór telur að miðað við viðbrögð stjórnenda OR við skýrslunni þurfi eitthvað að breyta skipulaginu. „Þau líta kannski pínulítið á þetta sem ímyndarmál eins og þessu hefur verið stillt upp. Aðalmálið er það að kúltúrinn sé í lagi. Þetta er stórt og mikið fyrirtæki og kemur okkur öllum við. Það er ýmislegt í rekstri þess sem hefur verið í fréttum síðustu tvö árin þannig að það er mikilvægt að félagið nái sér vel á strik. Ég treysti því að stjórnin taki á þessum ábendingum sem hún hefur fengið núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Forstjóri OR ekki fengið hluta skýrslunnar í hendur Vinnufundur alls starfsfólks samstæðu OR var haldinn í dag vegna mikilvægra ábendinga í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. 22. nóvember 2018 21:06 Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Forstjóri OR ekki fengið hluta skýrslunnar í hendur Vinnufundur alls starfsfólks samstæðu OR var haldinn í dag vegna mikilvægra ábendinga í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. 22. nóvember 2018 21:06
Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48
Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30